My Photo
Name:
Location: Göteborg, Sweden

Tuesday, February 20, 2007

Draugur eða ekki draugur - í búningsklefa orðanna


- Ég er nú hreint ekki sammála þeim íslenska sérfræðingi sem ekki sá nein nein sár, tilkynnti Doktor Nymann mér þegar hann var búinn að skoða mig og tína af sér speglana. Hann var alls ekki með á draugaverkjakenningu þeirri sem var verið að gleðja mig með heima um áramótin. Ljósi læknirinn minn hann Nymann staðfesti þar með að ég finn ekki endilega til útaf vanstilltum taugum ... frekar útaf sárum sem enn vilja ekki gróa, þó allt líti mjög vel út lækningalega séð ... og ekkert alvarlegt mein á ferðinni lengur. Júbbý!!! Ég er varla búin að átta mig á léttinum ...

Það sem angrar mig eru sum sé þrátt fyrir allt bara þrálátar aukaverkanir af krabbameinsmeðferðinni, í þessu tilviki einkum Brachyterapíunni.
Ég er með tvö sár - þau teiknaði hann fyrir mig með rauðu inn í mynd af munninum - akkúrat þar sem þræðirnir sátu annar í tungunni og hinn í hálsinum rétt hjá. - Þarna fékkstu öflugustu geislunina, útskýrði dr. Nymann og sagði það gerast stundum að sár tækju sig svona upp, ef um sýkingu væri að ræða. - Þá getur tekið nokkra mánuði að gróa - kannski þrjá - svo það er bara um að gera að hlúa að þannig að líkaminn geti læknað sig sjálfur, sýking eins og flensa tefur að sjálfsögðu batann ... Doktor Nyman var sumsé eins og hugur minn, fannst flott ég skuli vera að fitna og studdi mig eindregið í þeirri kenningu að best væri að sleppa því að pína sig með óþægilegum og svíðandi mat og drykkjum og um leið geta sleppt því að deyfa sig með verkjalyfjum. (Hann bara einsog hló í hljóði þegar ég talaði um tunguleikfimina og baslið við að fá krabbameinið úr kollinum ... hafði t.d. aldrei heyrt talað um að það gæti stokkið uppá hvirfil.).

Svo nú held ég bara áfram að borða elskulegan mat og ekkert sem meiðir, enda búin að átta mig á að munnurinn - með öllu sem í honum er - er einn elskulegasti hluti líkamans ... hann er ekki bara búningsherbergi orðanna ... eða þannig.

*

Eftir vorviðrisdaga fór allt í einu að snjóa í kvöld! En á morgunn tek ég lestina til Stokkhólms. Ætla ekki bara að sjá Dauðadansinn á Dramaten ... því um helgina er Tangómarathon í höfuðborginni ... þá er dansað í 42 tíma, frá föstudagskvöldi til sunnudagssíðdegis. Hundrað og fimmtíu tangóarar náðu að tryggja sér pláss áður en auglýst var sagt stopp því staðurinn er ekki stór ... en þáttakendurnir koma frá 18 löndum. Svo er bara að sjá hvað maður endist!

Og ef einhvern langar að sjá smá tangó á netinu þá er nóg af upptökum með stærri og smærri stjörnum ... eða hvað finnst ykkur td. um þessa með amerískum Hómer og hoppandi Charity

Kannski frekar klassískan tangóvals með argentínska parinu Julio Balmaceda y Corina de la Rosa?

13 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Góðar fréttir af "búningsherberginu"
Vona að þú sért ein af þessum 150 sem fengu miða í Stokkhólmi. Kær kveðja. Þín Bogga

5:11 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hej coola pantern. jag fattar inte allt du skriver om, men jag hoppas att du snart blir bättre i munnen. Du får bara äta mjuk mat nu, inte knäckebröd och sånt. Det var fint det du skrev om munnen som ordens rum där de mognar. Jag tror att jag fattade det rätt. När du är i Stockholm kan du ju ringa till bävern och gå och titta på kolonistugan. Vet du hur det har gått för boken på Island? I dag har jag varit på Agora och pratat om och läst ur min bok. Just nu säger de på tv att de ska ha en kurs om hur man jagar varg,fast man får inte det, säger de. Bara de inte jagar pantrar eller pumor så får vi vara glada. Inte bäver heller... Jag har fått en bok om bävrar. Den handlar om hur de bygger sina hus i vattenbrynet, bl a. Var bor du nånstans och vad gör du? Jag kan ringa till dig någon dag. Kram lillpuma

10:25 PM  
Blogger Anna Magga said...

