My Photo
Name:
Location: Göteborg, Sweden

Friday, February 05, 2010

Kvikmyndahátíð eða dans ?

Tók fjögurra tíma tangórispu í gær, langþráðhreyfing, því mig verkjaði í líkamann af kyrrsetu í bíó. Það gerist eftir ákveðinn skammt eða ef ég sé lítið spennandi mynd ... Var að hugsa um að lokka Sally Potter með á milongu á Oceanen í gærkvöldi því ég sá á gestalista kvikmyndahátíðarinnar að hún á að hafa lent hér einmitt í gær. Tangóáhugafólk kannast væntanlega við myndina hennar Tango Lesson (frá 1997) þar sem hún lýsir eigin námi og dansar við Pablo Veron. Ekkitangóarar muna kanski betur eftir myndinni hennar sem hún gerði útfrá samnefndri bók eftir Virginia Woolf fyrir tuttu árum eða kannski OrlandoThe man who cried frá 2001.

En, nei ég lagði ekki í það, enda ekki að fara beint á milonguna sjálf (heldur í tíma) og svo áttaði ég mig á að stór hluti þeirra sem mæta byrjuðu ekki í tangó fyrr en á þessari öld og hafa kannski hvorki séð Sally Potters Tango Lesson, né Sauras Tango, sem kom á svipuðum tíma.

Hef þó verið nokkuð heppin með mitt myndaval á hátíðinni þegar á heildina er litið, séð mest Afrískar myndir, með smá viðkomu í Þýskalandi, Íslandi, Svíþjóð og USA. Meira um það síðar ...

Sá nýjustu myndina hennar Frú Potter í gær Rage, fer og hlusta á hana í dag á "masterclass".

Og svo kemur Valdís líka í dag, Valdís Óskars!!


2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Vonandiáhugavert að hlusta á frú Potter ekki síður en G. Wallroff.
Kv. Bogga

6:41 PM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

: ) frú Potter er pottþétt!

7:24 PM  

Post a Comment

<< Home