Vorheimsókn á Jubileumklinikken
Nú er hálft ár síðan þú varst hér seinast og þrjú ár síðan þú komst hingað í allra fyrsta sinn, sagði doktor Nyman i dag.
- Hm bara þrjú ár?
- Já, síðan þú komst hingað á Jubileumsklinikken, þá varstu búin að vera á Háls nef og eyrnardeildinni hér hinum megin við götuna, en við skulum bara sjá, jú 2. mars 2006 komstu til mín í fyrsta sinn.
- Já svo það tók þenna tíma, 14 dagar hér og 14 dagar þar, alltaf tvær vikur í bið. En það var í desember 2005 sem ég fór til heimilislæknissins sem vildi láta mig bíða í 3 mánuði með að fara til sérfræðings og ég svona heppin að eiga vinkonu sem líka var heimilislæknir og vissi betur svo ég heimtaði háls nef og eyrnarsérfræðing ...
Sólskinsdagurinn í janúar fyrir þrem árum birtist mér enn einu sinni, dagurinn þegar ég fékk fyrstu tilkynninguna um krabbamein. Tilkynning sem var lengi að síast inn í mig, eitt augnablikið var hún hugsanlegur dauðadómur, næsta augnablik bara eitthvað nokkurnvegin góðkynja, sem kannski væri óþarfi að rjúka í harkalega hefðbundna meðferð útaf.
- Og hvernig hefur þér svo liðið síðan seinast?
- Vel. Minnir mig. Við ískrum smá af hlátri bæði og ég útskýri að ég sé svo gleymin að ég gleymi fljótt þeim stundum sem mér líður ekki vel, og akkúrat núna líður mér rjómavel og er ánægð með sjálfa mig eftir fimm daga tangóhátíð í Málmey (7.-13. apríl). Soldið meira kvefsækinn en venjulega þennan vetur í vetur, hef fengið inflúensu og háan hita eins og annað fólk barasta. Hálsilska hefur komið og farið, einatt sýnt sig að vera upphaf að hálsbólgu sem svo líður hjá.
- Ég verð að biðja þig að taka taka af þér sæta sjalið ... Þetta lítur vel út.
Doktor Nyman horfir og þuklar, þuklar og spyr.
- Hvernig gegnur að borða? Er bragðið alveg komið aftur og hvað með munnþurkinn ...
Er eitthvað af aukaverkunum sem hindra þig núorðið eða klarar du alla aktiviteter?
Bragðið er í fínu lagi og við munnþurrki nota ég töflur til að geta talað og dansað án þess að varirnar klístist fastar og tungan ... jú eitt sem ég ræð ekki við núna þetta misserið: ég borða helst ekki meðal fólks. En það er ekki útaf sárum hálsi, heldur útaf tönnunum, brú sem brást.
Doktor Nyman hlustar af hluttekningu sem ég get ekki annað en dáðst að . – Meinarðu að þú farir þá ekki út að borða?
Mnjaa, neee og bít helst ekki í neitt meðal fólks, þori ekki að borða brauð, bara voða mjúkan mat, nema ég sé í námunda við spítalann, búin að brjóta fleiri bráðabirgðabrýr. En þetta stendur allt til bóta, ég er í góðum höndum hérna hjá prófessorunum á tannlæknaháskólanum, á tíma á morgunn á einni deildinni og hjá frú Fagrafjalli í maj ...
- Ja ja, då så ...
Fyrst á leiðinni heim rann upp fyrir mér hversu gleyminn ég er. Svo seint sem i fyrradag rann það upp fyrir mér að ég þori ekki svo mikið sem reyna að kyssa. Það þarf munnvatn í almennilega kossa, ég man ekki betur. Hvort ég hef ekki hitt rétta kossafélagann og nota þessa aukaverkun sem afsökun, eða hvort um raunverulega hindrun er að ræða fæ ég engin svör við hjá sjálfri mér. Hversvegna álpaðist ég ekki til að nefna þetta við dr. Nymann!!! Og hvers vegna hef ég ekki heyrt aðrar manneskjur sem hafa fengið góðan geislaskammt á hálssvæðið, lýsa vandamálinu. Munnurinn sem er til svo margs vís, í tjáningu og nautn.
Trúlega feimnismál. Ef einhver með reynslu af radioþerapíu á þessu viðkvæma svæði lítur hér við yrði ég þakklát fyrir komment.
