My Photo
Name:
Location: Göteborg, Sweden

Sunday, July 27, 2008

Enn einn dagur í Hveragerði


Siðasta kvöldið mitt í Hveragerði að sinni; datt í hugað líma inn einsog tvær "heimildarmyndir" frá hinni ljúfu sumardvöl (þrátt fyrir framkvæmdir í hlaðvarpanum í Varmahlíð :)).

Efri myndin er tekin úr Reykjadal, þegar við Hafdís Sigurgeirs röltum inn dalinn í leit að hlýjum læk sem við fundum án erf
iðiðsmuna eftir c.a klukkustundar göngu.
Og sú neðri er tekin í Listasafni Árnesinga um síðustu helgi.



Það var gaman að lesa upp ljóð um tangó í Listasafni Árnesinga þann 20. júlí sl. fyrir lúxus hlustendur og horfa síðan á myndirnar hans Magnúsar Kjartansson enn á ný. Kogga ekkjan hans kom og sagði frá, í samtali við Ingu Jónsdóttur safnstjóra (fyrir miðju) og við létum smella af okkur þessari mynd vegna dagsins.

Í dag var opnuð sýningin "Á ferð með fuglum" myndir eftir Höskuld Björnsson ( 1907-1963) Hrafnhildur Scram var sýningarstjóri; fullt af fólki á ferð um salinn að skoða fugla við gítarundirleik Harðar Friðþjófssonar fuglalagið la paloma. Ég hitti Gyrði Elíasson, Aðalsteinn Ingólfsson listfræðing sem man svo vel eftir Nonna bróður frá Reykjaskóla ... og fleira skemmtilegt fólk sem ég sjaldan sé.
Heillandi sýning ... og svo sér maður uppáhalds jólakort úr bernsku; snjótitittlingarnir voru þá eftir listamann frá Hornafirði!

Seinasta vikan öll reyndist viðburðarík, með Reykjavíkurferð á þriðjudegi og síðan norðurferð.
Við Bogga hlustuðum saman á lóur og gauka við Þrístapa og sólin flæddi um hólana, Hagann, Hópið, Flóðið og fjöllin allt í kring ...

Á heitasta degi ársins (fram að þessu) kom svo Lóló systir í heimsókn í Varmahlíð og í dag mættu frænkur mínar að vestan Valdimarsdætur, Þórunn og Lilja birtust í grasinu hver á fætur annarri ásamt fylgdarmönnum. Þórunn ætlaði svo að sýna mér svefnloft hússins sem ég vissi ekki af ... en lykillinn var horfinn! Rétt eins og síminn. Já og málverkið fyrir ofan sóffann sem hrundi oná Gunnar Kvaran og cellóið hans í jarðskjálftanum ...


4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Fallegar lýsingar á ánægjulegum stundum og dögum eins og þín var von og vísa. Vona að þú hafir átt góða heimkomu því yfirleitt er það eitt af því besta við ferðalög að koma heim aftur. Með kveðju frá systur þinni Boggu

11:08 PM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

jú takk, það var bara fínt að lenda og finna loks blómin lifandi heima hjá sér ... þótt þau hafi séð um sig sjálf í mánuð! og
20 stiga hiti alveg fram í miðnættismyrkur!

12:01 AM  
Anonymous Anonymous said...

Velkomin heim, takk fyrir SMS. Í Reykjavík var methiti í gær ca. 26 gráður og það var mjög hlýtt að ganga heim eftir Kaffitársmilonguna sem var fjölmenn í suðrænum hitanum.
Kær kveðja
Stella

12:34 AM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

Váá! svo það hefur sem sagt vara verið "þokkalegt veður" líka á Íslandi ...

1:45 AM  

Post a Comment

<< Home