My Photo
Name:
Location: Göteborg, Sweden

Monday, July 24, 2006

Dagar með Stinu

Við Stina eigum "namnsdag" í dag 24 júlí! Myndin af okkur er tekin í gær bakvið gömlu kirkjuna hér í Partille (upphaflega byggð á 13. öld.) á rölti okkar um nágrennið rétt áður en hún fór ... aftur til Stokhólms. Á laugardeginum skokkuðum við upp Kirkåströppurnar og klöngruðumst upp á klettana í Paradís ... það var i annað sinn í sumar sem ég hafði það þrekvirki af, því mér tókst það líka með Lárusi bróður og Særúnu tveim dögum fyrr.

Loks fékk ég ferðasögu Stínu frá í fyrra, til Raivola á Karelska nesinu þar sem Edith Södergran liggur grafin ... (og Anna Achmatova skamt þar frá!); og þar sem hús skáldkonunnar hefur horfið með öllu. Það var lítill hópur sem fór í þennan leiðangur, meðlimir úr Sænsku Akademíunni og fáeinir Södergransérfræðingar í Helsingfors. Við sömdum nýtt plan, draumaferð um þetta svæði, - auðheyrilega byggðir bláfátæks fólks - þar sem við heimsækjum Pétursborg í sömu ferð.
Stina kom færandi hendi, m.a. undurfallegt ljóðakver sem er seinusta ljóðabókin eftir Eva-Stina Byggmästar: Knoppar blommor blad och grenar. Oft koma myndir af hudufólki í ljóðunum:
"En blåälva närmar sig
med små fjät, nästan svävande.
En natthare sitter omslutten
av rosa moln; blommande malvaskyer. "

Bara sem dæmi; svo blátt áfram og einfaldlega.

Þegar Stina var búin að lesa nokkrar tangófrásagnir sem ég hef birt, og furða sig á þessari specialiseringu, benti hún mér á að ég á eftir að skrifa söguna um það afhverju ég dansa tango. Þegar hún spurði þá heyrði ég á svari mínu að sú saga byrjaði snemma og er nú þegar orðin löng ...

"Tangóinn stendur bersýnilega fyrir einhverju sem er glatað án þess að beinlínis minna á hið glataða" (Tangon representerar uppenbarligen någonting förlorat utan att direkt påminna om det förlorade), segir Carl-Gunnar Åhlén sem samanþjappað svar við spurningunni um sálfræðilega merkingu tangósins og hvað hann þýddi fyrir fólk ... í doktorsritgerð sinni um tangó frá 1987.

Í kvöld dansaði ég salsa - aftur á Liseberg - svona til að styrkja mig. Osiel norðurlandameistari 2005 (ásamt Adriana Mendes) var gestakennari og Adriana í fríi. Ég var ekki með húfu og þá vakti sondan mín alltí einu meiri athygli og margir spurðu hvað hún ætti að þýða. Ég er farin að geta hámað í mig ís og geri það minnst einu sinni á dag! Posted by Picasa

5 Comments:

Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

gaman að þú skulir muna eftir klettunum mínum, þar sem trén vaxa ...

12:48 AM  
Blogger kristian guttesen said...

Guðdómleg mynd, ég meina þetta er forsíðumynd, það ætti að skrifa leikrit útfrá þessari mynd, og auðvitað Edith. Kann Stina að dansa tangó, hún var víst hér á Íslandi, það hefur verið skrítið fyrir hana að þú varst ekki hér, hugsaði ég þegar ég sá mynd af henni í blöðunum. STJÖRNUMYND, kær kveðja, Elísabet

2:36 AM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

jess - Tár Díónýsusar í Háskólabíói - en ég fékk SMS ofanaf Íslandi þegar Stina var þar, beint úr búðinni hans Braga ... ég sendi hana þangað til að minnast liðinna daga með Þingvalla- og Eyrarbakkaferð með honum og Ninu Björk ... fyrir c.a.21 ári!!!

10:54 AM  
Blogger Freyja said...

Elsku frænka.
Gott hjá þér að borða ís á hverjum degi, það er allra meina bót... eða því vil ég allavega trúa því mér finnst ís svo rosalega góður. Ég er alltaf á fullu að vinna og er of þreytt til að blogga neitt merkilegt. Það fer að hægjast um hjá mér í haust. Gangi þér áfram svona vel að dansa og klifra upp útsýnisklettana.
kveðja frá dýralækninum

10:23 PM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

Elsku dr. Freylittle frænka, takk fyrir kveðjuna þína; ég hlakka til að fylgast með framhaldinu hjá þér, þegar líður á fyrsta árið úti í alvörunni sem læknir!

12:36 AM  

Post a Comment

<< Home