Phnom Penh pósturinn
Dagskrá síðustu hátíðavikunnar í Phnom Penh birtist í The Phnom Penh Post daginn eftir að við komum úr hringsólinu um byggðir Kambódíu, ásamt símaviðtali við Anna Mattsson, tekið í rúgbrauðsrútunni meðan við brunuðum frá Siem Reap á sunnudegi áleiðis til Phom Penh. Hún sagði frá hátíðinni "Norðrið mætir Mekong" og ólíkum viðhorfum til ljóðsins. Það sem við erum að gera við ljóðið á vesturlöndum, allt frá upphafi modernismans, það er að segja skáldskapur sem ekki lagar sig að neinni hefðbundinni reglusemi, þykir almennt afar ófínt í Kambódíu. Þar vill maður halda í formið, þ.e. velja hverju sinni eitt af þeim 54 ljóðformum sem hafa varðveiðst og svo á helst að syngja, venjulegast er að leikari sé fegin til þess (mér skilst að kambódíanskir "leikarar" sérhæfðir annað hvort í tónlist eða dansi).
Ath: Myndtextinn í Phom Penh póstinum er ekki réttur, við Marianne erum þar með hóp menntskælinga í Battambang (sem tóku þátt í workshop i creativ writing) en ekki Siem Reap. Kennaraskólanemarir þar fengu þó einnig sinn skamt af workshop en þá voru það Hanna og Athena sem stjórnuðu.
Mánudaginn eftir lét PP pósturinn sér svo nægja að birta mynd af okkur Önnu, Mariönnu og mér - sem og kambódísku höfundunum frægu Ven Son og Pal Vannariak - í fólk í fréttum. Það var frá velheppnuðu föstudagskvöldi með upplestri á Reyum, með umræðum og ábætir þegar orðið var frjálst og ungskáldin tóku míkrafónin og fluttu ljóð sín. Sum sungu : ).
Ath: Myndtextinn í Phom Penh póstinum er ekki réttur, við Marianne erum þar með hóp menntskælinga í Battambang (sem tóku þátt í workshop i creativ writing) en ekki Siem Reap. Kennaraskólanemarir þar fengu þó einnig sinn skamt af workshop en þá voru það Hanna og Athena sem stjórnuðu.
Mánudaginn eftir lét PP pósturinn sér svo nægja að birta mynd af okkur Önnu, Mariönnu og mér - sem og kambódísku höfundunum frægu Ven Son og Pal Vannariak - í fólk í fréttum. Það var frá velheppnuðu föstudagskvöldi með upplestri á Reyum, með umræðum og ábætir þegar orðið var frjálst og ungskáldin tóku míkrafónin og fluttu ljóð sín. Sum sungu : ).
p.s. hlekkurinn á Phnom Pen póstinn á að virka en tekur dáldin tíma í að fletta sér upp.
7 Comments:
Legg ekki í að skoða Phnom Penh póstinn strax, geri það síðar, en gaman samt að þið skulið hafa fengið umfjöllun þar þó ekki væri alveg rétt með farið.
Bestu kveðjur úr hlýindunum fyrir norðan. Þín systir Bogga.
hm nei bara þegar þig langar að æfa enskuna! það koma sum sé út tvö dagblöð fyrir enskumælandi í borginnni auk Khmer-blaðanna (khmeriska = Kambódíska tungumálið).
gaman að fá línu um veðrið fyrir norðan hlakka til að fá fréttir frá Uganda líka : )
lönghu búin að sjá myndina af þér, þú ert mjög sæt í ponn penn póstinum, var að vakna og er að fara í klippingu litun, rétt einsog á góðærinu,
úganda, fór hún til úganda?
ég var að koma úr trékyllisvík einsog venjulega,
fór þangað í skírn,
kve.elí
Takk blóm og velkomin úr T-víkinni enn og aftur ...
Jebb úganda var það heillin þ.e.a. s. hún lilja dögg eitt barnabarnið hennar Boggu brá sér milli bæja og hún bloggar hér: http://ugandalilja.blogspot.com
Sæl frænka
Má til með að segja þér af litla frænda okkar sem Jóna Finndís eignaðist í gærkvöldi 18 marka og 53 cm. Hann var á endanum tekinn með keisara þvi höfuðið var ekki í réttri stöðu en báðum heilsast vel:)
Bestu kveðjur
Lena
Takk elsku frænka mín og til hamingju!!! nú er ég meira að segja búin að sjá mynd af nýja frændanum svo ég verð að trúa að honum sé alvara með að vera til. Frábært.
Ég er ekki sammála því að allt sé svo hefðarlaust hér á Vesturlöndum, við erum að vinna baki brotnu með hefðina, ég er tildæmis að vinna með japönsk ljóð og íslenskar galdraþulur.
elísabet pet.
Post a Comment
<< Home