My Photo
Name:
Location: Göteborg, Sweden

Saturday, January 09, 2010

Húnversk gáta:

Mamma saumaði á okkur rokkbuxur úr svörtu kakíi, með hvítum tvöföldum saumum, krossinn yfir rassvasann á sínum stað og væru þær ekki akkúrat eins og út úr búð þá klagaði ég.

Í útvarpinu var Elvis af og til og á einn bæinn kom vetrarmaður sem rokkaði. En hvaðan komu myndirnar? Þessar fínu glansmyndir á stærð við eldspítnastokk, innrammaðar með hvítri rönd. Leikaramyndir og Elvismyndir, hvernig komust þær til okkar í sveitina, í hveitipokunum kannski? man einhver það???

Hann á afmæli í dag.

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Man ekki heldur hvernig leikaramyndirnar komust til okkar en ég man vel eftir rokkbuxunum. Þær voru sko heldur betur flottar á sínum tíma.
Kv.frá Boggu

10:17 AM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

ah og ég em treysti einmitt á þig!
já þær voru töff ... vorum við ekki öll í svoleiðis eftir að við hættum að ganga í matrósafötum?

3:26 PM  
Anonymous Anonymous said...

Það liðu mörg ár þar á milli. Og ég man ekki eftir bræðrunum í rokkbuxum. Þó má það vera en ég man best eftir mér og þér í þeim.
Bogga

5:35 PM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

já það er hægt að reikna út,þið Nonni voruð ekki einu sinni byrjuð í skóla þegar við stillum okkur upp fyrir ljósmyndaran í matrósafötunum, e.t.v. 1954 (?) og Elvis ókominn.

1:52 PM  

Post a Comment

<< Home