P.S. 30. Kvikmyndahátíðin í Gautaborg
1 . Til að sjá fréttir með mynd af nýja framkvæmdastjóra Kvikmyndahátíðarinnar - Marit Kapla - má t.d. smella
hér.
2. Og ef einhverjum þykir dularfullt að haldið er uppá þrítugsafmæli hátíðarinnar í ár, þá er til skýring: Hátíð milli nr. 12 og 14 var aldrei haldin af (hjá) trúarlegum ástæðum.
3. leiðrétting: það var víst (!) norsk mynd með í keppninni um Norrænu kvikmyndaverðlaunin: Den brysomme mannen eða The Bothersome Man, leikstjórn Jens Lien og handritshöfundur Per Schreiner (Norge, 2006). Myndin vann alþjóðlegu gagnrýnendaverðlaunin/kritikerpriset.
Jens Lien (f.1967) er menntaður í London, fór þangað sem hljóðfæraleikari - rokkenrollari - og kom til baka sem kvikmyndaleikstjóri, með bíómyndina Jonny Vang.
Þetta þýðir að í allt kepptu átta myndir til úrslita um Norrænu kvikmyndaverðlaunin. (Bloggari biðst velvirðingar á fyrri rangfærslum.).
10 Comments:
gaman að lesa um hátíðina
Unnur
Datt loksins aftur inná bloggið þitt í dag. Frábært að fá allan þennan fróðleik um góðar bíómyndir - vona að við fáum að sjá eitthvað af þessu hér heima. Ein spurning í lokin - afhverju heitirðu allt í einu Lyng??
kveðja, Linda
hm, ég veit eiginlega ekki af hverju ég heiti allt í einu Lyng! en þetta er einhver sameining í bloggsíðunum mínum sem gerðist nánast óvart, og útgáfubloggið mitt kvittar fyrir sig með Lyng (sjá www.lyngogtango.blogspot.com)
en er þetta annars ekki bara liput og fallegt ættarnafn? Stinacita Lyng, ha?
held mér hafi tekist að breyta nafninu til baka :-)þannig að það byrtist á síðunni, þótt önnur tæknileg vandamál reki á fjörur mínar, eins og hverngig hægt er að búa til tenglasafn ...
Gaman að fá fréttir af kvikmyndahátíðinni í Gautaborg en verst hvað maður fær heimþrá þangað við lesa þetta. Ég er annars að koma í heimsókn , kem næsta laugardag og verð í viku . Hef samband þegar ég er komin á svæðið og búin að knúsa barnabarnið svolítið. kv Nafna Hjörleifs
Ég átti alltaf eftir að segja þér hvernig mér fannst bókin þín. Ég las hana í nánast einum rykk, fljótlega eftir að ég flutti til Brighton. Og ummmm....hvað hún var skemmtileg. Og ég sem sagðist ekki hafa gaman af ljóðum. En ég las þetta bara eins og sögu. Ég hef náttúrulega svo gaman af öllu sem er S-Amerískt, mér tókst að setja mig í þín spor og ég var næstum því komin sjálf til Buones Aires. Nú er ég enn ákveðnari í að fara þangað einhvern daginn.
Jæja hafðu það nú gott elsku frænka og takk enn og aftur fyrir jólagjöfina.
Hlakka til að sjá þig nafna mín Hjörleifs, og helst barnabarnið í kongungsgarði líka ...!
Og gaman að fá svona bókakomment frá Brighton! freystandi að fá að líma það inn á útgáfubloggið www.lyngotango.blogspot.com
Las fróðlega lýsingu á viðureign dr.freylittle við breska bílameningu ... tókst bara ekki að kommentera enn Freyja mín, en til hamingju með þessa mjög svo krúttlega bílatípu!
hm skil ekki af hverju ég skrifa eins og útlendingur t.d. þegar ég kommentera!
2.Leiðréttingar: "bílameningu" á að vera bílamenningu, og næstsíðasta orðið "krúttlega" á að sjálfsögðu að vera krúttlegu ...
maður þorir ekki annað en að kommentera, annars er maður hengdurr uppá löppunum, í kjól og þá sést allt nema augun, frú lyng, ertu að reyna komast í leikrit eftir ibsen eða g.kamban eða sigurjónsson, ég er hér með eina spurningu, hvað myndir þú segja ef þú sæir fjóra svani. sendi þér frið úr indianaþorpi, það voru engir indíanar þar, það var búið að fryrirkoma þeim, ogt þeir fá ekki að koma í mollið en hér er mjög ódýrt bensin svo maður komist í mollið, þetta var reyndar sætt moll og venus á himni.kveðja.elísabet prellaprina
jamm. held ég sé nú þegar með í nokkrum leikritum eftir þá höbbðingja, sérstaklega sigurjónsson auðvitað.
Svar: ég myndi segja við svanina: ég elska ykkur alla sem einn ...
bið að heilsa ammeríku!
Post a Comment
<< Home