Maraþon milonga
Tangomaraþonið – 42 klst samfelld Milonga – á Södermalm í Stokkhólmi um síðustu helgi var meiri háttar. Fólk kom á föstudagskvöldi í stærri og smærri hópum, í pörum eða eitt og sér, ekki bara frá Svíþjóð endilangri og nánustu Norðurlöndum, en líka frá París Bonn Róm, frá Hollandi Ungverjalandi og Rússlandi ... Líklega var stærsti hópurinn 14 ungmenni frá Pétursborg. Flotttir dansarar og úthaldsgóðir. Meðal sex manns frá París var Daníelinn sem María Shanko dáleiddi í ársbyrjun svo hann brá sér til Íslands, mætti á janúarmilongu í Kramhúsinu! Meðal parísartangóara var líka frönsk Sigrid, sem ekki bara var einn af djídjeiunum, heldur heldur leið hún þannig um gólfið í tangóföðmum hinna færustu að ekki var hægt annað en fylgja henni með augunum ... og láta heillast af hvernig ekta ”ferrarifollower” sameinar fylgni og frumlega leikni. Svo mjúk og svo sterk. Fullkomnar flaujelshreyfingar. Sigrid var DJ frá kl. þrjú til níu á sunnudagsmorgni, og laumaði sér aftur á dansgólfið undir lokin. Þá kom tónskáldið, tangóarinn og tangoportalhöfundurinn Peter Bengtson og tók við tónlistinni þar til yfir lauk kl. þrú síðdegis (hann var einn af aðstandendum maraþonsins). Frá Íslandi komu Hallur og Jóhanna fljúgandi ... og urðu reynslunni ríkari. Meðalaldurinn var á að giska í yngri kantinum miðað við t.d. á Íslandi og upp komu skemmtilegar spurningar: Hvar ætli þetta fólk verði eftir 20 ár og 40 ár? Og hvernig er það á engin börn? Hvar eru þau ...
Svörin gætu orðið skrautleg ... svo ég sleppi að spá í þau hér!
En síðari lotan mín á maraþoninu varð útaf fyrir sig lengri milonga en ég hef áður reynt, eða frá kl. 17 á laugardegi til kl. 10:30 á sunnudagsmorgni. Þá voru næturhrafnarnir flestir horfnir út í daginn og svefninn og svefnpurkurnar - sem lögðu sig um miðja nótt – að tínast til baka. Miðaldra herrar í óða önn að hitasig upp fyrir daginn, dönsuðu við hvorn annan ...
*
Á heimleiðinni bilaði lestin. Ég tók rólegu lestina því X2000 gefur stundum tilefni til sjóveiki. En farartækið urraði og stoppaði svo í snævi þöktu landslagi einhverstaðar skammt frá Tröllaskógi. Lestarstjórinn vippaði sér út og taldi sig laga ólagið ... og áfram runnum við um hríð. Svo kom nýtt stopp. En öllu reddað í rólegheitum, aðstoð barst og lestin með hvern vagninn attaní öðrum dregin á næstu brautarstöð og þar var farþegum dreift í næstu viðeigandi lestir allt eftir því hvert við ætluðum. Ég endaði í X2000 og varð soldið sjóveik.
Nú er ég heima hjá mér aftur en röddin mín bilaði smá og fór svo – í dag forðaði símasölustúlka sér strax úr símanum þegar hún heyrði í mér - ég á von á henni til baka fljótlega – röddinni - en datt í hug að láta vita af mér hér svona hljóðalaust!
Hefði viljað vera á Íslandi í dag að hlusta á ekkju Borgesar ... í Hátíðasal Háskólans. Örugglega skemmtileg dagskrá þessa dagana útaf opnun Cervantes setursins ...
6 Comments:
já hér er búið að stofna cervantes stofu, þórbergssetur, laxnesseitthvað og ég veit ekki hvað, í tilefni af þessu hef ég hafið undirbúningi að stofnun ELÍSABETAR-KLÓSETTSINS.
Frá elísabetu sjálfri. :)
og gaman að öllum þessum danzi og öruggu örmum. is it a save place anyway. i doubt it. perhaps when you stop dancing. or is stop dancing not a save place and dancingh is. svefnpokagarmurinn sem dansar á hverjum degi í eldhúsinu sínu.
elísabet ;) :) :þ
Elsku láttu mig vita þegar þú opnar Elísabetar - Klósettið! Ég mæti. Ballklædd.
Já elísabet mín, þetta var hugsun sem ég hef ekki þorað að hugsa upphátt, en auðvitað er dansinn eini öruggi staðurinn í heiminum ... eða kannski réttara sagt þú sjálf í dansinum í örmunum (alvöru og ímynduðum), í laginu (í tónlist og útlínum), í svefnpokagarminum í ...
skrítinn dagur. í morgun hugsaði að ég saknaði stjórnarformannsins og þá sendi hann ímeil og var til í að lesa söguna mína.... svo leið og beið dagurinn og kom að kvöldi og þá hitti ég meistara undirvitundarinnar sjón og eftir það varð ekki aftur snúið, sagan tók snúning.... snúning á sveitaballi. svo vitnar elísabet á guðsvegum
... og pældu í því Sara Stridsberg fékk norðurlandaverðlaunin í bókmenntum. Bara nafnið, hefði næstum dugað, þótt hún væri nú ekki að skrifa þessar brennandi og djörfu skáldsögur sem ég á alveg eftir að lesa!
Post a Comment
<< Home