My Photo
Name:
Location: Göteborg, Sweden

Wednesday, January 09, 2008

Hundrað ár; kvikmyndir og aðrar myndir


Í dag eru hundrað ár síðan Simone de Beauvoir fæddist. Hugsuðurinn sem hefur sett sín spor á líf manns, kannski alla tíð svo mikil áhrif sem hún hefur haft á okkar tíma heimspeki, hún einsog bjó til botninn í því hugsanabákni sem í dag er oft sett undir einn hatt og kallað femínismi til að einfalda málið þótt um aragrúa af feminísmum sé að ræða, meira eða minna vel skilgreindum.

Hún hét fullu nafni Simone Lucie-Ernestine-Marie-Bertrand de Beauvoir
, fædd 9. janúar 1908 í París; dáin 14. april 1986. Hún kenndi heimspeki, skrifaði bækur og lífsförunautur hennar var Jean-Paul Sartre.
Það fer ekki mikið fyrir henni í Minnisbók Sigurðar Pálssonar, sem ég var að lesa núna yfir áramótin og skv. nokkuð áreiðanlegum heimildum íslendinga í París existensíalismans, var mun erfiðara að beinlínis rekast á hana en hann ...

En ég er yfir mig þakklát sænska sjónvarpinu fyrir að sýna ólíkar kvikmyndir um hið sögufræga gáfupar þessa viku, þrjú kvöld í röð. Ein áhrifa mesta bók hennar Le Deuxième Sexe, Hitt kynið, kom út í fyrsta sinn árið eftir að ég fæddist!

http://www.expressen.se/kultur


Í dag var opinberað prógrammið fyrir kvikmyndahátíðina í Gautaborg 25. jan. til 4. febrúar nk. og allt verður á netinu HÉR

Myndin hennar Guðnýju Halldórs, Veðramót, er meðal þeirra sem ég hlakka til að sjá í kvikmyndaflóðinu frá 67 löndum. Og hvers konar kvikmyndaland ætli Mexíkó sé? minnst 12 myndir þaðan í ár! Namminamm, öll þessi tilhlökkunarefni ...

Og nú fer bara að birta það er allt í lagi þá missir maður síður af deginum. Eins og um áramótin: fyrst við að dansa alla nýjársnóttina hjá TABA milongu á Frederiksberg og sofa einn dag: á öðrum degi við að koma sér áleiðis í sumarhúsið hennar Marianne vinkonu, það var nærri horfið í myrkrið þegar við mættum á ströndina, svo fyrst á þriðja degi ársins sáum við sjóinn og húsið sem við sváfum í almennilega.
Hér eru fáeinar myndir, flestar úr ævintýrinu Þrjú að þeytast.

Já mig dreymir um langa óralanga mjóa daga ... með langar hlýjar nættur á milli sín.


33 Comments:

Anonymous Anonymous said...

sendi þér langa mjóa daga og feitar nætur... okei.

símóna. einmitt.

er í smá þunglyndi hérna heima. held að róbert lesi allt bloggið mitt. einsog hann megi það ekki. einsog maður megi ekki vera ástfangin og glata því... hvað þýða þessi orð.

elísabet

8:23 PM  
Anonymous Anonymous said...

Einmitt hvað þýða þau ... er byrjuð að skrifa orðabók en kann ekki að slá upp í henni enn

held að vinkonur mínar séu að taka að sér allt þunglyndið, var að reyna að peppa eina í dag og það er eins og ég peppist soldið sjálf í það minnsta, ég notaði m.a. eitthvað af blogginu þínu sem leiðarljós ... svo takk fyrir að skrifa um þunglyndið þegar það kemur

10:18 PM  
Anonymous Anonymous said...

I ll do it for you my babe.

Hvar lærði Elísabet að daðra, Hjá Kristínu. Í Daðurskólanum.

Það er að birta í dag.

Amsjú. Gastu lesið smásögur in English sem ég sendi þér?

Hádegislagið er í útvarpinu.

Kv. Ekj

2:14 PM  
Anonymous Anonymous said...

ég er svo þunglynd að ég get ekki lyft símtólinu en setti sængurnar út, og óhreina tauið í poka, og vaskaði upp, og fer miljón sinnum inná heimsveldið.

ekj

3:00 PM  
Anonymous Anonymous said...

allt þetta meðan ég svaf og hélt mig saklausa ...
las sögurnar áður en ég sofnaði og þær ollu svona miklu draumafári.
jess mín kæra .. hreifst sérlega af the baby sem breyttist í úlf, þ.e. upphafsvariantinum og veistu hvað,
ég er ekki fyrr vöknuð en það birtist í Partille tidningen sem birtist í bréfalúgunni minni: úlfur á ferði Partille, það sást til hans í gær, þetta er annar af tveim úlfum á svæðinu og þeir fara hratt yfir 20 til 30 km á dag og það eru um 160 úlfar í svíþjóð. Þeir ráðast ekki á fólk hafa ekki gert það íðan átjánhundruð og eitthvað, hen hættulegir hundum og kindum ...

En sum sé: í alvöru magnaðar sögur blóm, ætla að prófa að hringja fyrir kvöldið gá hvort þú lyftir tólinu, er á leshringsfundi í kvöld

3:47 PM  
Anonymous Anonymous said...

ja ja mikið væri gaman að heyra í þér, ætla fá mér kaffi, ég reyni að fara á ástarogkynlífsfund í kvöld kl. hálfníu.

ég elska þig svo mikið.

takk fyrir þessa frábæru úlfasögu. hann hefur skotist úr draumi þínum, tveir úlfar í partille, magnað.

