My Photo
Name:
Location: Göteborg, Sweden

Saturday, July 07, 2007

Bréf frá greifanum í Larsbjörnsstræde


Á Kaupmannahafnarárum mínum bjó ég við HC Anderssens Boulevard. Í húsi með fjórum turnum, Ny Rosenborg heitir húsið og liggur innað Jammersplads. Bjó í kommúnu að þeirra tíma sið, með bæði pörum og einstaklingum; stundum fæddust börn og stundum komu heimilisvinirnir og stundum langtímagestir. Hanna Twestmann, fyrrverandi ballerína, var ábyrgðafyllsti aðilinn á heimilinu. Hún tilkynnti mér: Það er bréf til þín í andyrinu. Ha, bréf til mín? Ég hafði ekki séð neitt bréf og ástæðan var að bréfið var svo stórt að ég sá það ekki. Og það var listaverk. Röð af Teikningum innrömmuðum. Frá listamanninum í Larsbjörnsstræde sem var heimilisvinur kommúnunnar. Dáður og virtur af reyndara heimilisfólkinu, undarlegur einfari í mínum augum. Hann var dansk þýskur greifi. Og sagan endurtók sig: Það er bréf til þín í andyrinu. Ha annað bréf til mín? Hann var að teikna eitthvað sem líktist mér og frá þeim hliðum sem ég þoldi verst. Hann teiknaði naktar konur og ég hafði ekki einusinni setið fyrir í fötum hvað þá nakin. Hann teiknaði mig ölvaða. Skrifaði það oní teikninguna Kristín berusad eða eitthvað í þeim stíl. Mér fannst þetta frekja. Móðgandi og í senn kitlandi hégómagirnina að fáþessa athygli þó. Og sagan endurtók sig. "Það er bréf til þín í andyrinu!" Og allt er þegar þrennt er. Ég man ekki hvort ég afþakkaði fleiri bréf eða hvað, í það minnsta sá listamaðurinn sig um hönd, passaði uppá önnur verk sem urðu til með þessu þema, þar sem sjálfsmyndir kallast á við konumyndir og hélt síðan sýningu einhversstaðar á Jótlandi, sýningu sem hann kallaði Bréf til Kristínar. Gegnum árin hef ég verið soldið feimin við þessar myndir, nema eina sem ég hef hjá mér þessi misserin og er eins konar tangó í lausu lofti, einhverskonar leikur fyrir tvo, glíma eða barátta samkvæmt texta listamansins. Hin bréfin tvö hafa verið í prívat geymslu á Íslandi.

Svo gerðist það í vikunni að þeim var fundinn varanlegur staður: Kvennasögusafnið í Þjóðarbókhlöðunni. Ég er svo þakklát Auði Styrkársdóttur fyrir að hafa veitt þeim móttöku og þar með forðað þeim að flytjast úr landi. Nú eru þau aðgengileg almenningseign.

Listamaðurinn greifinn heitir

Jørgen von Hahn f. 1940 i København. Uddannet bl.a. af maleren Petri Gissel, på Kunsthåndværkerskolen og Grafisk Skole i København.

Ljósmyndin hér efst er af þrem teikningum úr umræddri myndröð (frá 1976- 1977 ) og ef klikkað er á myndina stækkast hún svo greina má skrift listamansins. Verk eftir von Hahn eru m.a. í FanöListasafninu og þar tekur hann þátt í samsýningu í september 2007. Sjá http://www.fanoekunstmuseum.dk/

6 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Þetta er nú bara Borges. Jorge Luis Borges Kristín. Sýnist það örugglega. Kannski bók með svona sögum úr fortíðinni sem eru samt einsog ljóslifandi úr þínu herbergi, þínum tangóvegg. Ætlaði annnars að svara bréfinu þín núna á eftir, var að vakna og er að þenja í mig í kaffi í sólinni.

Elska þig peysukrútt, með peysuna hangandi á öxlunum, svo gráa fínfínprjónaða. Elísabet

1:31 PM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

Takk Elísabet Blóm, fyrir komment, bréf og sól ...

2:11 PM  
Anonymous Anonymous said...

afhverju heldur þú að ég gæti verið föst í stóra rauða húsinu???


*

sagan um kýrnar er líka borges.

3:13 PM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

af því lyklarnir passa bara þegar maður kemur að því utanfrá!

4:27 PM  
Anonymous Anonymous said...

ég kemst semsagt ekki út nema einhver komi og opni fyrir mér ha ha ha.

það er eitthvað heilræðalásasmiðsspeki við þetta.

er að pína mig í sund, ég er alltíeinu svo þreytt, tókst að klára annan kaflann, það var meiriháttar fjallganga.

ég kemst inn en ekki út. það kollvarpar aumingja guðnum janusi sem opnaði alltaf um leið og hann lokaði, lokaði og opnaði, hvaða guð ræður yfir svona dyrum.

jæja ég geispa svo mikið, ég er á einhverjum nýjum lyfjum.

til hamingjui með að vera til, kristín og elísabet þið eruð báðar krútt. langar þig að lesa annan kaflann.

viltu allar fabúleringar út úr sögunni, jæja blús. ekj

5:05 PM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

haha. hm. ég hélt ég hefði meint að það það þyrfti annan lykil til að opna innanfrrá! en nú sé ég að það stendur hvergi.

Auðvitað vil ég lesa!

6:07 PM  

Post a Comment

<< Home