My Photo
Name:
Location: Göteborg, Sweden

Monday, February 12, 2007

dans - minningar - aðrir dagar

Ég er aftur byrjuð að dansa ... flensa með tilheyrandi hitaköstum búin að vera!

Fór og heilsaði uppá tangófólkið á síðdegismilongu laugardagsins Las Tardecitas, að vísu var nefrennslið á góðri leið með að stoppa mig því það fór á fulla ferð um leið og ég ... nema hvað, dansinn virkaði þó eins og bremsa ... á nefið. Eftir að hafa þagað í c.a. viku brá mér dálítið að heyra hljóðið í sjálfri mér, það voru rámir tónar og ryðhljóð sem ruddist úr mér þegar ég hitti fólk sem ég hafði ekki séð lengi ....
Í gær sunnudag demdi ég mér svo í salsatíma. Sá tími var svo fljótur að líða að ég náði ekki einu sinni að svitna.


Annars stendur mér ekki á sama hve föst ég er í kakóinu og kannski umfram allt rjómanum, er haldin þeirri þráhyggju að ég komi engu niður nema með rjóma, helst þeyttum.

Diana Toxværd, tangódansari í Kaupmannahöfn m.m. var að deyja úr krabbameini, þann 31. janúar s.l. Það kom fram á www.tango.dk að hennar var minnst á föstudagsmilongunni á Tingluti.

Tónleikar í minningu Manuelu Wiesler - sem barðist hetjulega árum saman við sitt krabbamein - eru haldnir í dag hér í Gautaborg, á Artisten en hún var prófessor við Tónlistarháskólann hér seinustu árin og forstöðumaður diplomdeildarinnar, þótt hún byggi í Vínarborg, væri fædd í skógarjaðri í Braselíu og hafi lengst af lífgað uppá Ísland ...

Blessuð sé minning þeirra.

*

Ann Elkjär flautuleikari spurði hvort mér yrði ekki öðruvísi bilt við þegar fólk allt í kring er að deyja úr krabbameini eftir að hafa verið veik sjálf og ég heyrði mig svara með einhverri langloku um að mér finnst ekki lengur að verið sé að plata mig ... með þessum týpísku hringlandafréttum: veikur - ekki veikur, dauðvona - hress og bjartsýn, veik - ekki veik, dáin. Nú veit ég að það er sjúkdómurinn sem "platar" mann ... veit að það er hringlandinn og óvissan sem litar lífið með krabbameini meðan maður er að læknast af því, læra að lifa með því til bráðabirgða og kannski varanlega ...

Hver dánarfregn verður meira eins og áminning um að maður tilheyri þeim heppnu; ég verð ekki hræddari en áður, en kannski þakkátari fyrir lífið ... kannski loks búin að læra að hugsa passlega langt fram í tímann og þakka fyrir hverja stund sem hægt er að njóta. Soldið spúkí ferli þetta með að verða aftur frísk og fá svigrúm og krafta til að fatta hvað maður gekk í gegnum.

Nýlega datt ég inn í dagbók kornungs manns, sem er að ganga í gegnum geislameðferð á háls og höfuð og lýsir ferlinu, með tilheyrandi næringarvandamálum og þreytunni sem ekki er hægt að hvíla sig frá ... hann heitir Kári, og er hreint ótrúlegur í þroskaðri afstöðu sinni, - eins og fleira ungt fólk sem virðist ná sambandi við það kraftaverk sem það er um leið svona átök byrja - en þessi drengur er auk þess slunginn penni svo unun er að lesa.

Síðastliðið vor þá fann ég ekkert blogg á íslensku sem lýsti þessu ferli, þegar maður hættir að geta nærst og hvílst ... hvað þá að einhver væri yfirlýstur kakóholic :-); ég er strax farin að hlakka til þegar Kári opnar nýjan stað, þar sem hægt er að velja tegund og styrkleika á súkkulaðinu, rétt eins og hægt er að velja hvernig maður vill fá kaffið ... ég saknaði þess í Reykjavíkurskamdeginu þegar ég var heima og þræddi kakóstaði miðborgarinnar, yfirleitt kom ekki til greina að biðja um ööörlítið sterkara; bannað að bæta extrasúkkulaðiflísum útí!

6 Comments:

Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

æ ... einkennilegt! ég sem ætlaði að gera það auðveldara að kommentera, er bersýnilega búin að gera það erfiðara
... botna ekki alveg í þessu.
Ég er sumsé búin að fá fleiri kvartanir útaf kommetntabasli.
takk fyrir allar tilraunirnar Bogga ...en kannski vilja fleiri láta reyna á það að sleppa passvord og blogga anonymt.

1:14 PM  
Anonymous Anonymous said...

Prófa núna úr minni tölvu.Bogga

1:51 PM  
Anonymous Anonymous said...

Núna gekk það án þess að nota password.Prófa imailið líka. Bogga

1:53 PM  
Anonymous Anonymous said...

Það gengur ekki enn með tölvupóstinn sennilega einhver bilun hjá mér. Gott að hitt gengur. Kv. Bogga

2:09 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ! prófa að kommentera án nafns. Þú ert dugleg að blogga, gott að þú ert farin að dansa eftir flensudaga og kvikmyndahátíð. Það kom okkur á óvart að frétta af láti Diönu Toxværd, fréttum það frá Kaupmannahöfn, áður en hennar var minnst á Thingluti, en vissum ekki að hún hefði verið með krabbamein, fyrr en við lásum bloggið þitt.
Kveðja
Stella

5:48 PM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

takk takk kærlega fyrir komment; jú Stella það var Svanacita sem var að spyrja mig eftir Díönu og upplýsti mig um leið ... þetta skýrir líka af hverju hún dansaði stundum og stundum ekki seinustu misserin t.d. þegar Ole var að sýna.

7:09 PM  

Post a Comment

<< Home