7 galdrar á kvikmyndahátíð
Nú eru átta dagar síðan Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Gautaborg byrjaði og hún byrjaði svo vel að ég veit ekki hvar ég hef verið síðan. Man bara að ég hugsaði: hvaða galdur ætli gerist á þessari hátíð og svo byrjuðu þeir að rúlla sér að manni. Þannig varð laugardagurinn (fyrir viku) einn samhangandi galdur þegar upp var staðið. Í stuttu máli:
1. Ég vakna nógu snemma til að vera mætt á Respekt við Járntorgið og fá mér kaffelatte áðuren Gael García Bernal birtist.
2. Gael mætir skv. áætlun þrátt fyrir næturvinnu. (Viðtalið mitt við hann kemur í Sunnudagsblaði Mbl. ég held meira að segja með myndum sem ég tók sjálf!)
3. Ég kemst í hádegisbíó inn á opnum deildarinnar Nýa Mexíkó, sem byrjaði með mynd Gaels Déficit (=mínus eða halli), átti ekki von á því útaf af að blaðamannapassi veitir ekki forgang þegar uppselt er á sýningar, maður fer í blaðamannabiðröð að berjast um fáein frátekin sætin.
4. Mér tekst að finna sporvagn númer sex og mæta í tæka tíð á Bergakungen, hátíðarbíóið sem er lengst í burtu frá Járntorginu, til að sjá heimsfrumsýningu á heimildarmyndinni Andstæðingar dagdrauma (mín þýðing) eftir Helga Felixson og Titti Johnson.
5. Ég finn þau i eigin persónu strax í andyrinu.
6. Myndin reynist einn klukkutímasamhangandigaldur. (ÉG sendi klausu á MBL í Af listum, birt 31.1)
7. Mynd eftir látna kunningjakonu (sem ég kynntist í Buenos Aires 2002) Eva Norvind, Nacido sin/Born Without, reynist algjör og ótrúleg og fullkomlega yndisleg ... verð að gera sér blogg um það seinna ...
því nú er ég að rjúka í bæinn til að gá hvor ég finn Valdísi Óskars á hlaupum með brot úr Bóndabrúðkaupi ... afsakið Sveitabrúðkaupi (!) sem hlýtur að verða mynd ársins á Íslandi! Ég er a.m.k. yfir mig forvitin ...
bless á meðan ...
1. Ég vakna nógu snemma til að vera mætt á Respekt við Járntorgið og fá mér kaffelatte áðuren Gael García Bernal birtist.
2. Gael mætir skv. áætlun þrátt fyrir næturvinnu. (Viðtalið mitt við hann kemur í Sunnudagsblaði Mbl. ég held meira að segja með myndum sem ég tók sjálf!)
3. Ég kemst í hádegisbíó inn á opnum deildarinnar Nýa Mexíkó, sem byrjaði með mynd Gaels Déficit (=mínus eða halli), átti ekki von á því útaf af að blaðamannapassi veitir ekki forgang þegar uppselt er á sýningar, maður fer í blaðamannabiðröð að berjast um fáein frátekin sætin.
4. Mér tekst að finna sporvagn númer sex og mæta í tæka tíð á Bergakungen, hátíðarbíóið sem er lengst í burtu frá Járntorginu, til að sjá heimsfrumsýningu á heimildarmyndinni Andstæðingar dagdrauma (mín þýðing) eftir Helga Felixson og Titti Johnson.
5. Ég finn þau i eigin persónu strax í andyrinu.
6. Myndin reynist einn klukkutímasamhangandigaldur. (ÉG sendi klausu á MBL í Af listum, birt 31.1)
7. Mynd eftir látna kunningjakonu (sem ég kynntist í Buenos Aires 2002) Eva Norvind, Nacido sin/Born Without, reynist algjör og ótrúleg og fullkomlega yndisleg ... verð að gera sér blogg um það seinna ...
því nú er ég að rjúka í bæinn til að gá hvor ég finn Valdísi Óskars á hlaupum með brot úr Bóndabrúðkaupi ... afsakið Sveitabrúðkaupi (!) sem hlýtur að verða mynd ársins á Íslandi! Ég er a.m.k. yfir mig forvitin ...
bless á meðan ...
9 Comments:
þú ert svo dugleg Kristín og dugleg að galdra...
og þú yndisleg að koma í heimsókn þótt ég hafi svikist um að blogga vikum saman ... þú ert algert krútt!
ég var að staulast heim ... út útipartíi! tjaldveislu sem ég eiginlega flúði innúr ... og datt í fangið á Nik Powel! kannski fer ég í bíó í fyrramálið, þ.e. ef ég vakna ... kb
kristín, þú ert stöðugt á ferðinni, ég sé þig fyrir mér á vélsleða með sleðahunda fyrir, og hvíta tjaldið fyrir augum, hér er ísjökulkuldi, lítil ísöld, enda höldum við að Garpur og Ingunn ætli að skíra barnið Ísold.
Falegt nafn. Já eigiði von á barninu á fimmtudaginn?
já, blómakrútt, nú er ég er alveg að sofna, einmitt með hvíta tjaldið fyrir framan mig ... meikaði bara eina mynd í dag sunnudag, Dunungen eða "Dúnbarnið" (ha?) útfrá sögu eftir Selmu Lagerlöv.
Mynd frá Kvikmyndagullöld Svía 1917 - 1923. það var píanóleikari fyrir framan tjaldið og lék stanslaust við myndina, nærri tvo tíma ...
en hvað er svona að gerast í þínu sálarlífi...
já, það getur víst komið hvenær sem er en er sett þann 6.febrúar. það er lítil stelpa. Karólína Garpsdóttir, eða Lea Garpsdóttir, eða Embla Jökull Garpsdóttir, ...
eða Dún Ljósa
Sálarlífi? Bara það sama og í hinu lífinu; nokkuð lukkuleg með að hafa lifað af, já bæði þunglyndi og garnaflækju, krabbamein og kvef og núna kvikmyndahátíð og allt.
p.s. kem þá daginn eftir að Karólína Lea Ljósa fæðist ...
Post a Comment
<< Home