My Photo
Name:
Location: Göteborg, Sweden

Friday, August 10, 2007

Dofradrengurinn Per Arne og ”gringo” í nýrri merkingu.


Nú er ég svoleiðis yfir mig hrifin af Dofradrengnum. Ég kalla hann það af því hann er frá Dovre í Noregi eins og dóttir Dofrans og hennar fólk. Hef aldrei séð jafn fallega rangeyðan mann og svona líka blíður og brjálæðislegur þegar hann leikur á hljóðfærið. Sem sagt enginn venjulegur bandóneonleikari (ég hrífst orðið bara af bandóneonleikurum og hef nóg að gera við það). Ég var búin að fá eiginhandaráritun þegar ég bauð honum upp í dömufríinu á Tingluti. Það var eftir tónleika föstudagskvöldið 3. ágúst á Tangó del Nortehátíðinni í Kaupmannahöfn. Hann lék þar með félögum sínum norsurunum, tangótónskáldinu Sverre Indris Joner og co. Engir venjulegir tónleikar en þarna stóð hann og hallaði sér uppað barnum og sagði nei! Það þarf góða afsökun í dömufríi. Hans var að þrásinnis hefði hann byrjað á dansnámskeiði en alltaf misst þolinmæðina.

– Svo þú ert skáld sagði Dofradrengurinn og sagðist hafa óskaplega gaman af tungumálum en vanta íslenskuna og þá mundi ég hvernig hann lét munninn dansa milli spænsku frönsku norsku dönsku þýsku og sænsku í kynningunum á tónleikunum og maður hélt hann væri að fíflast en hann var að gera soldið meira og ég lærði nýja merkingu í orðinu “gringo” sem venjulega er notað yfir ekki spænskumælandi manneskjur í spænskumælandi löndum. Á máli Dofradrengsins er það tónlistartegund, þegar blandað er saman tónlist eftir Grieg og tango. Þegar hann leikur lög úr Pétri Gaut, eins og I Dovregubbens hall (Í höll Dofrans), í tangóútsetningu, þá er það “gringo”.


Skyndilega forðaði Dofradrengurinn sér frá jaðri dansgólfsins við barinn og settist við hlið vinkonunnar norsku sem hafði setið við hlið mér á tónleikunum. Hún hafði hlegið enn meira en ég og nú lét hann mig eina um skáldskapinn.

Þegar ég les um líf hans á netinu hljómar það eins og versta skáldsaga.

Til dæmis hefur hann haldið tónleika um allan heim með fiðlusnillingnum Gidon Kremer, og fjórir diskar eru til með tónlist þeirrra auk allra hinna sem hann hefur spilað inná. Ég keypti bara einn með Tango for 3 & Per Arne Glorvigen og er búin að gleypa forsíðuna með eiginhandarárituninni, finn hana hvergi.

En Per Arne Glorvigen, það heitir Dofradrengurinn réttu nafni og hér er heimasíðan hans, meira að segja með vídeoupptöku! http://www.perarne.net/


*


Sem sagt einn af heimsins bestu bandóneonleikurum.

Til minnis: Hann lærði hjá argentínska meistaranum Juan José Mosalini sem hann hitti í París árið 1988 (sem raunar leikur í hljómsveit hjá frábæru sænsku tangótónskáldi að nafni Beata Söderberg!), og náði að kynnast sjálfum Piazzolla í Buenos Aires. Dofradrengurinn er líklega fyrsti norðurlandabúinn sem tileinkar sér bandóneonleik og gerist atvinnuleikari á það vandasama hljóðfæri. Hann heldur sig ekki eingöngu við tangó, hann hefur leikið bítlalög með Gautaborgasymfóníunni og gítarleikaranum Göran Söllscher (sem ég heyrði einu sinni á meistarataónleikum með Manuelu Wiesler), ung tónskáld kompónera fyrir hann Willem Jeths í Hollandi og Bernd Franke í Þýskalandi og sjálfur útsetur hann tónlist eftir Edvard Grieg fyrir hljóðfærið sitt.

