My Photo
Name:
Location: Göteborg, Sweden

Friday, May 11, 2007

"b erör mig" og annar dans

Hef líklega hætt að hugsa á íslensku síðustu vikurnar. Það gerist þegar ég er að vinna á sænsku.

Ég truflast ef ég fer að láta mig dreyma of mikið á móðurmálinu og þá hefur ritstjórinn ekki við að leiðrétta mig. Danskan er þó verst, hún læðist inn í sænsku stafsettninguna um leið og ég hugsa hálfa hugsun á danamáli, svo lúmskt að stafsettningarforritin sjá ekki við því.

Það kom grein eftir mig um dans á Íslandi undir fyrirsögnini Det våras för dansen på Island, með viðtalali við Ólöfu Ingólfsdóttur í seinasta númerinu af Danstidningen í Stockhólmi. Blaðið á að vera til á Bókasafni Norræna hússins, þ.e. tölublað nr. 2, 2007 . Og svo er auðvita ð hægt að panta áskrift á netinu:
http://www.danstidningen.se/

Í næsta blaði, júníblaðinu sem er 3 tölublaðið í ár, kemur grein eftir mig með viðtali við Gilda Stillbäck, nútíma dansara, danshöfund og tangódansara í Gautaborg, um sýningu sem hún hefur samið í samvinnu við argentínska dansarann Ezequiel Farfaro, undir titlinum b rör mig.

Það verk var frumsýnt í desember 2006 og er búið að heimsækja Buenos Aires, var sýnt á Cambalache hátíðinni þar. Ég sá sýninguna svo seint sem í fyrrakvöld, á Pusterviksteatern. Fín sýning. Mjög mögnuð á köflum, og aldrei leiðinleg, (meira að segja tangófólkið í Gautaborg stóð upp og fagnaði innilega!). Nútíma Dansleikhús sem einsog klæðir tangóinn úr yfirhöfninni og snýr svo fóðrinu út ...


Í upphafi voru hendur að dansa naktar í vatninu.

Í upphafi voru hendur að dansa fætur í vatninu.

Í upphafi voru hendur að dansa áttur í vatninu.


*

PS. Ezequiel dansaði um árabil við Milena Pleps, og um tíma við Lucía Mazer en í ár kennir hann á tangóhátíðum í Evrópu með Eugenia Parrilla, sem dansfélaga.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home