My Photo
Name:
Location: Göteborg, Sweden

Saturday, December 29, 2007

Annáll ársins ... brot


Áður en ég bregð mér til Borgarinnar við Sundið má ég til með að blogga áramótakveðju með smá upprifjun og framhaldi af Skammdegissögum.

Ég byrjaði árið 2007 heima á Íslandi á mögnuðu augnabliki uppi á mögnuðum hól með Unni vinkonu í Heiðmörk. Þegar ég hætti mér inn í reykmettaða höfuðborgina síðar á nýjársnótt var hún ótrúlega réttnefnd, allt í reyk ...
Milongan í Iðnó 2. janúar er mér eftirminnileg, fullt af tangóvinum tryggðu sér eintak af nýju bókinni minni Ég halla mér að þér og flýg, og lagerinn kláraðist áður enn ég yfirgaf landið, bara fáein dýrmæt eintök eftir í búðum og kannski Kramhúsinu, enda birtist brátt skemmtilegur dómur í Morgunblaðinu.

Í skammdegisdvöl minni á Íslandi náði ég að taka viðtöl við tvo íslenska dansara og danshöfunda, sem birtust bæði Danstidningen í Stockhólmi í ár: Ólöfu Ingólfsdóttur og Ernu Ómarsdóttur. Þegar ég lít yfir janúar eru fleiri atburðir sem standa uppúr, t.d. fæðingardagur Jóns úr Vör þegar ég dreif mig á dagskrá í Salnum í Kópavogi, ég hafði ekki mætt í það fræga hús fyrr, en þann 21. janúar er Ljóðstafurinn afhentur nýum verðlaunahafa ár hvert og þá boðið upp á rausnarlega dagskrá. Dagurinn sá stendur í sérstakri birtu af fleiri ástæðum: loksins varð af því að ég heimsótti nöfnu mína Hjörleifsdóttur í Garðabæ, sem bjó lengi með fjölskyldu sinni á klettabrún hér í Bergsjön og þá bara skógur einn á milli okkar.

Hún sótti mig nývaknaða í vesturbæinn til Stellu systur og dreif mig m.a. í gönguferð, sýndi mér Heiðmörk frá sínum sjónarhólum og skúmaskotum í ótrúlegri og tindrandi vetrarbirtu ... hún var raunar nærri horfin eitt óhugnanlegt augnablik beina leið niður í alla fegurðina sem breyttist í lífshættulega gjótu ... en bjargaði sér með klókindum og kom heil upp á yfirborðið áður en ég sá nokkurt ráð í hendi mér. Það var snjór og við örkuðum ótroðnar slóðir í hinum ægifagra íslenska vetri.

Dagurinn endaði á leikhúsferð með Elísabetu vinkonu og hálfnöfnu -Ellu Stínu skáldkonu og fjallablómi - og merkilegu miðnæturspjalli heima hjá henni á Framnesveginum ... Ég bloggaði ekkert þá tvo mánuði sem ég dvaldi heima (hér= á Íslandi!) og röð af atvikum og andlitum blossa upp í huganum en fá ekki pláss í bókstöfunum núna ... Svo flaug ég áleiðis til Gautaborgar og um það bil beint inn í bíómyrkur kvikmyndahátíðarinnar , sem er fastur liður hér í janúarlok.

Megnið af hápunktum mínum á árinu ætti raunar að vera skráð hér á blogginu líka ferðir mína vikurnar fyrir jól og hér fyrir neðan með minnisatriðum úr annars óskráðri dagbók (sjá Skammdegissögur meiri hluti), já svona minnistextar fyrir sjálfa mig fremur en pælingar eða bein skemmtiatriði ...

Gleðilegt ár 2008!

10 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Þýðir Dublin... djúpa lind????

ekj

6:58 PM  
Anonymous Anonymous said...

Skammdegissögur, flottur titill, hér eru að byrja flugeldar.

og útigangshestar.

ekj

7:13 PM  
Anonymous Anonymous said...

á ég kannski að fara yfir stöðuna, fúff.

ekj

7:13 PM  
Anonymous Anonymous said...

bara svo stórkostlegt ár... og nýtt að byrja með nýju barnabarni sem ég hef verið beðin um að passa.... og fimmtugsafmæli og útskrift ef guð lofar.

ekj

7:14 PM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

ja, ég veit ekki hvad thydir hvad en eg las thetta einhversstadar ... skal gá vi tækifæri, æ tharna var æid, sorry blóm nú er ég allt i einu á dønsku lyklabordi. kem heim thann fjorda .. buin ad dansa inn árid med dønum! godt nyt år!

9:36 PM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

til hamingju ... jamm, stórammælisár; vid eigum hundrad og fjørutíu ára ammæli samanlagt, vid thín fimmtíu bætast mín sextíu og svo trjátíu ára vinkonuammæli. En thú ert fyrst!

9:40 PM  
Anonymous Anonymous said...

Bestu þakkir fyrir skemmtilegt lesefni á nýju ári elsku systir mín. Og óskir um gott og gæfuríkt ár 2008.
Þín Bogga

10:39 AM  
Anonymous Anonymous said...

Takk takk hjartans þakkir, og sömuleiðis. Ég er á leið frá kaupmannahöfn eftir fína daga, áramótadaga. Sit í lest. Tókst að logga mig inn á þráðlausa netið í lestinni í fyrsta sinn. Snjallt og stórfurðulegt ekki satt?

Og búin að sjá bróðurdótturdótturina nýju! með kærri ferðakveðju ...

6:48 PM  
Anonymous Anonymous said...

hæ krúsa krístín krúttlingur, whats up, ég er að reyna herða mig uppí sund en vantar þig, hvenær kemur þú, áttu bók sem heitir Sacred Play, heldurðu hún fáisst í bókabúðinni hjá þér, e. Anne O Reilly, skammdegi og blánkheit.
kveðaj, Ekj

8:49 PM  
Anonymous Anonymous said...

hún er til í netbúðinni adlibris.se minni en þeir senda ekki til íslands komst ég að þegar ég hringdi.hve mikið liggur á henni? kannski einfaldara að panta beint frá Bretlandi?
þín Kb

4:09 PM  

Post a Comment

<< Home