Aftur í Gautaborg eftir ljúfa daga í Kaupmannahöfn. Fór þangað miðvikudaginn 13. janúar og kom tilbaka um helgina. Kom mátulega til að fara á nýopnaða milongu, Milonguita á Frederiksbergs Allé, með oppnunarsjermoníu og tveim gítarleikurum á miðvikudagskvöldið. Fann svo nýja frændann minn mánuðargamlan Aldísar- og Sigurjónsson í hádegissól fimmtudagsins sem lauk með fínindis boði hjá Helgu Hjörvar á Vesterbrogade.
Frá Badgad til Verdens Mindste Teater
Bjó hjá Marianne Larsen sem í desember kvaðst vera á leið til Túnis. En þangað lá víst aldrei leiðin, heldur til Írak. Níu manna leiðangur, dönsk skáld og tvær söngkonur í boði menntamálaráðuneytisins í Bagdad. Tveggja vikna ferð, með uppákomum í Bagdad og líka hjá kúrdum. Þegar hrottahljóð frá einni verstu sjálfsmorðssprengju ársins barst til þeirra þar sem þau stóðu fyrir utan hótelið, þá kom loks sú skýring að þetta væri líklega æfing. Fyrst daginn eftir fengu þau fréttirnar, minnst 100 manns látnir og um 800 særðir. Þau voru einu gestirnir á 18 hæða hóteli í Bagdad. Í Information birtist síðan fróðleg ferðasaga í fjórum þáttum eftir Kristen Bjørnkjær.
1Kalashnikov-geværer vogtede danske kunstnere
2 De magiske johannesbrød
3. Så tog vi til Babylon
4. Han takkede for tårerne
Föstudaginn 15.jan komst ég í Verdens Mindste Teater í Kongens have í fyrsta sinn. Leikhús með sæti fyrir fimmtán áhorfendur. Það var Marianne sem dreif mig í leikhús aldrei slíku vant, því verkið var byggt á ljóðum hennar og hét í höfuðið á ljóðabókinni Chance for at danse.
Það var Ulla Koppel sem stóð fyrir ljóðavali og leikstjórn. Á sviðinu ballerínan og leikkonan Maria Savery og Fiðluleikarinn Tanja Birkelund Savarey. Í þessum þrönga ramma sem veggirnir mynduðu reyndist agaåur tåspidsballet óstjórnlega viðeigandi og alveg spes heillandi að upplifa klassiskt skólaðan balletdansara fara með texta. Ljóð Mariönnu eru ekki endilega heimsins leikrænustu, en þessi dansandi María náði að gefa þeim það rými sem þau þurftu, í samleik við fiðluna. Magnaðar 45 mínútur í Heimsins minnsta leikhúsi.
sýningar 6. til 26.jan 2010 sjá HÉR
Frá Piso Nuevo til Alejandro Ziegler Cuarteto
Loksins lét ég verða af því að heimsækja milonguna Piso Nuevo sem er haldin annað hvert föstudagskvöld á Vesterbrogade. Æskilegt að mæta í góðu formi á staðinn þann! Mikið fjör og mörg löng spor : ).
Morgunnkaffi á mánudegi með eiginmanni nr. eitt nýkomnum frá Madrid. Svo lestin til baka og leshringsfundur á sunnudegi.
Í gærkvöldi hélt tangósalíbunan áfram, því hingað til Gautaborgar komu góðir gestir: Alejandro Ziegler Cuarteto frá Buenos Aires á ferð sinni um Svíþjóð Evrópu. Mánudagsmilonga með livemusik á Oceanen sumsé.
2 Comments:
jæja, nú ætla ég að prófa að kommentera, sko ég kom hingað um daginn og las fullt af litlu bloggi og hafði gaman af og fannst það í rauninni frábært, - en svo byrjaði langa bloggið, og ég hafði ekki þolinmæði í það, enda með mígreni minnir mig eða eftirköst en ég á reyndar erfitt með að lesa langan texta á netinu, - en ég las samt fyrsta annálinn og kommenteraði og fannst mest gaman að lesa um tvenn tangópör, konur konur menn menn, - og fullt af öðru og vel skrifaður annáll,
en mér finnst þessi litlu annálsbrot alveg yndisleg, en svo á eftir að lesa hin þrjú löngu.
en ég skil nú ekkert hvernig þú manst þetta, en ég er nývöknuð og á mínum fyrsta kaffibolla, svo ég sé til hvernig dagurinn verður og nú var pósturinn að koma,
en lífið þitt er mjög frjósamt og litríkt og mikið af væntumþykju og visku í því og þú hugsar vel um fólk og vini þína,
og að skrifa texta.
óverandát. ellastína aðdáandi
Elsku blómíð Ella Stína, nú er ég alveg angdofa yfir örlæti þínu!
Það gerir gott að fá svona fallegt komment máttu vita.
Annálarnir löngu eru svona langir í laginu af eigingirni, því ég er ekki með árið bókað annarsstaðar, svo þetta varð áramótavinnan mín, áður en ég henti dagatölum og almanökum með ferðadögum merktum inní. Fjórði annállinn er enn í vinnslu og poppar kanski upp einhverntíma, eða ekki.
til lukku með daginn þinn
ást og knús
Post a Comment
<< Home