My Photo
Name:
Location: Göteborg, Sweden

Monday, April 16, 2007

Kambódíönsk áramót

Ég held það sé gamlársskvöld. Síðasti dagurinn af þremur sem kambodíanar halda veislu til að kveðja gamla árið og fagna nýju; hjá þeim er ár gríssins að hefjast og sé það sami grís og í Kína þá er það eldgrís og ekki gullgrís!

Það var veislumatur í tilefni áramótanna hjá Zabbar formanni sænsk kambódíanska bókmenntafélgasins á aðalfundi félagsins í kvöld. Ég var búin að gleyma að Kambódía er þessum c.a. sextíu dögum á eftir Kína með áramótin, en þar byrjaði eldgrísaárið þann 18. febrúar. Sem betur fór missti ég ekki af neinu því mætti ég af stakri skyldurækni útaf að ég er í stjórn félagsins, þrátt fyrir að Phnom Penh og Kambódía öll sé mér framandi; fer ekki þangað nema mér sé borgað fyrir, því þar er víst enn enginn tangó. En auðvitað ýmislegt annað; ljósmyndarinn Anders Jiras er kominn úr hálfsárs dvöl í Kambódíu með myndir úr dans og leiklistarlífinu og sýndi okkur myndir úr sínu safni. Sjón er sögu ríkari þótt á kyrrmynd sé: http://www.jiras.se/

Hér er veðrið nákvæmlega jafn ótrúlegt og ég geri ráð fyrir að sagt sé í fréttunum... sum sé sólskinssæluveður dag eftir dag. Í gær vígði ég helgigönguskóna mína, fór í gönguferð inn í friðaða Beykiskóginn hér úti í Jonsered með æskuvinkonu minni frá Eyri við Ingólfsfjörð og við fundum Torpet Freden í rjóðri uppá hæð, lítið hús með blómaveggfóðri, antíkarni og heimilislegum tréhúsgögnum. Þar voru konur sem biðu með heitar vöfflur og kaffi og kakó ... búnar að vera þarna á hverjum sunnudegi í allan vetur af frjálsum og fúsum vilja en hætta því svo þegar sumarið kemur fyrir alvöru. Þær hittast þarna í sjálfboðavinnu og taka á móti fólki.

Bryggjutangóinn undir Elfsborgsbrúnni við Rauða stein byrjaði þann dag en ég gleymdi mér í skóginum.

11 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Gott að frétta af þér í góða veðrinu. Hér er ennþá mjög napurt enda síðasti vetrardagur og spáð frosti í kvöld. Stórbruni í miðbæ Reykjavíkur í dag, hús á horni Læjargötu og Austurstrætis að brenna,slökkvistarf stendur enn yfir. Reykinn leggur yfir miðbæinn og hingað vestur eftir. Annars allt gott að frétta.
Heyrumst!
Stella

8:36 PM  
Anonymous Anonymous said...

Já, það jafnast ekkert á við góða gönguferð á góðum gönguskóm og það skemmir ekki fyrir ef veðrið er gott, ég tala nú ekki um ef vöfflur og kakó eða kaffi bíða manns á áfangastað. Sumardagurinn fyrsti á morgun, ekki mjög líklegt að stuttbuxurnar verði dregnar fram þá, hins vegar líklegt að farið verði í göngutúr og þá í Elliðaárdalinn, en það er sérstaklega gaman að labba í dalnum núna þar sem hin ýmsu tré ávarpa þig með háttbundnum hrynjanda eða texta í lausu máli (sett í trén í tilefni ljósahátíðarinnar í vetur). Hafðu það gott í sólinni og sumrinu. Bestu kveðjur kveðjur héðan frá Íslandi, Jóhanna og Hallur.

11:11 PM  
Anonymous Anonymous said...

TAkk kærlega fyrir þessar sumarkveðjur ... já og fyrir veturinn!

leitt með svona bruna, hlómar eins og sögulegt timburhús sé að brenna ...

Vissi ekki að trén væru talandi enn!
gaman að heyra af þessum í Elliðárdalnum; hef sjálf bara einu sinni hitt tré sem töluðu mannamál og þá var það einmitt íslenskur listamaður sem hafði gefið þeim rödd, í merkum trjágarði Trädgårdsföreningen hér niður í miðbæ Gautaborgar.

1:35 AM  
Anonymous Anonymous said...

sástu mig inní þessu húsi. það var verið að segja mér Gautaborg rokkar. þeas. Gautaborg er mest kúl borg í Svíþjóð, já sona er þetta, hér er sól en líka kuldi, en samt ekki kuldi, opið út, ég er á leiðinni í bað og í afmæli til Ísleifs Illugasonar, takk fyrir að lesa söguna mína, ástartakk, hef verið að selja Minningabók og hvaða æskuvinkonu átt frá Eyri við Ingólfsfjörð, ég er tengd þeim stað, jæja Kristín, já svo fer Jökull að koma heim og Garpur að flytja í íbúðina sína og ástin er, vill að maður undrist hana, en gleypi hana ekki í sig. ég spurði ástina loksins, ég hafði hinbgað ttil verið að segja henni allt, hvernig ég vildi hafa þetta, en alltíeinu datt mér í hug að spyrja ástina og hún sagði: undrastu!!!

4:16 PM  
Anonymous Anonymous said...

turftir tu ad fa ther gugglemeil. eða gmail. eg kemst ekki inna heimsveldid utaf einhverju rugli. thin elisabet

8:59 PM  
Anonymous Anonymous said...

Vinkona mín er ein af fleiri fögrum systrum frá Eyri,sem komu stundum sjóleiðina í skólann; hún hét áður því Ásdís, en nu Farhatja og er Gunnarsdóttir.

Já, Gautaborg er getur verið kúl, sumir segja alþjóðleg, fjölmenningarleg og svona ... ekki hætta að undrast!

9:49 PM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

jú ég þurfti einmitt gmail á þetta blogg allt í einu eins og uppúr þurru. en er ekki heimsveldið moggablogg? kann ekki reglurnar þar.

9:52 PM  
Anonymous Anonymous said...

nei þetta er gmail blogg og ég skil það ekki enn. gunnarsdóttir, það þýðir að pabbi hennar er sennilega gunnar stórvinur minn, við sungum saman á sveitaböllum í trékyllisvík, vegir liggja til allra átta, ég elska sveitaböll, held ég sé sveitaball, og það er vor og ég er að kyssa strák undir vegg og hann fer undir treyjuna mína og enn meira vor. FRUMSÝNDI DANSVERK Í DAG. ÁSTIN Í STIGANUM. MEÐ TVEIMUR DÖNSURUM, ANNAÐ DANSVERKIÐ MITT. unaðslegt, unaðslegt, unaðslegt, það var svo unaðslegt. elsku krúttið mitt, krúttstínabínafínakrúttfrútt

12:52 AM  
Anonymous Anonymous said...

Til Hamingju, innilega til hamingju baby blóm, með dansverkið verkið Ástin í stiganum! Ég mætti á frumsýningu, ég var fiðrildið á veggnum sem einblíndi niður stigann ...

10:02 PM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

kannski þarftu þá að vera með geimeil ... ég get sent þér svoleiðis boskort

10:04 PM  
Anonymous Anonymous said...

Sæl Ásdís eða Farhatja er ná frænka mín Pabbi og hún er systkynabörn.ekki ert þú með e-mail hjá henni eða heimasiðu ?
sjá mínaq heimasíðu www.123.is/gudjono

kv
Guðjón Ólafsson

11:57 AM  

Post a Comment

<< Home