My Photo
Name:
Location: Göteborg, Sweden

Friday, January 08, 2010

Frost og fegurð


Frost og fegurð, bara frost og fegurð. Minnst 10 til 15 stiga frost í Gautlöndum allan sólarhringinn - 30 i Härjedalen - og snjórinn bætti við sig um þrettándann.


Er að spá í að Lindy hoppa í ár. Ekki vestur yfir Atlandshafið í Obamaheimsókn heldur hér á staðnum. Loksins búin að fatta að Svíar eiga heiðurinn að endurnýjun dansins í Evrópu síðan uppúr 1980 og eiga fullt af skemmtilegum dönsurum. Stefna svo hoppurum heimsins saman á hverju sumri með mánuðar stanslausri lindyhopphátíð í júlí hvert sumar í Herräng. Og á Íslandi er fólk líka komið í hoppham, það frétti ég raunar í tangópartíi í Uppsala fyrir jól af indverskum íslandsfara ... sjá: http://www.lindyravers.com/

Fór í minn fyrsta tíma í Balboa í vikunni. Dropp in. Furðulegur dans. Getur verið magnaður þegar fólk eins og líður yfir gólfið, og líka undur hallærislegur að horfa á. Sé að dansinn hefur breyst á síðustu þrem árum frá því ég horfði fyrst á hann á netinu ... nú er farið að opna og hoppa útum allt líka í Balboa!!

Kannski ekki minn dans þrátt fyrir allt. Frekar Buggie Wuggie, það passar við Elvisrokkið og minnir á Húnverska tjúttið í den.

Eftir að forseti Íslands ORG beitti neitunarvaldi sínu í vikunni, hafnaði því að skrifa undir Icsave 2 samninginn - enda hefði hann annars trúlega neyðst til að segja af sér - les ég helst skemmtisögur af músagangi á Álftanesi ...



1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Furðulegt, þegar hitastigið skríður upp fyrir frostmark hér þá sígur það langt niður í Svíaríki. Í dag er a.m.k. þriðji frostlausi dagurinn og jólasnjórinn að mestu farinn.
Kv. frá Boggu

10:13 AM  

Post a Comment

<< Home