My Photo
Name:
Location: Göteborg, Sweden

Saturday, June 13, 2009

kveðja frá Siem Reap


Ég er loks farin a
ð átta mig á að húsin hér eru hús thótt ekki séu endilega veggir. Í borgunum eru húsin yfirleitt veggjuð og stundum steinsteypt, en um leið og komið er út fyrir borgirnar er thad svefnloftið sem stendur eins og á stólpum, jarðhaeðin er opin dagsstofa, matsalur, eldhús, staður fyrir ýmis storf fjolskyldunnar og thar er rúm afans og|eda ommunnar í theim húsum sem ég hef komið í. Thokin oft úr pálmabl0ðum ef ekki grasstráum a thá bárujárni eins og veggirnir víða í úthverfum í bland vid bambus og einhveskonar pappaspjold. Hreysin á thví sem eftir er af hinu fljótandi thorpi á ánni og í ósnum við vatnið Tonlé Sap, bera vitni um hugarflug og ótrúlega aðlogunarhaefni thessa flólks, en thad er saga útaf fyrir sig ...


Í dag er fjór
ði upplestur norraena hópsins thessa viku (auk workshops) og sá thridji sem ég tek persónulega thátt í. Eða hvað! Nú virðist komið babb í bátinn, segir Anna við naestu tolvu hér á internetkaffinu. Framkvaemdastjóri menningarthorpsins thar sem vid áttum að koma fram ásamt kambódíonskm skáldum hringir á síðustu stundu og segir viðgerð í gangi einmitt á sviðinu sem okkur var aetlað! Hvort vid getum eki bara komin einhvern annan dag. Ha ha!! Og thad sem er búið ad undirbúa einmitt fyrir thennan lestur, ný variant af thýdingum, songvari komin frá Phom Penh ... og búin ad aefa hrísgrjónaekrulag við ljóð mitt Hljóðfaeri Vinda (um Baby Bandoneon) og undirbúa ljóðasonginn fyrir kambódíonsku skáldin.

En hva
ð svo sem gerist í dag, thá geymi ég minninguna um frábaera tíma á fimmtudaginn thegar Marianna, Jóanes og ég lásum á Kennaraháskólanum, hér í Siem Reap, fyrir um 150 nemendur frá upphafi og them fjolgadi bara thegar á leið, enda lásu (og sungu) allnokkrir nemendur í lokin og dagskráin endaði á tólistarverki sem leikið var á eitt einasta pálmablad.

Vid sátum á svi
ðinu - undir myndum af kónginum og foreldrum hans - allan tíman ásamt allnokkrum kambódíonskum skáldum, thar af tveir ungir og brosmildir munkar, nema skáldið í hjólastólnum komst aldrei thangad og las úr sínum stól á gólfinu. Anna var með, hún kynnti mig á sinni reiprennandi khmer og thýddi mína persónulegu kynningu og svor vspurningum. Ég las um tangó, fyrsta ljóðið í bókini Ég halla mér að thér og flýg eitt numer í senn sem Ak Haing las svo á khmer. Kennaranemarnir virtust vel kunna ad meta thad og skellihlógu thegar ég stalst til að míma smá undir thýðingunni. Ak Haing tók thví vel og í samleiknum varð ég trúður á hvítum kjól.

Í gaer var fari
ð í skoðunarferð um Ankor Wat og á morgun liggur leidin aftur til Phom Penh og beint í stíft prógram alla vikuna, workshops og upplestar til skiptis. Thá fáum vid Marianna og ég strax frá mánudagsmorgni, ad kynnast krokkum sem er verid ad bjarga frá tvi ad lifa á ruslahaugunum.

Það er á vegum PSE Steung Meanchey og fleiri hjálparstofnanna.

Sjá dagskrá vikunnar HÉR

6 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Gaman að lesa bloggið, takk fyrir að fá að fylgjast með. Kv. Stella

12:26 PM  
Anonymous Anonymous said...

ég er búin að lesa báðar færslurnar og er komin með mynd, kókoshnetur, pálmablöð, söngur og lítill drengur sem vill að þú sért mamma hans,

ég bið að heilsa Jóhanes,

frábært hvað ferðin gengur vel,

þetta hljómar allt harla ótrúlega herra tangódansari og frú

nú fer örugglega fullt af grænu sefi inní hausinn á þér,

Elísabet frænka á Suðurskautinu

2:19 PM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

Takk fyrir að lesa og kommentera ... já þetta ER harla ótrúlegt og nú er háttatími í PHnom Penh, fullt af sogum sem fá að bíða og og börnum
knús héðan úr hlýu regni í Phnom Penh og niðadimmu kókostrúðakvöldi ... K

4:26 PM  
Anonymous Anonymous said...

Frábært að fá innsýn í þín ævintýri í Kambodíu, örugglega eru það fleiri en þessi drengur sem vill fá þíg fyrir mömmu.Ég komin úr minni góðu ferð og er í Drangshlíðardal eins og stendur, með tónlist frá Skógafossi í stað karlakórssöngs.
Njóttu ferðarinnar mín kæra systir. Bogga

2:47 PM  
Blogger Lena said...

Elsku frænka
Ævintýrin þín lifna svo við í orðunum þínum. Ég vildi geta orðað hlutina jafn fallega og þú. Til lukku með góða skoðun hjá Fagrafjalli og hinum læknunum þínum. Njóttu ævintýranna þinna.
Bestu kveðjur
Lena

2:35 AM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

Takk Lena og takk Bogga fyrir ykkar ljúfu komment. Og já ég held ég hafi eignast hálffullorðna dóttir í Siem Reap og síðan nookur börn hér í úthverfum Phom Pen ... sé ég þarf að fara að blogga meira fyrst þið komið í heimsókn!!!

4:23 PM  

Post a Comment

<< Home