My Photo
Name:
Location: Göteborg, Sweden

Saturday, February 18, 2006

Vikan sem leið, þriðji hluti

Það snjóar

Föstudagur 17. febrúar

Það snjóar í dag og það snjóaði í gær. Blíðlega. Anna hringdi í gær frá Stokhólmi og í dag náðum við sambandi. Hörkutólið blíða hún Anna Mattsson alkomin heim frá Kambodíu. Kemur til Gautaborgar í næstuviku; verður í ljóðahorninu poesihörnan á Borgarbókasafninu á miðvikudagskvöldið klukkan 19:00 ásamt Lina Ekdahl sem ætlar líka að lesa ljóð og segja frá Kambódíubúum og skáldskap þeirra. Anna ætlar að lesa þýðingar sínar ú kambódísku; sýna myndir og lesa úr bókinni: Það snjóar í Kambódíu.

Anna leyfði sér að kalla seinustu ljóðabókina sína Það snjóar í Kambodíu. Hún bjó árum saman í Phom Penh og ég heimsótti hana aldrei. Ástæða: það er enginn tangó í Kambódíu. Mér hefði líklega verið nær að taka hana til fyrirmyndar og koma heim með eigin bók: Tangó í Kambódíu. Það er ódýrt að prenta í Phom Penh ... en gæðin misjöfn.

Í gærmorgunn valdi ég ljóst veggfóður; svefnherbergið mitt fær svífandi fjaðrir upp um alla veggi!
Það kemur upp á þriðjudaginn, sagði veggfóðurdaman þegar hún hringdi. Hún kemur á mánudaginn til að undirbúa.



Óværa eða Óvera

Laugardagur 18. febrúar


Ég les greinar um krabba og krabbameinsferil á svipaðan hátt og ég hef lesið greinar um argentínskan tangó á undarförnum árum: af einskonar stjórnlausum áhuga og festist heilu næturnar á netinu. Kemst í fullkomna sjálfheldu þegar ég lendi í greinum með mikið af orðum sem ekki eru til í mínum orðabókum; fæ staðfestingu á að latneskar og grískar orðabækur eiga að vera til á hverju heimili, rétt eins og viss orðaforði á spænsku er heppilegur til að geta lesið sig til um tangó ...

Í gærkvöldi notaði bróðir minn orðið “óværa” um mitt mein, svona í tilraunaskyni held ég í okkar ágæta símsamtali yfir hafið; mér þótti það elegant orð en við nánari athugun kom í ljós að það er orð yfir lýs og flær ... svo við afskrifuðum það nokkurnveginn sem heppilegt orð yfir krabba.

Svo las ég í nótt m.a. greinar eftir vísindamann að nafni Erik Enby sem hefur skrifað um “somatisk ekologi” og rannsakað blóðið á sinn sérstaka hátt (þ.e. haldið áfram með rannsóknir byggðar á verkum hins þýska Gunthers Enderlein sjá hér & hér ) og séð míkróorganisma sem minna á smáskrímsli eða snýkjudýr í illkynja æxlum sem og í blóðkrabbameinum. Nokkuð sem mér skilst raunar að komi heim og saman við nýjar hugmyndir um fleiri vírus- og svampsmitanir sem verandi krabbameinsvalda en vísindafólk hefur við að rannsaka. Og í næturlestri mínum fannst mér að “óværa” væri kannski ekki svo galið orð eftir allt saman, búin að sjá hin ýmsu smáskrímsli á mynd með hala og öllu.

Samt vaknaði ég upp með annað orð og e.t.v. brillíant nafn: óvera.
Óvera þýðir ekki bara lítið - samkvæmt orðabók Máls og menningar - heldur getur þýtt allt frá því að vera ekki til og að vera til sem óþægileg tilfinning eða vanlíðan og uppí bæði skrímsli og leiðindapoki.

Ég dansa ekki í dag og syng ekki í dag. Ég svaf á vitlausum tíma. Hálfgerð óvera í sjálfu sér. Og samt ... hver ræður við að lifa samfleytt! Ég ætla að lifa oft og aðeins minna í einu ... í æ nýrri tilveru.

4 Comments:

Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

Takk fyrir skemmtileg komment!
Sápusagan minnir mig óneitanlega á hvernig ég upphaflega komst að því að sápa er beiskari en kökudeig. Ég fylgdist helst með matartilbúningi og bakstri með því að smakka eins og önnurbörn og ég man eftir mér uppá eldhúsbekk við hliðina á stórum potti. Ég smakkaði og brendi mig í tunguna. Þannig komst ég að því hvað heimatilbúin sápa var.

6:49 AM  
Blogger kristian guttesen said...

ekki veit ég hvað þú átt að lesa mikið um krabbann, ég las eina bók um geðhvörf og er að skrifa eina, en skrifaðu meira en lestu, ... dettur mér í hug... renndi annars fljótlega yfir þetta...annars hugar útaf stórri uppgötvun sem ég sendi þér í ímeili. EN VEISTU HVAÐ, nú er ég að hugsa um að fara líta STÓRT á mig. hvernig líst á það. Bara prófa. ég elska elska elska þig...var að skrifa um blóðbrúðkaup, fyrsta atriði, verð að fara sofa, elska þig knús, vindur hér og rigning. fór til íslands með kærastann.

2:34 AM  
Blogger Freyja said...

Gott hja ther ad lesa ther mikid til. Laeknar eru ekki alvitrir og their hafa gott af thvi ad madur setji stundum spurningamerki vid thad sem their segja. Og bestu laeknarnir eru their sem taka thvi vel. Eg er lika svona otholandi sjuklingur, verd alltaf ad thykjast vita betur og er buin ad lesa hitt og thetta. En flestir laeknar hafa tekid thvi vel og finnst bara agaett ad hafa sma dialog um hlutina, ad eg segi ekki bara ja amen og bless.
Annars verd eg ad segja ad eg hefdi ekki truad thvi ad thad gaeti verid gaman ad lesa um "overu" paelingar...ja nu veit eg ad thetta er mjog illa ordad, thvi audvitad er thetta ekkert gamanmal og orugglega hryllilegt ad ganga i gegnum. En mer finnst bara gott ad thu getir skrifad svona mikid og skemmtilega og gott ad geta fylgst med ther.
kaer kvedja fra Mexico

4:17 AM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

Auðvitað á að líta stórt á sig, elísabet yndislega engin spurning! eða réttarasagt góð
spurning, því hver myndi gera það annars ...Mög STÓRT. og svo kemur bókin ... Stórabókin
(Vicktoria Benediktsson skrifaði dagbók sem hún kallaði þetta: Stóra bókin)

Að fá svona komment ofanaf Íslandi og Mexíkó mm gerir mig lukkulega eins og ég hafi
unnið gull í OS án þess að taka þátt í keppni. Að læknirinn sjálfur dr. freylittle skuli geta skemmt sér smá við óverupælingar mínar þykir mér ógn vænt um.

10:01 PM  

Post a Comment

<< Home