Jólin 2007 við Rio de la Göta
Íslenski kórinn söng svo skemmtilega á jólatónleikum heilan hálftíma fyrir messu að ég gleymdi mér næstum í Frölunda kirkju að jólaguðþjónustu lokinni. Þökk veri hjálpsamri fjölskyldu á fjölskyldubíl komst ég heim í rokinu og rigningunni (aðeins rauða regnhlífin mín varð eftir) ... mátulega til að ná að snúa mér við og fara á jólatangó í gærkvöldi. Það var kvikmyndagerðamaðurinn Muhammed Ghamari forsprakki einnar Milongunnar í Gautaborg ásamt vinkonu sinni henni Rebekku lögfræðingi - sem auglýstu svo hressilega út frá þemanu glæpur og refsing, að ég beit á agnið. Auglýsingin var svona:
Brott: Frosseri, den sjätte synden med Straff: Tango på juldagen ...
= "Glæpur: Ofát, sjötta syndin ... Refsing: Tangó á jóladag. Ofát á aðfangadagskvöld er ekkert til að skammast sín fyrir Tangóleynifélagið býður uppá sálfræðilega úrvinnslu með Tangóleynifélaginu, Tango Secreto Storgatan 3, Göteborg".
(Þetta var rétt eins og hugsað út frá jólafrétt í Morgunblaðinu í dag um 100 manns í Danmörku sem át yfir sig og þurfti á sjúkrahúsaðstoð að halda og einhverja á Íslandi sem Slökkviliðið bjargaði víst á síðustu stundu.)
Ég fann sálfræðing á dansgólfinu og hann mig, þjáningabróðir í tangó sem ég tók eftir hér í borginni við Gautefur talsvert áður en argentínski tangóinn náði í skottið á okkur, eða fyrir rúmum tuttugu árum. Þá frægur fyrir að hafa ásamt félaga sínum stofnað fyrsta karlatahvarf borgarinnar og gott ef ekki í görvöllu konungsríkinu. Það var ætlað körlum í tilfinningalegri kreppu og ég ég tók heilmikið viðtal við talsmann kreppumiðstöðvarinnar fyrir Morgunblaðið. Á Milongunni sá ég líka litríkum geðlækni bregða fyrir ásamt litríkri eiginkonu sinni ... þótt það tíðkist ekki að spyrja fólk útúr um lífið utan Milongunnar, þá lærir maður með tímanum soldið á sitt heimafólk, nánast einsog óhjákvæmilega ... en sumsé vel mætt á þennan helgidansleik og ekki bara af nýbúum frá Argentínu Bandaríkjunum Bretlandi Íslandi og Arabíulöndum heldur líka innfæddum Svíum.
P.s. Dauðasyndirnar/erfðasyndirnar eru raunar skrítinn spuni: sjá vísindavefinn HÉR
Brott: Frosseri, den sjätte synden med Straff: Tango på juldagen ...
= "Glæpur: Ofát, sjötta syndin ... Refsing: Tangó á jóladag. Ofát á aðfangadagskvöld er ekkert til að skammast sín fyrir Tangóleynifélagið býður uppá sálfræðilega úrvinnslu með Tangóleynifélaginu, Tango Secreto Storgatan 3, Göteborg".
(Þetta var rétt eins og hugsað út frá jólafrétt í Morgunblaðinu í dag um 100 manns í Danmörku sem át yfir sig og þurfti á sjúkrahúsaðstoð að halda og einhverja á Íslandi sem Slökkviliðið bjargaði víst á síðustu stundu.)
Ég fann sálfræðing á dansgólfinu og hann mig, þjáningabróðir í tangó sem ég tók eftir hér í borginni við Gautefur talsvert áður en argentínski tangóinn náði í skottið á okkur, eða fyrir rúmum tuttugu árum. Þá frægur fyrir að hafa ásamt félaga sínum stofnað fyrsta karlatahvarf borgarinnar og gott ef ekki í görvöllu konungsríkinu. Það var ætlað körlum í tilfinningalegri kreppu og ég ég tók heilmikið viðtal við talsmann kreppumiðstöðvarinnar fyrir Morgunblaðið. Á Milongunni sá ég líka litríkum geðlækni bregða fyrir ásamt litríkri eiginkonu sinni ... þótt það tíðkist ekki að spyrja fólk útúr um lífið utan Milongunnar, þá lærir maður með tímanum soldið á sitt heimafólk, nánast einsog óhjákvæmilega ... en sumsé vel mætt á þennan helgidansleik og ekki bara af nýbúum frá Argentínu Bandaríkjunum Bretlandi Íslandi og Arabíulöndum heldur líka innfæddum Svíum.
P.s. Dauðasyndirnar/erfðasyndirnar eru raunar skrítinn spuni: sjá vísindavefinn HÉR
9 Comments:
og afhverju tíðkast ekki að spyrja fólk útúr um lífið utan milongunnar???
ekj
þarf ekki að fara auglýsa bloggsíðuna þína, ... en nú sé ég þetta allt fyrir mér, eftir tangóballið í Dublin.
Döbblin.
ellastína kjúkklingur.
1.Tango is a walk without a talk ...
2.það getur skemmt dansinn að vita of mikið ... fantasían getur verið betri.
3.það hefur einhver sagt mér að það sé dónalegt að spyrja persónulegra spurninga á dansgólfinu; hugmyndin er að á milongunum er fólk ekki dæmt útfrá hvað það gerir þegar það er ekki á milongunum.
Auglýsa hvernig?
en fantasían verður nú að nærast á einhverju...
og ef fólk dæmir þá dæmir það hvort sem er.
now there is a talk without a walk unless this is a net-walk.
e
já dansinn er ákveðið mál þótt orðlaust sé - býður uppá nonstop fantasíu - og samtímis eru alltaf miskunnarlausar dómnefndir að störfum
en þær fást mest við hérognúleikinn you sí?
miskunnarlausar dómnefndir...jíííí.. meðal áhorfenda???
ekj
þú getur tildæmis auglýst á heimsveldinu, þar koma núna hundrað manns á dag, hvernig sem á því stendur... kristjón auglýsti heimsveldið á sinni bloggsíðu og þá komu 400 hundruð manns, veit sosum ekki hvað næst með því...;)
Fyrstog fremst meðal þátttakenda! Þá eru fleiri eða önnur skilningarvit í gangi ... heldur en þegar horft er soldið og önnur kúnst sem lætur ekki alltaf meta sig úr fjarlægð
Post a Comment
<< Home