My Photo
Name:
Location: Göteborg, Sweden

Thursday, July 17, 2008

Í Hveragerði

Ég er í blíðunni í Hveragerði þessar vikurnar, búin að virða fyrir mér hverapottana hans Sigurjóns í Hverabakaríi (hann tekur svo rúgbrauðið upp í fyrramálið kl. 05:00); skoða nýju hverina sem mynduðust í jarðskjálftunum 29. maí síðastliðinn, bruna um Flóann í fínu veðri ... fá heimsóknir í Varmalíðina sem er minnsta og elsta hús Hveragerðis og stendur við stærsta og fallegasta tré bæjarins; sitja með Elísabetu heilt bráðskemmtilegt föstudagskvöld kvöld á Kaffi Kidda rót; taka sundspretti í 70 ára gömlu og frábæru lauginni handan við littla skrúðgarðinn og Varmá; villast inn í Gufudal á góðvirðisdegi ... og í dag kemur Hafdís skólasystir og ætlar að ganga með mér inn í Reykjadal.

Á sunnudaginn kemur, þann 20. tek ég þátt í uppákomu á Listasafni Árnesinga, í tilefni þess að sýningu á verkum Magnúsar Kjartanssonar er að ljúka. Allt saman af því hún Inga safnstjóri er svo sniðug og snögg að skipuleggja. Sjá kynningu hér.


4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Gleymdu bara ekki að nálgast hverabrauðið í fyrramálið þó svo ég verði ekki komin strax kl. 5 árdegis til að borða það með þér þá vonast ég eftir að fá smakk þegar ég kem. Og vel af smjöri með. Frábært hvað fer vel um þig þarna í Hveragerði. Hlakka til að sjá þig. Þín Bogga

11:16 PM  
Blogger Kristinn og Stella said...

Vid komust thví midur ekki á sunnudaginn. Bestu kvedjur, Stella og Kristinn

7:35 PM  
Anonymous Anonymous said...

Sæl, frænka góð.
Gaman að heyra að þú ert á landinu að sækja þér orku.
Svo minnst sé á afmælisdaga- þá átti Hákon móðurbróðir þinn þann 23. júlí- þ.e. í dag.
Það jafnaðist ekkert á við hverabrauðin- þegar ég var að alast upp-komu þau x 1 í viku í ágæta matvörubúð á Laugavegi, þar sem Magga trúði mér fyrir því að skreppa, og kenndi mér að bíða í biðröð.Þá var afgreitt yfir borðið, og þurfti maður að telja afganginn svo allt væri rétt. Kærar kveðjur, Páley Jóhanna.

12:34 PM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

Gaman að fá kveðjur að norðan, langt að sunnan og vestan!!! Takk.
Og takk fyrir þessa fróðlegu sögu frænka mín kær : )
bestu kveðjur / K

5:34 PM  

Post a Comment

<< Home