My Photo
Name:
Location: Göteborg, Sweden

Monday, February 01, 2010

Kvikmyndahátíð II Fókus Afríka - Gleymdu Afríku


Fókus Afríka
- Hvert ætlarðu með mig?

Hagabíóið átti heiðurinn af að sýna fyrstu mynd hátíðarinnar frá Afríku á föstudagskvöldið og sama kvöld tvöfalda röð (=í tveim sölum samtímis) af styttri myndum frá Afríku ... og öll sæti uppseld.


Where are you taking me? nefndist fyrsta myndin og tilheyrði deildinni Fókus Afríka. Það reyndist litrík heimildarhugvekja frá Uganda. Hvert ætlarðu með mig? "Til New York" var svarið mjög snemma í myndinni. Höfundur myndarinnar, kvikmyndagerðarkonan Kimi Takesue ferðast á götum Kampala og í strjálbýli Hope North, myndar vegfarendur, veislur og vinnustaði, hárgreiðslulist, brúðkaup og heimsækir skóla fyrrverandi barnahermanna sem lifðu af borgarastyrjöld; sýnir okkur inn í persónuleg rými sem og almenn; kannar víxlverkun þess að sjá og að sjást.
Áhorfendur og þau sem horft er á, hvernig er margslungna sambandið þar á milli? eða réttara sagt hugmyndin um slíkt samband. Barnahópur fékk að leika sér fyrir framan myndavélaraugað og segja sitt til ímyndaðra áhorfenda í lok myndarinnar, eftir að ein aðal söguhetjan spyr: Hvers vegna ertu að þessu, hvers vegna ætlarðu að taka mig með til New York, söguna mína?

Eina beina svarið sem við fáum er kveðja barnanna og bergmálið í eigin brjósti.



"Gleymdu Afríku"

Hvað þá gleyma? hvernig ber að skilja þennan samnefnara, er þetta einhver ögrun? Ég sný mér að sessunauti í næstminnsta salnum í Hagabíóinu og hann kemur óðar með skýringu: Gleymdu öllum þínum gömlu hugmyndum um Afríku.

"Allar fréttir frá Afríku eru vondar fréttir ... " hljómar kynning hátíðanefndarinnar um þessa Afrísku deild; sessunauturinn hefur fattað þetta hárrétt.

Ég var ljónheppin, auðnaðist að sjá þrjár hálftíma myndir frá Suður Afríku. Tvær þeirra voru eftir kvikmyndagerðarkonuna Chui Mui Tan (fædd í littlu fiskimannaþorpi í Malaysíu, og menntuð í fjölmiðlaháskóla í Malaysíu):
No Woman Born og Sarah and Omelga. Sú síðari er heimildarmynd byggð á viðtölum við tvær kvikmydagerðarkonur í Suður Afríku og spurningunni hvernig gera hvítir og svartir allt útaf fyrir sig? Sarah er hvít, Omelga svört.
Önnur söguhetjan Omelga Mthiyane var á staðnum í eigin persónu, enda átti hún þriðju myndina á þessari sýningu Thank You Mama, sem segir sögu ungrar ekkju og 10 barna móður.

Í viðtalsmyndinni nefndi Omelga meðal annars hve undarlegt það hefði verið þegar hún gek í skóla að fá ekki að læra neitt um sögu Afríku, sögukennslan fjallaði fyrst og fremst um Evrópu, við áttum að kunna eitt og annað um til dæmis Þýskaland en um löndin í Afríku var allt á huldu. Aðspurð taldi Omelga þetta hafa breyst og svarið við hver væri hennar aðal uppspretta við eigin kvikmyndagerð var Afríka, löndin með eigin sögum, persónulegar sögur.


0 Comments:

Post a Comment

<< Home