Ég velti því nú fyrir mér, hvernig þessi sár koma út í landslaginu, skyldi vera utanvegaakstur í Jörundarfellinu....

11:26 AM  
Anonymous Anonymous said...

Takk fyrir að kommentera! Er búin að vera í hvarfi(frá netinu) sem endaði á maraþomilongu, því auðvitað var ég búin að tryggja mér miða :-)

1:33 AM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

hej Lillpuman .. vi kanske bör gå på vargjakt då, jaga bort vargarna i alla fall innan vargarna jagar oss ... eller? Det har visst gått några dagar nu ... så vi kan höras ... ha det cool i vattenbrynet, det önskar Pantern med ett par kramar från västkusten

1:44 AM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

haha fín pæling Anna Magga, þetta með utanvegaaksturinn ... ég legg til að þú svipist um eftir leiðum utan í Öxlinni ... eða Axlaröxlinni ...

1:51 AM  
Anonymous Anonymous said...

jæja ætli gangi nokkuð að kommentera frekar en fyrridaginn. tilhamingju með að þetta voru bara sár og hugsaðu hlýlega til þeirra svo þau grói. komin heim frá ameríku annars og það væri gaman að fara með til stokkholmi. bið að heils stokko. vona þú sjáir einhvern sætan. ég er að skrifa leikrit sem er búið svo það er kannski draugaleikrit. já og svo er ég snillingur og vantar bara rauða kvenskó tilað sanna það. elísabet

2:20 AM  
Anonymous Anonymous said...

sá gone with the wind, sweet little sunshine, the road to gvantanamó, new york new york, hide and seek, leonard cohen, og myndina um borat sem vann gullpálmann og er meistaraverk. very nice. very nice. fór í sund í dag, fór yfir strikið þegar ég skrifaði manninum sem mér finnst sætur, mamma heldur að einhver óprúttinn náungi hafi sett þetta strik þarna einsog öll önnur leiðindastrik. mamma er æði. mér hefði ekki dottið í þetta svona með strikið. HVER SETTI ÞETTA STRIK ÞARNA. HA HA HA. og svo er byrjað að sýna nýjustu mynd jim carry, 23. ef einhver veit það ekki þá elska ég hollywoodmyndir, mér er sama hvað þið segið. ég stakk bara uppá því hvort hann vildi sofa hjá mér enda er svo gott að sofa hjá mér. heyrðu og já veistu hvað einn maður sagði við mig um daginn, 21 árs eða eitthvað: þú getur heillað hvaða mann sem er uppúr skónum. ég ætla hafa þetta á legsteininum mínum. spurning hvar rauðu skórnir eru. ég er svo æðisleg. sakna þín stína litla og þinna skapofsakasta, hahahahahahahahhahahahahahha, og ég er núna búin að skrifa samræður sem byrja svona, we have to talk, lets talk, ....ég sendi þér ljóð í gær, en þá ert þú í stokkhólmi að gera allt vitlaust einsog fyrridaginn og bið að heilsa öllum brúm. ég elska brýr. og langar í eina sem ég get skreytt reglulega. your same old prellaprina. take care.

2:26 AM  
Anonymous Anonymous said...

hún var í rauðum kjól og batt slaufur á brýr og svo fékk hún harmóníkkuleikara tilað spila undir dansi og undir brúnni rann lækur sem kom úr fjallinu.

prella prina ljóðskáld.

2:30 AM  
Anonymous Anonymous said...

heyrðu mig heillandi prellaprína ... þetta með strikið, ég hugsa þú ættir að segja þessum óprúttna sem örugglega setur strikið svona eftirá að það sé einmitt bannað að setja strik eftirá, ha?
Ég les ljóðin þín áfram afturábak ...

6:55 AM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

... og flottur lækurinn þinn undir brúnni!
velkomin heim prella prina ljóðskáld.

6:59 AM  
Anonymous Anonymous said...

þetta eru ein bestu strik-rök sem ég hef lengi heyrt, þú og mamma vita greinilega allt um lífið og strik sem eru ekki einusinni til. einnnnnnnnnmitttttttttttttt. alltaf núna að skrifa leikrit. setningin með svönunum reyndist vera svona: where is my hat/ your hat/ yes where is my heart/ what/ my hat/ you said your heart/i have no heart/you have no heart/ofcourse i have/ and so on.frá ellustínuprelluprínukarólínuommelettu.

1:23 AM  
Anonymous Anonymous said...

heldur betur hjartans (h)ljóð í elsku leikandi leikritinu þínu ...

4:29 AM  

Post a Comment

<< Home