My Photo
Name:
Location: Göteborg, Sweden

Wednesday, October 22, 2008

Engin bóla


Ekki bloggað í átta vikur (!) eftir þetta hamingjusumar, svo ekki get ég átt von á mörgum gestum. 

Get bara ekki orðabundist, því mér blöskra "brandararnir" sem ég heyri, þótt ég búi ekki í bretlandi heldur í norðrinu sjálfu.

"Íslandi væri best borgið með því að verða brot af Rússlandi" var mér tilkynnt á mánudaginn var, sí svona beint upp í mitt opna geð og ég varð svo reið og döpur í senn að það lá við að ég þagnaði. 

*

Í gær var ég í kontról hjá Dr. Nyman á krabbameinsdeildinni. Hann var mjög ánægður með mig, já gott ef ekki montinn af velheppaðri lækningu og engin ný og grunsamleg bóla í augsýn!  Svo spurði hann hvort það væri satt að allir brunuðu um í dýrindis fjallajeppum á Íslandi.

Fínt þegar fólk spyr. Þá er bara að svara. Og ég hélt áfram að svara svo ég komst varla út úr dyrunum. Varð sjálf hálf undrandi hvað mér varð mikið niðri fyrir við að endursegja Víðsjá frá tveim síðastliðnum föstudögum, með íslensku gáfufólki úr menningargeirum ...  og svo heyrði ég mig fullyrða að bara c.a. önnur hver manneskja hefði nú verið á jeppa ...

*
Eitt og annað sem ég heyri að heiman þessar vikurnar minnir mig óneitanlega á viðbrögð fólks í Argentínu 2001 - 2002.  Þá fór fólk í Buenos Aires almennt að snúa bökum saman á nýjan máta og ábyrgðarfullan. þ.e.  í allri óvissunni, þegar pesóinn varð bara einn þriðji af sjálfum sér (og bandaríkjadollaranum) á tveim þrem mánuðum, fólk hafði engan aðgang að sínu sparifé, launagreiðslur voru ekki lengur sjálfsagðar og þar fram eftir götunum í þessu annars ríka landi.

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

til hamingju með heilsuna!!! : ) Dg

6:23 PM  
Anonymous Anonymous said...

Gott að sjá góðar fréttir af þér. Við erum komin aftur á Klakann eftir Ameríkuferðina. Íslensku fótboltastelpurnar voru þær írsku á frosnum Laugardalsvelli í dag!
Kveðja
Stella

9:49 PM  
Anonymous Anonymous said...

Gott að sjá góðar fréttir af þér. Við erum komin aftur á Klakann eftir Ameríkuferðina. Íslensku fótboltastelpurnar voru að vinna þær írsku á frosnum Laugardalsvelli í dag!
Kveðja
Stella

9:50 PM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

já til hamingju með stelpurnar!
hlakka til að heyra ferðasögu;
er enn á leiðinni út í búð að kaupa heyrnar eitthvað til að geta skæpast aftur : )

8:45 PM  
Blogger Freyja said...

Til hamingju með heilsufréttirnar.
Sem betur fer gleymir fólk fljótt hvað hefur verið í fréttum. Nú eru allir uppteknir af því að svartur maður sé í fyrsta sinn orðinn forseti bandaríkjanna. Þannig að bankahrun Íslands eru "old news". Ég hef sem betur fer ekki orðið fyrir neinu áreiti þrátt fyrir að búa í Englandi... en hef svo sem heyrt af öðrum íslendingum lenda í þannig...
kveðja Freyja

11:59 AM  

Post a Comment

<< Home