My Photo
Name:
Location: Göteborg, Sweden

Saturday, February 03, 2007

Mister Bragason og svo kemur Milos

Ég er kvefuð og held mig frá öllum dansi þessa vikuna, sem væri ákveðið afrek fyrir tangófíkil ef ekki væri hausverkurinn og heimagerðu og náttúrulega óviðráðanlegu nefdroparnir. Hef engan faðmað fyrren í dag ...(= daginn sem leið og er nú þegar í gær), þá fór ég í bíó með Önnu Mattson og við hittum Elínu T. og Helgu Jóns.

Held ég sé best í bíó en þó ekki hvaða bíói sem er :-) heldur þar sem eru mjúkir stólar með rauðu plussáklæði og nóg pláss fyrir fæturnar líka ... eins og á Drekanum við járntorgið. Þar sat ég lengi dags og sá þrjár myndir frá því kl. 15 síðdegis. Tvær eftir Ragnar Bragason, Börn og síðan þá nýju: Foreldrar. Sú síðari er framlag Íslendinga í norrænu kvikmyndakeppninni ... hún reyndist mér dramatískt daufari en sú fyrri, aðeins grárri og mýkri í sér og á ... Fínar myndir, sú fyrri ægisterk, margslungin og manneskjuleg ... sú síðari soldið erfiðari fyrir kollinn kannski? Leikstjórinn var mættur með eina aðalleikonuna og meðframleiðenda, nýkomin frá Rotterdamhátíðinni og geislandi af ánægju á sviðbrúninni. Þau lýstu skorinorð vinnunni við myndina sem byggð er á spuna og það árum saman!


Og á eftir Ragnari kom Milos Forman með nýjustu stórmynd sína Goya´s Ghosts (2006) með Jean-Claude Carriére sem handritshöfund. Þeir gefa spánska málaranum Francico Goya aðalhlutverkið (Stellan Skarsgård) að ógleymdri Natalie Portman sem leikur fleiri en eina mikilvæga vofu í lífi listamannsins ... og svo kaþólsku kirkjunni uppúr 1790 með þeirra tíma rannsóknarétti, og einnig með frönsku byltinguna sem sögusvið áður en yfir líkur. Skálduð saga með sögulegum hlutverkum.

Svo litríkt listaverk að mig tók að syfja þegar verst lét í blóðugum átökum og pyntingum.

Eiginlega fékk ég sæti fyrir slysni, sem er mér gáta því fullkomlega uppselt var fyrir löngu á þessa sýningu (verður fyrst frumsýnd í sænskum bíóum 13. apríl). Hélt ég þyrfti að láta mér linda það bíó sem það er að standa c.a. klukkutíma í biðröð, gafst upp og festi kaup á heimildarDVD fyrir "heimabíóið" og bók um kvikmyndagerð í Latínameríku, í en þá gerðist galdur ...

Leikstjóri og handritshöfundur á staðnum, þeir ætla að sitja fyrir svörum um hádegið á laugardegi. Já í dag sum sé því nýr sólarhringur hefur hafið göngu sína. Þá er auglýstur "masterklass" og mætti segja mér að fólk fari snemma í biðröð og að þakið rifni svo af Respect, sem spjallbar kvikmyndahátíðarinnar. Hm ... best að sofa smá.

*
p.s.

Það eru í allt 7 myndir fá Íslandi á dagskrá: Foreldrar, Börn,
Anna og skapsveiflurnar (2005, teiknimynd byggð á handriti eftir Sjón), Köld slóð og Astrópía (verk í vinnslu) sem verða með á lokuðum sýningum Markaðsdeildarinnar, auk kvikmyndanna Hrafninn flýgur og Börn náttúrunnar sem eru á 30 ára yfirlitssýningu hátíðarinnar.

1 Comments:

Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

haha! I have a very nice blog to ... just look att www.lyngogtango.blogspot.com

3:54 PM  

Post a Comment

<< Home