Ég sagði dr. Nyman frá fyrirhugaðri skáldaferð til Kambódíu í júní, og frá bókinni minni á sænsku. En hvers vegna gaf ég honum ekki eintak?
Það fyrsta sem ég geri þegar ég kem heim er að árita eintak til hans: "en liten bok som om dansen som räddade mitt liv, till läkaren som räddade mitt liv så strålande bra" (lítil bók um dansinn sem bjargaði lífi mínu, til læknisins sem bjargaði lífi mínu svo geislandi vel). Tek hana med næst þegar ég á leið hjá ... þ.e. strax á morgun.
- Hm bara þrjú ár?
- Já, síðan þú komst hingað á Jubileumsklinikken, þá varstu búin að vera á Háls nef og eyrnardeildinni hér hinum megin við götuna, en við skulum bara sjá, jú 2. mars 2006 komstu til mín í fyrsta sinn.
- Já svo það tók þenna tíma, 14 dagar hér og 14 dagar þar, alltaf tvær vikur í bið. En það var í desember 2005 sem ég fór til heimilislæknissins sem vildi láta mig bíða í 3 mánuði með að fara til sérfræðings og ég svona heppin að eiga vinkonu sem líka var heimilislæknir og vissi betur svo ég heimtaði háls nef og eyrnarsérfræðing ...
Sólskinsdagurinn í janúar fyrir þrem árum birtist mér enn einu sinni, dagurinn þegar ég fékk fyrstu tilkynninguna um krabbamein. Tilkynning sem var lengi að síast inn í mig, eitt augnablikið var hún hugsanlegur dauðadómur, næsta augnablik bara eitthvað nokkurnvegin góðkynja, sem kannski væri óþarfi að rjúka í harkalega hefðbundna meðferð útaf.
- Og hvernig hefur þér svo liðið síðan seinast?
- Vel. Minnir mig. Við ískrum smá af hlátri bæði og ég útskýri að ég sé svo gleymin að ég gleymi fljótt þeim stundum sem mér líður ekki vel, og akkúrat núna líður mér rjómavel og er ánægð með sjálfa mig eftir fimm daga tangóhátíð í Málmey (7.-13. apríl). Soldið meira kvefsækinn en venjulega þennan vetur í vetur, hef fengið inflúensu og háan hita eins og annað fólk barasta. Hálsilska hefur komið og farið, einatt sýnt sig að vera upphaf að hálsbólgu sem svo líður hjá.
- Ég verð að biðja þig að taka taka af þér sæta sjalið ... Þetta lítur vel út.
Doktor Nyman horfir og þuklar, þuklar og spyr.
- Hvernig gegnur að borða? Er bragðið alveg komið aftur og hvað með munnþurkinn ...
Er eitthvað af aukaverkunum sem hindra þig núorðið eða klarar du alla aktiviteter?
Bragðið er í fínu lagi og við munnþurrki nota ég töflur til að geta talað og dansað án þess að varirnar klístist fastar og tungan ... jú eitt sem ég ræð ekki við núna þetta misserið: ég borða helst ekki meðal fólks. En það er ekki útaf sárum hálsi, heldur útaf tönnunum, brú sem brást.
Doktor Nyman hlustar af hluttekningu sem ég get ekki annað en dáðst að . – Meinarðu að þú farir þá ekki út að borða?
Mnjaa, neee og bít helst ekki í neitt meðal fólks, þori ekki að borða brauð, bara voða mjúkan mat, nema ég sé í námunda við spítalann, búin að brjóta fleiri bráðabirgðabrýr. En þetta stendur allt til bóta, ég er í góðum höndum hérna hjá prófessorunum á tannlæknaháskólanum, á tíma á morgunn á einni deildinni og hjá frú Fagrafjalli í maj ...
- Ja ja, då så ...
Fyrst á leiðinni heim rann upp fyrir mér hversu gleyminn ég er. Svo seint sem i fyrradag rann það upp fyrir mér að ég þori ekki svo mikið sem reyna að kyssa. Það þarf munnvatn í almennilega kossa, ég man ekki betur. Hvort ég hef ekki hitt rétta kossafélagann og nota þessa aukaverkun sem afsökun, eða hvort um raunverulega hindrun er að ræða fæ ég engin svör við hjá sjálfri mér. Hversvegna álpaðist ég ekki til að nefna þetta við dr. Nymann!!! Og hvers vegna hef ég ekki heyrt aðrar manneskjur sem hafa fengið góðan geislaskammt á hálssvæðið, lýsa vandamálinu. Munnurinn sem er til svo margs vís, í tjáningu og nautn.
