Myndir frá Tango del Norte
Frá danssýningu á Tango del Norte í Falkoner Salen í Kaupmannahöfn laugardaginn 4 ágúst og frá tónleikunum í Vandlöse Kulturhus 3. ágúst.
Á myndunum eru Maria og Paul, Hany og Bryndís, Marcela Troncoso og Victor Hugo Diaz (í léttri dívu örugglega sérsaminni fyrir efrópubúa!), 2xMette og Martin, sem eru á leið til Íslands í lok mánuðarins.
Og loks norska sveitin Tango for 3. Stjórnandinn og tónskáldið Sverre Indris Joner að klappa taktinn í milongunni Trampera, lék þá ýmist á höfuð bassaleikarans! hljóðfærið hans og á sjálfan sig. Á neðstu myndinni er hann sestur við píanóið og dofradrengurinn og þar sést glitta í Per Arne Glorvigen alvarlega einbeittan með sitt bandonéon, aftur tekin til við að framkalla sjálfa sálina í tangó.
3 Comments:
mynd númer tvö er langflottust. og flottar myndir allar, mann langar á staðinn, aðallega tilað sjá þig, tangódísina mína,
hér er smá smá haustkuldi.
takk fyrir myndirnar.
ástogknús frá hinum þreytta rithöfundi, ha ha ha , ekj
Skemmtilegar myndir. Takk fyrir að fá að njóta þeirra með þér. Ég náði líka í pistilinn í Mogganum og líkaði hann vel. Þín Bogga
gaman að vita! takk takk.
Post a Comment
<< Home