My Photo
Name:
Location: Göteborg, Sweden

Thursday, November 02, 2006

Menningin og málið - veðrið og sársaukadeildin

Menningin og málið ... menntamálaráðherra með byssuleyfi:

Þegar borgaralega stjórnin tekur við og nýir og nýir ráðherrar/ráðdömur skjóta upp kollinum - þá breytist málið um leið. Dæmi: Hinn nýskipaði menntamálaraáðherra - Lena Adelsohn Liljeroth - talaði um það í sjónvarpsviðtali í vikunni sem leið að nú hétu menningarvitar og annað menningarvinnufólk ekki lengur “kulturarbetare” heldur “kulturskapare”. Þar með er hver manneskja sem er að bjástra við menningu hér í Svíþjóð orðin skapari og ekki menningarvinnu eða verka-eitthvað. Svo er eftir að sjá hvernig hlúð verður að “skaparanum” hér og þar ...

Fréttnæmt þótti að Lína Liljurót menntamálaráðherra skuli borga sitt sjónvarpsgjald og gera hreint í tvíþættum skilningi: er ekki með “svart städhjälp” (þ.e. vinnukonu eða vinnumann sem fékk svört laun), og svíkur ekki undan skatti.
Hinsvegar játar Liljurótin að hafa verið dæmd fyrir ólöglegt sprey í fórum sínum; einnig að hafa tekið út þann dóm; greitt sínar sektir og auk þess útvegað sér leyfi fyrir öflugara vopn en spreyið, því nú er hún með byssuleyfi og á haglabyssu!

*

Guðbergur Bergson fékk dúndurdóma hjá Moniku Tunbäck-Hanson sem skrifar um nýútkomna þýðingu “ En sten som havet slipar” (sænsk þýðing á bók hans Eins og steinn sem hafið fágar ) í Gautaborgarpóstinn (GP 25 oktober), og á föstudaginn 27. okt. kom líka fín umfjöllun um nýútkomna þýðingu á verki eftir Einar Má.

*

Það er verra með veðrið. Það virtist vita að nú er nóvember því strax á fyrsta degi þá hrökk hlýjan burtu. Í gærmorgunn virtist fólk óviðbúið og enn í sumarskóm ... í dag var fólk hlýlegar klætt frá morgni dags enda mínus tíu stig.

Sársaukadeildin á Sahlgrenska:

Ég fór í heimsókn á sársaukadeildina í gær; deild á tannlæknaháskólanum (við Sahlgrenska háskólasjúkrahúsið) sem ég vissi ekki að væri til fyrren frú Fagrafjalli datt í hug að senda mig þangað, útaf hvað ég var treg við að oppna munninn uppá gátt. "Specialistkliniken för orofacial smärta" heitir deildin og þar var Eva yfirlæknir sem hefur fullan skilning á því að manneskjan hangir saman líkamlega ... eða þarf að gera það; að hvernig við stígum niður getur haft áhrif upp í kjálka og hvernig við bítum saman og öfugt. Hún kom uppum mig. Ég bít saman alla daga og er með nefið of nálægt skjánum þegar ég skrifa ... læsi hnjánum eins og sofandi hestur þegar ég stend og er að kveðja!

Svo sendi hún mig í sneiðmyndarvélina í dag til að finna fleiri ástæður fyrir hvað ég er léleg við að opna munninn. Hm. Það sem doktor Nýmann taldi eðlilega aukaverkun (eftir geislameðferðina) eru doktorarnir á fjallinu sum sé að láta sér annt um. Og ég nýt athyglinnar að sjálfsögðu, þó mér finnist ég ekki aaaalveg eiga hana skilið með svo smávægileg vandamál!


4 Comments:

Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

Það er þýðing á hans verki Eins og steinn sem hafið fágar; þýðanda ekki getið (!) en trúlega er það Inge Knutsson, hann þýddi fyrri minningabókina hans Guðbergs og líka Svaninn ... Nú er ég búin að bæta íslenska titlinum inn í textann - spes fyrir þig :-)- nei án gaman þetta var fín spurning og af því ég ætla að vera áfram með munninn fyrir neðan nefið þá skellti ég til æryggis inn hlekkjum á umfjölunina sem ég nefni ... Um Guðberg og verk hanns finnurðu svo eitt og annað á www.bokmenntir.is
Með kærri kveðju :-)

1:32 PM  
Blogger kristian guttesen said...

Skemmtileg lesning og takk fyrir frá Elísabetu Elísabetarrót sem er löngu orðin leið á þessum skaparakjaftæði og skapandi kjaftæði, gæti alleins verið vitlaus þýðingu úr biblíunni og ef ég ýtti aldrei á delete takkann yrði nú ófagurt um að litat, Elísabet Elísabetareyðari.

9:17 PM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

Hmhm ... gott ef ég var ekki smá að hugsa til þín einmitt og skaparakjaftæðisþreytunnar!
En "Elísabetareyðari" virkar samt á mig sem svo róttækt hugtak að ég neita að taka það bókstaflega!!!
love you

1:33 AM  
Blogger Elísabet said...

kuuuuuuldi. eitt nothæft herbergi í húsi. kuuuuuuldi. hlakka tilað sjá þig. ertu að gefa út bók????

12:22 AM  

Post a Comment

<< Home