Æfiágrip 3
Ég néri hendurnar og lék Lady Macbeth. Naut þess að vera í slíku manndrápsskapi. Naut þess að geta ekki þvegið af mér samviskubit. Naut þess að geta látið í ljós og sýnt allt þetta, opinberað sterku tilfinningarnar mínar sem ég vissi svo sem ekki hvaðan ég hafði. Ég bara hafði þær þegar ég fékk lánaða svona sögu til að lifna við í. Það var ekki spurning um að geta fundið til heldur að leyfa sér þann lúxus að sjást og mega finna til.
Come, you spirits
That tend on mortal thoughts, unsex me here
And fill me from the crown to the toe top-full
Of direst cruelty!
Og ég lék Júlíu, í grafhýsinu með Rómeo látinn við hlið sér, Júlíu rétt fyrir sjálfsmorð.
Ég lék á íslensku. Ég var vel undirbúin. Hafði æft mig í Kongens Have og eiginlega hvar sem ég var síðasta hálfa árið. Lék mínar trompsenur upp á líf og dauða, allar hreyfingar undir kontról, fullkomlega hér og nú svo engin agnar ögn af kröftum fór til spillis. Þrútið var loft og ég fann það í mögnuðum einbeitingarbylgjum að ég var í sambandi við þann sameiningarkraft sem lætur galdra gerast. Mín fyrsta þrekraun á littla sviði Óðinsvéaleikhússins - Verkstæðisleikhússins - var fyrir starfsfólk kennara og nemendur; þetta var mitt inntökupróp í leiklistarskólann og ég stóðst.
Ég hafði ekkert vit á fötum fyrir svið, bara ef ég gat hreyft mig var ég ánægð. Ég lék Shakespeare í öklasíðum þverröndóttum jerseykjól úr Magasíni í Óðinsvéum. Löngu seinna var mér sagt að þetta væri náttkjóll. Og ég flaug inn á náttkjólnum og vel það. Á miðjum vetri var mér boðinn langtímasamningur við leikhúsið strax að loknu þriggja námi en ég var í róttækum hóp - pólitiskt meðvituðum hét það - alls ekki í tísku að ráða sig hjá stofnanaleikhúsum. Ég skrifaði aldrei undir neinn framtíðar samning. Ég keypti mér annan kjól í sama Magasíni. Hann var líka úr jerseyefni en ekki röndóttur hann var með blómamynstri. Hvort það var líka náttkjóll veit ég ekki, Júdith fannst hann betri. Þegar við fórum að leika senur úr grísku harmleikjunum útvegaði ég mér handsnúna saumavél sem hét Triumph hvorki meira né minna, það stóð gyltum stöfum á svörtum saumavélarhálsinum. Og ég saumaði mér prøvenederdel, svart sítt æfingapils. Gott ef ég saumaði ekki líka á Júdith.
6 Comments:
Glimrandi. Kjólar og tilfinningar, maður finnur trommutakt í brjóstinu. Hér var einmitt Afríkusól. Mig langar útí Flatey. Svakalega skemmtilegt og margar spurningar vakna,
sameiningargaldrar,
sterkar tilfinningar,
pólitískt leikhús,
ogsvoframvegis. jibbí gaman gaman, skrifar litla lúsin Ella Stína og litla knúsið frá Íslandi.
meira meira!
ég ætti kannski að blogga heilræði lásasmiðsins, ha ha ha .
ó gullkornaknúsið Ella Stína á Íslandi, takk fyrir þetta og með svona fínni ábendingarsamantekt! já því ekki nokkur lásaheilræði á bloggið ... var að lesa fullkomið gullkorn eftir þig og barnabörnin á seinasta bloggi heimsveldisins.
upphafssetningin snilld.
var annars bara að tjékka hvort þú hefðir fundið góðan mann með tölvuhendur....
ellastina prellaprina
hæ elskan,
ekkert að gerast í tölvumálum, þú hefur kannski fundið þér annað líf en tölvuna, hver veit, guð er stundum með puttana í lyklaborðinu, nei, ég skal ekkert þykjast vita hvað guð er að gera, en hann segir stopp elísabet núna.
jæja vona bara það fari að heyrast frá þér, næst getur þú skrifað...
inngrip í ævina
þegar tölvan klikkaði.
var það þá sem lífið byrjaði, þegar þú komst útúr tölvukviði?
ást og hlátur, elísabet snillingur já eg veit aðrir eiga að segja það ha ha ha. þú ert snillingur kristín.
Halló snilldarbeib!
Nú er ég online augnablik. vonandi í þúsund ár ... var í burtu alla helgina að dansa suður með sjó ..og nú setti ég tælvuna á hvolf og þá hætti hún að urra svo ég dríf í að blogga það sem ég var byrjuð á. sjá nr. 4. svo ætla ég að kíkja á þig í kastljósi ann 13.júlí!
Post a Comment
<< Home