Augnablik
Hamingjan kom heim til mín með strætó í nótt því ég gleypti hana í mig á Milongunni. Við eigum sum sé samleið eina ferðina enn hamingjan og ég! Ég veit ekki hvernig hún gerist en heimurinn eins og vex, verður þungur og léttur í senn og maginn dimmur risastaður barmafullur af öryggi og engin þörf að flýja ...
þar er líka hægt að lifa með lokuð augu.
Ég byrjaði kvöldið með heimsókn í opinn spænskutíma á tungumálakaffinu Språkcaféet við Esperantoplatsen þar sem allir babla spænsku við stærsta borðið á fimmtudögum og svo beint í tangóinn á Oceanen. Og þar beið mín hamingjan! Lúxusdansari sem býr í Hollandi var í heimsókn og þvílíkur dans sem við dönsuðum! Tangó og Tangóvals og ég varð alger drottning og svo þetta faðmlag þar sem maður dansar þétt þétt og býr til samtal sem engin orð ná yfir. Stuttu seinna auðnaðist mér að dansa við uppáhaldsdansarann minn hér í Gautaborg sem fær mig til að finnast ég dansa eins og engill .... Þannig kom hamingjan sem fylgdi mér heim um miðnættið; kom þegar ég vænti einskis (nema að fá smá vináttuspjall við tangótekarann Riku sem ég vissi að átti að djídjeia).
8 Comments:
Frábær pistill, djúpur og ertandi. Megi augnablikin raðast upp í langa perlufesti í lífi þínu elsku Kristín,
þín Unnur
love you tooo!
mér sýnist dansinn gera við þig einsog skáldskapurinn gerir við mig, eða reyndar margt gerir við mig, já gerir við mig, einsog ég sé á verkstæði og sé biluð, börnin, barnabörnin, vindurinn, vinirnir, ferðalögin, bækurnar, leikhúsið en dansinn þinn fær mann tilað langa dansa langa dansa, annars er heimsveldið nú í mikilli þenslu og ég fer ekki út úr húsi ef eitthvað skildi koma og nenni ekki í sund eða neitt og keypti páskaegg í gær númer fjögur með grænni furðuveru og málshætti sem ég veit ekki hver er, en einsog ég segi og vitna í systur mína, djúpur og ertandi... me as a dirty old woman. ha ha ha. elísabet
Takk fyrir að lofa mér og okkur öllum að taka þátt í hamingjuaugnablikunum með þér. Það er ómetanlegt.Þín Bogga
já maður verið meiraðsegja soldið hamingjusamur, soldið hamingjusamur, ég myndi segja hamingjusamur, já hamingjusamur, í hamingjudalnum uxu blómin, hamingjublómin, .... elísabet... það veit hamingjan.
Hæ! bara stutt kveðja héðan frá Brighton,sólin skín og líf og fjör við ströndina, en samt of kalt til að fækka fötum. Erum aðeins búin að kynnast tangólífinu á staðnum.
Heyrumst! Stella
Takk fyrir kveðjurnar Unnur, Elísabet Bogga og Stella ... allar saman! svo ljúft að fá kveðjur úr ykkar sólskinshæðum og ströndum ...
Kíktu á
http://www.dr.dk/Tema/ Tegneserie...70113104413.htm
Stella
Post a Comment
<< Home