Myndasaga
Það væri synd að segja að ég skrifi dagbók hér, en kannski ég gæti gert mánuðarlega pistla! Og þetta hefur verið svo myndrænn mánuður
að ég ætla að gera tilraun með ljósmyndasögu ef mér tekst að lokka meira en eina mynd hingað inn ...
Til að byrja með af mér og ítalska söngvaranum Michele Vietri á Tangóhátíð í Málmey. Sú hátíð var reyndar í apríl, um páskana, en þá var svo undur og yfirþyrmandi gaman að ég átti ekki orð og hef því ekki getað bloggað um þá hátíð. En hér byrjar sumsé myndasagan og ef einhver er mjög forvitinn um hinn tangóbrosandi ítalska Michele á myndinni þá er bara að klikka hér. Hann gerir tangó úr ítölskum þjóðlögum! Maggie sem ég bjó hjá vill ekki vera á mynd svo hún er ekki hér á mynd en kannski finn ég eina af öðrum DJ ... Constantin frá Berlín sá um tónlistina aðfaranótt Páskadags, og var ekkert að spara bónuslaugin ...
Mynd: Constantin dj og Pablo Inza, að lokinni danssýningu.
Svo tóku fuglarnir við, mér heyrðust þeir vera komnir þegar ég gekk gegnum Málmey til að taka morgunnrútuna til Gautaborgar, svo alsæl eftir að hafa dansað við svo marga uppáhaldsbangsana mína, líka Björninn frá Berlín á síðustu stundu (með hjartað í mynd).
Leið svo veturinn ... og aldrei slíku vant mundi ég eftir sumardeginum fyrsta því ég er með dagatal úr íslenskum banka!
Næsta stóra tangóhátíðin í mínu heimshorni var í Kaupmannahöfn 16. til 20. maí, fimm sólarhringar, að mestu í Kædelhallen á Frederiksberg, með þessi líka fínu segl í loftinu sem nutu sín sem kvikmyndatjöld og til að gefa höllinni hlýlegan blæ... Seinasta daginn var kveðjumilonga eða Cool Down Milonga í samvinnu við Dolce de Tango, en það er nýleg sunnudagsmilonga sem er venjulega á kaffihúsi á Frederiksberg. Og hér er mynd af Dolce de Tangogenginu: Camilla, Lene, Susanne.
Mere info: www.dulcedetango.dk
Ég ræð ekkert við myndirnar. Þyrfti að ráða mér myndasöguleikstrjóra. Helst Jón frænda sem gerði uppáhaldsteiknimyndina mína og er að finna á blogginu hans hér: http://www.bigjko.blogspot.com/ en myndina hans Ahead Of The Game horfi ég á ef ég þarf að koma mér í betra skap og þá aftur og aftur því hún er bara hálf mínúta.
Danska tangotríóið Tre Til Tango (sedan 2002) á Cool Dawn Milonga, med Marianne Vinter Olsen á nikku og raunar líka á bandoneon; Niels Skovman á fiðlu og svo píanistinn Charlotte Støjberg Schmidt.
Að lokum myndir frá 1. júní þegar Charlotte Rivero og ég dönsuðum á Heimsmenningarsafninu í Gautaborg (Världskulturmuseet) í upphafi mikillar Queerhátíðar út um allan bæ alla helgina.
Charlotte stóð fyrir fyrstu Queertangóhátíðinni í Svíþjóð núna í apríl og hún hélt kynningarnámskeið á safninu og lauk því með að sýna dans. Ég var mætt til að skemmta mér svo við dönsuðum fyrir nemendurna ...
Stinacita&Charlie
9 Comments:
Skemmtilegur myndasögupistill, svei mér þá ef hún Susanne reynist ekki vera af Traðarkyninu ef leitað er aftur í ættir, hún er svo sláandi lík ykkur Freyju og ömmu Fríðu þarna á myndinni.
Og þú svona geislandi fögur, með blik í augum og hamingjusöm og fallegar hreyfingar, og FRÁBÆRT að það sé komið blogg, ég var alltaf að gá og gá og gá. Þú ert ein tangóhátíð Kristín stín mín. Stína og Charlie passar líka vel saman. og gaman að hafa svona myndablogg, er ekki búin að læra þetta, hef setið útá tröppum í dag og lesið söguna mína, finnst mér yfirþyrmandi leiðinleg ha ha ha. meira ha ha ha. nenni ekki í sund. en hugsa um það. og hugsa fleira. og hugsa. og er með bumbu. ég elska þig knús knús knús. þín Elísabet
Hæ og takk fyrir innlitið frænka mín á sjávarbakkanum; þú ert með snjalla samlíkingu sem mér hafði sannarlega ekki dottið í hug.
mm svo gott og flott að vera með bíbíbumbu Elísabet fjallablóm ... mín er óðum að breiða úr sér! ástarkveðja til þín á tröppunum og passaðu vel uppá söguna þína, þá verður hún aftur skemmtileg með öllum sínum nístandi húmor ...
Takk fyrir frábært blogg og skemmtilegar myndir. Það er alltaf jafn spennandi að sjá hvort ekki er komið eitthvað nýtt á síðuna þína og ekki hafa áhyggjur þó myndasagan sé ekki fullkomin. Það er gaman að henni fyrir því. Þín Bogga
ástarþakkir fyrir athyglina! ég dáist að þolinmæðinni,að einhver skuli enn líta við þegar ég blogga svooona sjaldan.
já, já já. skemmtileg. hér í einhverju tómarúmi, held það sé smá tangósveifla í því, var að koma af aafundi, fæ að vita í lok júní hvort ég fer til írlands, e´g hef prófað að dansað írska dansa, stórfurðulegir, sennilega geðveikir enda ekki skrítið af öllum þessum kartöflum og þjáningum. krútt krútt krútt, þín ellastína blómfjallablóm
whats up my tango queen? þú ert svo sæt á þessum myndum, ég borðaði saltkjöt í gær, og fór á fund og smá í skrúðgöngu með mömmu. hef það gott sæta sæta.
þín elísabet
ahh takk og gott að vita af þér, littla sæta ljúfan salta!!!
ég dansaði yfir mig í leikhúsinu á laugardaginn .. já í Lekhuset vi Nes slott. er að jafna mig. fyrir tangó með læknaleik á tangogrímuballi seinna í vikunni!
Post a Comment
<< Home