Í Hveragerði
Ég er í blíðunni í Hveragerði þessar vikurnar, búin að virða fyrir mér hverapottana hans Sigurjóns í Hverabakaríi (hann tekur svo rúgbrauðið upp í fyrramálið kl. 05:00); skoða nýju hverina sem mynduðust í jarðskjálftunum 29. maí síðastliðinn, bruna um Flóann í fínu veðri ... fá heimsóknir í Varmalíðina sem er minnsta og elsta hús Hveragerðis og stendur við stærsta og fallegasta tré bæjarins; sitja með Elísabetu heilt bráðskemmtilegt föstudagskvöld kvöld á Kaffi Kidda rót; taka sundspretti í 70 ára gömlu og frábæru lauginni handan við littla skrúðgarðinn og Varmá; villast inn í Gufudal á góðvirðisdegi ... og í dag kemur Hafdís skólasystir og ætlar að ganga með mér inn í Reykjadal.
Á sunnudaginn kemur, þann 20. tek ég þátt í uppákomu á Listasafni Árnesinga, í tilefni þess að sýningu á verkum Magnúsar Kjartanssonar er að ljúka. Allt saman af því hún Inga safnstjóri er svo sniðug og snögg að skipuleggja. Sjá kynningu hér.
Á sunnudaginn kemur, þann 20. tek ég þátt í uppákomu á Listasafni Árnesinga, í tilefni þess að sýningu á verkum Magnúsar Kjartanssonar er að ljúka. Allt saman af því hún Inga safnstjóri er svo sniðug og snögg að skipuleggja. Sjá kynningu hér.
4 Comments:
Gleymdu bara ekki að nálgast hverabrauðið í fyrramálið þó svo ég verði ekki komin strax kl. 5 árdegis til að borða það með þér þá vonast ég eftir að fá smakk þegar ég kem. Og vel af smjöri með. Frábært hvað fer vel um þig þarna í Hveragerði. Hlakka til að sjá þig. Þín Bogga
Vid komust thví midur ekki á sunnudaginn. Bestu kvedjur, Stella og Kristinn
Sæl, frænka góð.
Gaman að heyra að þú ert á landinu að sækja þér orku.
Svo minnst sé á afmælisdaga- þá átti Hákon móðurbróðir þinn þann 23. júlí- þ.e. í dag.
Það jafnaðist ekkert á við hverabrauðin- þegar ég var að alast upp-komu þau x 1 í viku í ágæta matvörubúð á Laugavegi, þar sem Magga trúði mér fyrir því að skreppa, og kenndi mér að bíða í biðröð.Þá var afgreitt yfir borðið, og þurfti maður að telja afganginn svo allt væri rétt. Kærar kveðjur, Páley Jóhanna.
Gaman að fá kveðjur að norðan, langt að sunnan og vestan!!! Takk.
Og takk fyrir þessa fróðlegu sögu frænka mín kær : )
bestu kveðjur / K
Post a Comment
<< Home