Af kvikmyndahátíð - á fundi með M.Forman
Milos Forman
á Kvikmyndahátíð Gautaborgar, í bakgrunninum Jannike Åhlund framkvæmdastjóri.
Myndir: © Kristín Bjarnadóttir
kb.lyng@gmail.com
Af gömlum vana fer ég meira eða minna í blaðamannshlutverkið á svona hátíð; smellti af nokkrum myndum í dag þegar ég komst nálægt manninum bakvið Gaukshreiðrið og Amadeus, Milosi Forman (fyrir miðju á neðri myndinni) og félaga hans, handritahöfundinum Jean-Claude sem í tvo áratugi hefur unnið með Peter Brook en nú með Milos í þriðja sinn (áður Valmot og Taking off 1971). Lengst til vinstri á myndinni er framkvæmdastjóri kvikmyndahátíðarinnar Jannike Åhlund, í sólskinsskapi að stjórna umræðum við meistarana sem lágu ekki á sínu við að skemmta og fræða upprennandi kvikmyndara og aðra áhugasama. Svo var Milos rækilega umkringdur af fólki á öllum aldri sem bað um eiginhandaráritun ... hann er sjálfur 75 ára í ár. Og þó hann hafi komið með spánskar afturgöngur í farangrinum (Goya's Ghosts) þá flaug hann hingað frá Prag þar sem hann er að setja á svið jazzóperu! sem vinir hans sömdu ... vinnur að henni með tvíburasonum sínum, en hann er sagður eiga tvö pör af slíkum ...
Saga Milosar er merkileg: fæddur í Caslav skammt frá Prag; níu ára varð hann foreldralaus þegar foreldrarnir lentu í Auschwitz.
Seinna Hollywo0d leikstjóri.
Segir drifkraftinn vera þörfina að sega frá ... og endursegja.
Finnst enskan enn þvælast fyrir sér ...
Vinnur með spuna og leikur gjarna kvenhlutverkin - sem hann á erfiðast með að skilja - til að finna "sálina" í þeim og skynja kringumstæður. "Vinnan með leikurunum er í aðalatriðum búin þegar upptökur hefjast, já áður en skipað er í hlutverk", segir Milos, "það er baráttan fyrir hlutverkinu sem gerir leikarann stórkostlegan, svo þegar hann fær hlutverkið þá er hann þegar orðinn eitt með því. Ég byrja ekki á því að setja í hlutverk því þá missum við af þessu ferli ..."
Seinasta myndin Goya's Ghosts er framleidd á Spáni - en leikin á ensku. Þemað er valdamisnotkun og kúgun þar sem hoflistamaðurinn Goya lúffar fyrir valdinu.
Segist hrífast af því sem er absúrd og af því hvernig sagan endurtekur sig. "Það sem gerðist í inkvisationen, varð ég sjálfur fyrir vegna nazismans. Og eitthvað álíka endurtók sig í nafni kommúnismans ... Það sameiginlega er að hverju sinni er sakleysið það fyrsta sem fórnað er", segir Milos. "... stranga hjúkrunarkonan mín í Gaukshreiðrinu var kommúnistaflokkurinn. Í þrátíu ár var mér tilkynnt hvað ég ætti að gera og hugsa, hvert ég ætti að fara og hvenær. Svo ... ég kannast vel við lífið undir þannig kringumstæðum."
Ráð hans til upprennandi kvikmyndaleikstjóra sem vilja eitthvað: "segðu sannleikann - en án þess að vera leiðinlegur". Nokkuð sem hann segir jafnframt vera flóknara en það hljómar.
Hann segir sannleikann hafa orð á sér að vera miklu leiðinlegi en nonsens, og með nonsens meinar hann til dæmis ævintýri ... "þau eru bull en þakklátt og skemmtilegt bull sem getur orðið mjög vinsælt".
Í augnablikinu er Milos upptekinn af jazzóperunni sem hann ætlaði að "hvíla sig" með, áður en hann komst að því að það er ekkert minna krefjandi að vinna fyrir leiksvið en kvikmynd, svo þegar hann er spurður útí næsta kvikmyndaverkefni segist hann bara ekki geta hugsað um það. "Nú er ég giftur þessari óperu, þá hugsa ég ekki um hverjum ég ætli að giftast næst ... ég get ekki verið giftur mörgum í einu!" En eitt af því sem er á döfinni er mynd byggð á sögunni Embers eftir ungverska höfundinn Sándor Márai.
Jean-Claude segir Milos heimsins besta casting-leikstjóra. Kýs að vinna náið með leikstjóranum á frumstigi, og svo aftur þegar kemur að klippingu. "Ég vil fá að varpa fram hugmyndum og fá viðbrögð á stundinni sem vísa veginn. Er hann með óánægusvip eða? Ef leikstjórinn er ekki með á hugmyndum mínum er engin ástæða fyrir mig að halda fast. Það er þrátt fyrir allt hann sem kemur til með að gera myndina". Hann kemur helst ekki nálægt upptöku nema eitthvað sé að.
*
En fyrir hádegi, þ.e. fyrir Milos og Jean-Claude fór ég í tíubíó! (Tók kaffitár með mér í skínandi kaffitársferðakollu frá Kaffitári, sem er varasamt þegar maður heldur hún haldi kaffinu í sér útafliggjandi, ef loku er fyrirskotið :-)).
Og það var mikið af góðum hlátrum á Drekanum í morgun, þegar Lars von Triers, Direktören för det hele var sýnd í tíubíói ... fínkúltúrskómedían með Friðriki Þór í einu framkvæmdastjórahlutverkinu og Benedikt Erlings sem túlk. Þétt setinn hlægjandi Dreki, semma á laugardagsmorgni.
Og það var mikið af góðum hlátrum á Drekanum í morgun, þegar Lars von Triers, Direktören för det hele var sýnd í tíubíói ... fínkúltúrskómedían með Friðriki Þór í einu framkvæmdastjórahlutverkinu og Benedikt Erlings sem túlk. Þétt setinn hlægjandi Dreki, semma á laugardagsmorgni.
Sænska myndin Darling, eftir Stokkhólmarann Johan Kling vann Norrænu verðlaunin í ár ... verið að úthluta í partíinu núna í kvöld.
Jannike Åhlund framkvændastjóri er framkvæmdastjóri hátíðarinnar er að hætta af persónulegum ástæðum ... þreytt á að búa í Stokkhólmi og vinna í Gautaborg ...
Marit Kapla er sögð næsti framkvæmdastjóri en það verður gert obinbert á morgunn.
4 Comments:
Takk bloggið þitt og einnig fyrir viðbrögð á okkar blogg. Já varðandi ofnæmið þá er það bara áfram lofthreinsitæki og ofnæmistöflur...
Ekki allir sem ná mynd af Milosi ... til hamingju!
haha ... ég á fleiri, bara nefna það
Flott blogg og fróðlegt .. takk fyrir mig kv. jóhanna
Post a Comment
<< Home