þessar sögur eru um jökul yngsta son minn. greg var líka ánægður með þær. maður heyrir nú ekki alltaf frá Lindu. but aber.

ekj

4:42 PM  
Anonymous Anonymous said...

jasså! lærði Elísabet að dadra í daðurskóla Kristínar?
þetta ætti að málalengja finnst mér!

6:01 PM  
Anonymous Anonymous said...

ég er sítróna í augnablikinu, veit ekki hvernig það gerðit en ég breyttist alltíeinu í sítrónu, ...

ekj

6:21 PM  
Anonymous Anonymous said...

vikan er lögð af stað til þín. ekj

6:35 PM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

takk forsíðublóm!

8:19 PM  
Anonymous Anonymous said...

Jökull var að kveðja og fara til Ameríku, hann og Kristín sæta tengdadóttir mín komu hérna, þau eru nú algjört undur, en þau koma aftur í mars, tilað sjá litla barnið hjá Garpi og Ingunni,

hann var mjög glaður með sögurnar,

þín elísabet

12:34 AM  
Anonymous Anonymous said...

ar you at tango, you dance beautifully tango, i remember you and the gentleman... with the tail, just coming from sea.

and the streets of dublin, us waiting, for a taxi with all the young drunk happy people barefooted.

eg get ekki slökkt á tölvunni, ég er alltaf að telja gestina. ups.

3:31 AM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

ya babe elísabet; thats where I was!
all day and all night, three milongas in Gothenburg on the same day ...

Dublin with us in on an other Saturday, that was something; people in the streets not only barefooted but almost berbrjósta mannstu!í frostinu ...

og við svona fínar með loðhúfur á leið frá fæðingardeildinni

6:55 AM  
Anonymous Anonymous said...

mig dreymdi eitthvað m. milongu. i nótt held eg

4:05 PM  
Anonymous Anonymous said...

merkilegt!
fallegt ljóðið langa á Heimsveldi Ellu Stínu, minnir sem sagt á skáldið Úlf UKON þegar hann er sem allra bestur!

4:13 PM  
Anonymous Anonymous said...

já, það er merkilegt, kannski ætti ég að prófa aðra svona þulu,

hef nú reyndar gert eitthvað svona gegnum tíðina, leit ekki á þetta sem ljóð en get séð það þegar þú segir það,

ég er ekki að fara útúr húsinu ha ha ha.

4:57 PM  
Anonymous Anonymous said...

ekki ég heldur!
samt á ég rauða regnhlíf

6:19 PM  
Anonymous Anonymous said...

ég fór nú samt á fund, og í búðina, gúmmaði á kortinu fyrir mjólk og einhverju, skrifaði svo sögu í kvöld og las eina eftir gregie boy, þarsem ég er persóna,

11:49 PM  
Anonymous Anonymous said...

finnst þér ég ætti að senda andrew ljóðið sem ég orti um hann,

two irish ljóð heitir það á blogginu, ekj.

11:51 PM  
Anonymous Anonymous said...

eg svindladi líka, labbaði fimmhundruð metra og regnhlífin mín vængbrotnaði.
ég fór í lyftingar með kraftakörlunum rétt fyrir lokun

2:03 AM  
Anonymous Anonymous said...

svo keypti ég villiönd á heimleiðinni. hún er frosin.

2:04 AM  
Anonymous Anonymous said...

ég man ekki ljóðin ... finn þau ekki á blogginu! en já er ekki sætt að senda þau?

2:13 AM  
Anonymous Anonymous said...

þau eru fjrá 6.janúar. í efnisyfirliti vinstra megin

TWO IRISH POEMS.

ég er fá nostalgiu kast, það er morgunleikfimi í útvarpinu og ensím umræður þar á undan, skammdegi og snjóföl, ísland.

10:51 AM  
Anonymous Anonymous said...

Fórstu að lyfta!!!

Enginn tekur mig með að lyfta, ætti ég að biðja um hjálp við að lyfta, komast út, langar ekki út, en langar í sund.

10:53 AM  
Anonymous Anonymous said...

já ertu með í sund fimmtudaginn 7. febrúar ... þá kem ég fljúgandi barasta og í pottinn með þér!

er ekki vetrarhátíð í bænum þá?

6:31 PM  
Anonymous Anonymous said...

kriiiiiistín, trúi þessu varla, þvílík sómatíðindi, ég starði á skjáinn, já við í pottinn, kannski fæðist barnið hans Garps þennan dag, yndislegt ég elka þig krútt.

8:36 PM  
Anonymous Anonymous said...

ER eitthvað meira að frétta af þínum ferðum.

7:09 PM  
Anonymous Anonymous said...

jebb, það er soldið tangomaraþon á vetrarhátíðinni... uss, ekki segja!
en á næstu dögum má kíkja eftir fréttum á www.tango.is og mínar ferðir munu miðast við það.

11:17 PM  
Anonymous Anonymous said...

Eigum við ekki að segja Andrew frá því, ekj

1:54 PM  
Anonymous Anonymous said...

Jú! alveg endilega, sendu honum hlekkinn á tango.is, kannski þarf líka að þýða upplýsingarnar fyrir hann ef þær eru ekki komnar á ensku.

3:47 PM  
Blogger Elísabet said...

Er komin á geðdeild, hugsaði til þin i postraninu,

keep it light,

12:11 PM  
Anonymous Anonymous said...

ó blóm! svo þú skrappst þá hingað inn og ég löngu hætt að gá ... hvað þá blogga skrapp á kvikmyndahátíð, hef hvorti rænt né verið rænd í ár!

12:30 AM  
Anonymous Anonymous said...

eg var lika longu hætt að ga en er heima með hostamixturu, og var að biðja þig um að kíkja á bloggið hvort ég hefði farið yfir strikið, ha ha ha

5:34 PM  

Post a Comment

<< Home