Trúlega feimnismál. Ef einhver með reynslu af radioþerapíu á þessu viðkvæma svæði lítur hér við yrði ég þakklát fyrir komment.
Ég sagði dr. Nyman frá fyrirhugaðri skáldaferð til Kambódíu í júní, og frá bókinni minni á sænsku. En hvers vegna gaf ég honum ekki eintak?
Það fyrsta sem ég geri þegar ég kem heim er að árita eintak til hans: "en liten bok som om dansen som räddade mitt liv, till läkaren som räddade mitt liv så strålande bra" (lítil bók um dansinn sem bjargaði lífi mínu, til læknisins sem bjargaði lífi mínu svo geislandi vel). Tek hana med næst þegar ég á leið hjá ... þ.e. strax á morgun.
8 Comments:
While I surf blog , i found a all new trick in http://pic-memory.blogspot.com/Vistor can comment and EMBED VIDEO YOUTUBE , IMAGE. Showed Immediately!
EX : View Source.
http://pic-memory.blogspot.com/2009/02/photos-women-latin-asian-pictu...(add photos and videos to Blogspot comments).
Written it very smart!
I wonder how they do it ? Anyone know about this , please tell me :D
(sr for my bad english ^_^)
email: ya76oo@ya76oo.com
thanks.
Já eru virkilega meira en 3 ár síðan við hitumst í Köben hjá Stellu. En ég dáist alltaf jafnmikið að því hvernig þú dansaðir í gegnum meðferðina og dansaðir og skrifaðir þig frá erfiðleikunum. Til hamingju með góða skoðun. Sendi þér áhugaverða vefslóð á íslensku um munnvatnið.
http://fsu.is/~ornosk/liffraedi/melting/melting7/munnur6.html
Með kærum kveðjum frá Boggu systur
Já bráðum þrjú og hálft! það var í desember 2005 og í septemberbyrjun sama ár sem við brunuðum norður hálendið með tvo alþjóðlega tangóara (skelltum við okkur ekki með húfur í laugina á Hveravöllum?). Takk fyrir hamingju ósk, ljúft að heyra frá þér.
k
ps. já fróðleg síða um mikilvægi munnvatsins, en minna um hvernig maður kemst af án þess.
uppáhalds pillurnar mína eru Xerodent sem renna í munninum og klistrast ekki fastar eins og margar aðrar við munnþurki og endast betur en sprey, = bæði danspillur og talpillur (med fluor).
svo fékk ég komment sent sem trúnaðarmál, sem staðfestir að það nægi að annar kossagerandinn sjái um munnvatnsframleiðsluna : )
= engin ástæða til að vera merkilegri með sig en mann langar til
Kristín varstu að blogga !!!!!!
Hafði ekki glóru.
Hversu oft hef ég ekki kíkt og ekkert en núna... FULLT gaman gaman, skemmtileg færsla, ef þú skrifar bók um sjúkdóminn myndi ég reyna að koma FAGRAFJALLI fyrir í titlinum, þetta er svo tær og hrein færsla, og ótrúlega eitthvað stutt langt síðan og þú varst eitthvað svo fögur þarna inni hjá lækninum, svo viðkvæm, sterk og fögur, já já já, var að vakna, klukkan er ellefu, ég er svo glöð að þér er batnaði, ég verð alltaf glöð yfir því, og næst þegar þú kemur skulum við fara útað borða og fá okkur einhverjar fljótandi kræsingar, og flæða um bæinn,
yndislega Kristín, takk fyrir að vera til, ég elska þig, þín vinkona Elísabet
Það er mjög góður eiginleiki að muna ekki eftir öllum stundunum sem manni leið illa. Ég las reyndar um daginn að þetta væri eitthvað sem fólk gerði almennt, það myndi frekar eftir öllu því góða en því slæma.
Vildi bara kasta á þig kveðju frænka góð, og litla frænka þín hún Fríða María biður líka að heilsa.
Váá yndisleg komment sem ég hafði ekki hugmynd um ... fyrr en mér datt í hug að gá hvort ég hefði nokkuð bloggað nýlega. Ástarþakkir, líka til minnstu frænkunnar minnar með fallega nafið: Fríða María.
var bara að kíkja eftir nýju bloggi dísin mín,
elísabet
Post a Comment
<< Home