My Photo
Name:
Location: Göteborg, Sweden

Monday, October 22, 2007

Haustsónata


Til vinstri: Partille Slott í felulitum, séð frá brautarstöðinni 21.október.






Fyrir neðan: Anna Mattsson rithöfundur, við Jonsered járnbrautarstöð.













Linditréð á hlaði herragarðsins í Jonsered, það er kynnt sem elsta lifandi vera svæðisins (þ.e. í sveitafélaginu Partille sem Jonsered tilheyrir), trúlega frá sautján hundruð og eitthvað.







Á hverju hausti kemur það, fegurra en nokkurntíma -
haustið - fegururra en það sjálft bæði fyrr og síðar.
Það bregst ekki heldur í haust.


Á sunnudaginn var sá ég það loksins á kammertónleikum á Jonsereds herragarði
með nemendum úr listaháskólanum hér, sem léku dúetta og kvintetta. Ungur fiðluleikari - Brusk Zanganeh - af ættum Kúrda brilleraði þannig að hann lék hvern tón oní eigin tær og beina leið í hversmanns vitund (ímynda ég mér) og öruglega undirvitund um leið og hann sveif eins og hálfan meter fyrir ofan stólinn sem hann sat á annað hvert andartak og hvert skrifað tákn varð hans eigið í túlkuninni; eins og spuni beint frá hjartanu hvort sem hann var að herma eftir lestarhljóðum í Sónötu fyrir fiðlu og selló frá 2005 eftir tónsmiðinn Eric Tanguy; leika í Sónatínu eftir Arthur Honegger... eða klassískan Schubert í Strengjakvintett opus 163.




Þetta var eftir klukkutíma síðdegisgöngu með sögumanni um beykiskóginn hér úti í Jonsered og kaffi á herragarðinum í boði Gautaborgarháskólans sem stóð að þessari fyrirmyndar sunnudagssýningu allri. Anna Mattson var með mér og myndatakan hófst ekki að ráði fyrr en við héldum heim á leið, því skógurinn sem við gengum um er friðaður og tónleikarnir haldnir heilagir.

Haustið er uppáhalds árstíminn minn.
Heima var það svanasögur og norðurljós sem slógu í gegn. Hér eru það aðrir litir; hér eru það Sónötur.

Og svona í trúnaði: loksins þegar ég þurfti ekki lengur að reyna að gæjast innum glugga á læstum herragarði til að sjá hvort væri ekki örugglega parkettgólf í þessu draumahúsi sem stendur svona alveg útaf fyrir sig í sveitinni, þá kannaði ég húsakynnin hátt og lágt og það var ekki um að villast: Dansgólf í hverjum sal!

Anna á tröppum herragarðsins ... við stöðuvatnið Aspen.












Og á hlaðinu: ég og aldursforsetinn, Linditréð við Jónsereds herragarð.






Við vegkantinn á leið frá herragarðinum í Jonsered.

Við Paradísarklettinn í Partille.


6 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Takk fyrir þessa fallegu haustsónötu. Gaman að þú skulir vera búin að sjá innviði herragarðsins...ég hef bara náð að kíkja á gluggana með þér hingað til.
Bestu kveðjur
Stella

8:54 PM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

Já og nú gæti ég boðið þér með mér á stíga sem ég hef ekki lagt í áður af hræðslu við að villast eða sökkva, en fyrst heila halarófan af tónleikagestum hafði þetta af þá ...
En aðalþrautin er auðvitað hvernig hægt væri að lokka háskólaherrana út í milongustarfsemi ... hm. Tillögur vel þegnar.

12:44 AM  
Anonymous Anonymous said...

thu ert svo mikil tofradrottning kristin, og litirnir, tred hefur byrjad ad vaxa tharna thin vegna, best ad hafa sig til fyrir stinu, hugsadi tred, thad tekur tima fyrir tre ad hafa sig til,

heyrrdu hvernig finnst ther ljodid mitt um einmanaleikann a heimsveldinu, tharf eitthvad ad laga thad.

elisabet og taKK FYRIR HAUSTID

11:29 PM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

það hélt sér til í nokkur hundruð ár :-) og varð brennandi í framan og fölt og stundum gult og grænt ... en já tréð á klettunum vaxa bara fyrir mig!

ég sá ekki betur en ljóðin væru fullkomin. kíki aftur til öryggis.

12:41 AM  
Blogger Elísabet said...

fleiri myndir, fleiri myndir, blogg gogg, goggbloggggmyndir, her er farid ad fjuka laufid og lestarnar stodvast utaf laufum, ja og enn tha fullt tungl og eg nei eg meina thvottavelin stoppast, nei hun er ad theyta,

elisabet hugljufa saeta goda fina yndisbina

2:01 AM  
Blogger Freyja said...

Fallegar haustmyndir...
kveðja frá UK
;-)

2:45 PM  

Post a Comment

<< Home