Brúðkaupsdagur ...
Í dag er uppáhalds giftingardagurinn minn. Ekki að ég ætli að gifta mig í dag, en fyrir 33 árum gifti ég mig í fyrsta sinn. Í Þingeyrakirkju. Min danske mand – leikstjórinn Jan Maagaard - átti oft eftir að segja frá því í leikarapartíum eins og það væri brandari að í miðri brúðkaupsveislu hurfu gestirnir. Fólk var bara rokið og ekki einu sinni farið að rökkva! Af hverju? Jú þegar hann spurðist fyrir um hvað hvarfinu ylli var það útskýrt með kúm. Fólk þurfti heim að mjólka, enda ekki siður í minni sveit að hanga í brúðkaupsveislum á mjaltatíma. Þannig gerðist það að kýrnar í Húnavatnssýslu komust inn í danska leiklistarsögu.
3 Comments:
Hæ og takk fyrir síðast. Ég man vel eftir brúðkaupinu og sviðaveislunni,hélt að þetta með kinadahausana hefði verið skringilegast fyrir Danannn, gerði mér ekki grein fyrir hve undarlegt þetta með brotthvarfið og mjaltirnar var í augum Jans, því kýrnar voru jafn sjálfsagðar og sólarupprásin í okkar bernsku.
Stella
Takk sömuleiðis! hm... jú en liklega eru kindahausar á borðum svo dónalegt fyrirbæri í augum Dana að hann hefur forðast að nefna það nema í sérstaklega góðra vina hópi. Og líklega man ég viðbrögðin við hvarfinu svona vel af því mér fannst það álíka sjálfsagt og þú lýsir því með svona elegant samlíkingu við sólarupprás!
ég elska kýr.
en svona á leiklistarsaga að vera, einmitt svona,
elísabet kona.
Post a Comment
<< Home