árið sem leið - þriðji hluti - dans- og leiklistarhaust i Gbg
Listdans og leikhúsferðir haustsins
Óperan byrjaði leikárið með stórmerkilegri uppákomu, Dansgala 29 og 30 ágúst. Nýjung í Gautaborg sem balletstjórinn Johannes Öhman tóku uppá núna eftir tvö ár í stöðunni.
Þar var voru á sviðinu allt frá nemendum við Svenska Balettskolan í Gautaborg, konunglegum hirðdönsurum höfuðborgarinnar (Jan-Erik Wikström og Marie Lindqvist) og brotum frá heimsins besta núlifandi listdansi ... til Street, Hipp hopp og House.
Þegar David Hallberg og Gillian Murphy frá American Ballet Theatre léku sér að þriðja þætti Svanavatnsins, pas de deux, átti ég fullt í fangi með að trúa eigin augum. Hæfni þeirra einsog skákaði öllum náttúrulögmálum, hóf sig yfir þau. Michail Barysjnikov var listrænn stjórnandi við þennan Metropolitanballet í New York í tíu ár (1980 - 1990) og lagði áherslu á klassískan ballet. Í dag heitir stjórnandinn Kevin Mckenzie. Tveir yngri sólódansarar frá sama dansflokki dönsuðu brot úr Don Quixote, Daniill Simkin og Sarah Lane, fínir dansarar en nánast jarðnesk miðað við fyrrnefnda parið í meira en hundrað ára gömlu vatni.
Konunglegi balletinn sænski er með þeim eldri í heiminum stofnaður av Gustav III árið 1773 og í dag stærsti listdansflokkur Svíþjóðar með sína 73 dansara. Gautaborgarballetinn - þ.e. GöteborgsOperans Balett - getur aðeins rakið sögu sína til ársins 1920 en hreykir sér hinsvegar af að vera stærsti norræni nútíma dansflokkurinn með um 40 dansara. Ef til vill breyttist hann þó í nútíma dansflokk fyrst með Ulf Gadd (listrænn stjórnandi frá 1976) sem skapaði nýja tegund av dansleikhúsi með eigin sýningum eins og TangoBuenos Aires 1907. Framlag heimadansflokksins á Galakvöldinu var brot úr Black Biist eftir Wim Vandekeybus með Hlín Hjálmarsdóttur sem einn af tveimur gestadönsurum.
Sjö manna Sænski Street dance flokkurinn BounchE jók vinsælir sínar í sumar sem leið með heiðursdansi til Michael Jackson, þegar flokkurinn safnaði saman yfir 300 dönsurum á Sergels torg í Stockhólmi sem á gefnu augnabliki tóku að dansa kóreografíuna við MJ músikvídíó "Beat it". BounchE vantaði ekki á svið Óperunnar þetta kvöld ... og dansflokkurinn Twisted Feet fékk líka að láta ljós sitt skína að ógleymdum Gulbergballetinum og meisturum frá Nederlands Dans Theater sem sem dönsuðu atriði úr verki eftir Jirí Kylián 27´52.
(Sjá grein um þann síðastnefnda Hér)
Jonas Gardell var kynnir en ég missti af honum því hann missti af generalprufunni og hans eigið blogg er hér.
*
11. október fór ég svo á danssýningu haustsins í Gautaborgaróperunni og var yfir mig ánægð með Gautaborgarballettinn. Sá þrjú frábær verk með minnið sem þema, hvernig líkaminn man, eftir þrjá ólíka danshöfunda: Emty House eftir Johan Inger, Your Passion is pure joy to me e. Stijn Celis og Slope e. Cristina Caprioli. Samnefnari In memoriam. Síðasta verkið fjallaði um okkar óhjákvæmilega hverfulleika.
*
Seint í október kom Mats Persson til Gautaborgar og þann 27. fórum við á sýningu hjá Backa teatern, Gansters of Gothenburg, sem fékk undurgóðadóma bæði hér og hjá gagnrýnendum höfuðborgarinnar. Og vissulega var sýningin áhugaverð, bæði efnislega og leikhúslega, einkendist af lipurð og látleysi og gaf samtímis nærverutilfinningu eða intimitet sem var mögnuð í stórum sal! Ekkert af hávaðahryllingi sem einkenndi uppsettninguna á leikverkinu Vi som är hundra, eftir Jonas Hassen Khemiri sem ég sá í Borgarleikhúsinu í haust þ.e. Göteborgs Stadsteater. Það leikhús hélt uppá 75 ára afmæli sitt í september en hvíslar því stöðugt að manni að það sé í rauninni elsta borgarleikhús landsins 91 því árið 1918 var AB Göteborgs Teater stofnað, og falið að "vårda och trygga den dramatiska konsten", en núverandi bygging við Götaplatsen var fyrst tilbúin 1934. Leikhúsið sem varð þekkt fyrir dirfsku í leikritavali á fimmta áratugnum, dirfsku sem ekki tíðkaðist í leikhúsum höfuðborgarinnar. Síðan 2006 er Anna Takanen listrænn stjórnandi og leikhúsið fær athygli fyrir nýsköpun þessi misserin, rétt eins og þegar Jasenko Selimovic lyfti því í hæðir bæði í aðsókn og virðingu leikússheimsins. Og hvað hefur þessi leikhússaga svo með mitt líf að gera? Kanski soldið fjarlæg saga, en þegar ég kom til Svíþjóðar seint síðla ársins 1985, var Birgitta Palme (1940 - 2000) leikhússtjóri. Hún dreif mig strax í vinnu og meðan hennar naut við fannst mér ég hálfpartin eiga heima í leikhúsinu við Gautatorgið með Póseidon í góðri stöðu á torginu.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home