Á morgunn laugardaginn 11. ágúst kemur lítil grein í Mogganum, fréttapistill sem ég skrifaði um tangóhátíðina í Kaupmannahöfn 1.-5 ágúst s.l. Hún er stutt, næstum ekkert um Dofradrenginn bara um tónleika norsku hljómsveitarinnar Tango for 3, og miniviðtölin við þátttakendur mættu flest afgangi. Svo ég geymdi afgangana í greinasafnið ... nema ég birti þá bara hér!


13 Comments:

Anonymous Anonymous said...

þetta er fín tangógrein, hefði átt að koma í mogganum. en hann er sætari í huganum og rangeygari, þótt hann sé líka sætur, mjög sætur, en mér datt í hug rangeygur beckett einhverra hlutavegna,

og hvað, er eitthvað í uppsiglingu???

en svona eiga tangógreinar að vera. þú veist hvað ég meina.

bless í bili yndisfríð. ekj

5:59 PM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

takk takk fyrir heimsókn og komment, já mogginn þarf held ég meira að seigja aðlaga mína mest sóttreinsuðu grein laga orðalag svo ég veit ekki hvort neitt verður eftir af mér þar

... en já mig langar að skrifa heilt greinasafn sem fyrst.

Verst ég þarf að fara að hugsa eitthvað á sænsku, búin að lofa Danstidningen heilli bunu af dansgreinum!

6:08 PM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

og já, ég er sammála ... flest er fínast í huganum.

6:12 PM  
Anonymous Anonymous said...

þú hugsar svo á sænsku, mér finnst bara svona stöff algjörar perlur, líka persónulegar,

þótt það væri gaman að lesa hina greinina og öll þessi upptalning, hljómsveita og hljóðfæra soldið absúrd,

skemmtilega absúrd,

ég held ég sé svona þreytt líka af því ég er búin að vera EKKI SJÁLF þarsem Róbert er annarsvegar, heldur í einhverri dómadagsspennu,

svo er ég auðvitað spennt útaf handritinu,

en hann er algjör dofri þessi manndrengur.

rangeygur, það er nottla toppurinn.

6:13 PM  
Anonymous Anonymous said...

þú hugsar VEL á sænsku,

ætlaði ég að segja,

og ég er ekki sammála því allt sé flottast í huganum,

ég er búin að fá mig fullsadda af mínu mind-fucking lifestyle.

ekj. fattaði ég er svona spennt og vantar ró. hó hó hó.

6:15 PM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

já þú sem ert með hafið við höfðagaflinn. ég gleymdi því! er það ekki flottast?

7:34 PM  
Anonymous Anonymous said...

við höfðagaflinn eru mótorhjólin, að gera mig brjálaða.

ég er enn að hugsa um Dofradrenginn og hvað þú getur gert töfrandi tangótexta.

e-pe-lísa-b-pet.

3:00 AM  
Anonymous Anonymous said...

en hafið í hjartanu og útum gluggann.

3:00 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ég var að lesa greinina þína í Mogganum, hún er fín, þótt hún beri þess merki að hafa verið skorin og stytt af öðrum en höfundi.
kveðja
Stella

12:40 PM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

gaman að vita! hvernig komu tangómyndirnar mínar út á prenti? einhver sem hefur séð það?

1:34 PM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

greinin lengdist um rúm 100 orð hjá ritstjórn, styttri gerðin (af 2.sem ég sendi) var svona rækilega slípuð frá minni hálfu að sérstakan túlk þurfti til!

3. dæmi til minnis úr hugsanlegri orðabók:
tangóska = dásamlegt
Svo einhverstaðar var íbsenska myrkrið með = eftir höfuðskáld Norðmanna Henrik Íbsen - landi og þjóð til sóma.

Drømmekvintet leyfir tangónum rétt að gægjast gegnum sinn jazz. = Drømmekvintet blandar djassi og tangó saman á afar skemmtilegan hátt.

1:54 PM  
Anonymous Anonymous said...

Bring them for justice!!!!!

ekj

2:45 PM  
Anonymous Anonymous said...

Bring them to justice...!

meina ég. ekj

og hvenær fáum við svo ævigrip.

4:46 PM  

Post a Comment

<< Home