Kvikmyndahátíð verðlaunamyndir og Cracks
Norrænu kvikmyndaverðlaunin
Í gær sunnudaginn 7. febrúar dreif ég mig á dönsku verðlaunamyndina R, eftir Tobias Lindholm og Michael Noer, sem dómnefndin úrskurðaði bestu norrænu myndina af átta tilnefndum. Áhorfendur völdu hinsvegar Engelen av Margareta Olin. Og debutverðlaunin "Startsladden" fékk My Sandström fyrir myndina Nudisten, bráðskemmtileg stuttmynd um vonsvikna og úrilla unga konu sem neitar að klæða sig, finnst hún ekki vera hún sjálf í fötum og aðrir reyna að sannfæra hana um að fólk sjái hana ekki sem persónu þegar hún gengur um nakin, sjái bara nektina ... hún einangrast og gengur um ekrurnar í gúmístígvélum einum saman.
Myndin hans Dags Kára, The Good Heart slapp þó ekki verðlaunalaus frá hátíðinni: því hún færði Rasmus Vidbæck verðlaunin Kodak nordic vision award fyrir bestu myndatökuna.
Danska myndin R er ekkert mjúkmeti. Lögmálin innan fangelsisveggjanna virðast óhagganleg og geta leitt hvern sem er í opinn dauðann, þegar "rétt breytni" er ekki til nema frá einum sjónarhóli. Það er ekkert sem fegrar myndina af fanglesisdvölinni í Horsens, ekkert fyrir augað nema þá tattóveringarnar á vöðvafjöllunum. Hins vegar fékk ég aldrei á tilfinninguna að það væri verið að skemmta mér með átökunum, allt var bláköld alvara og engin húmor sem mildaði áhrifin. En vildi myndin mér eitthvað eða var þetta bara öðruvísi hrollvekja?
"Mannfræðileg stúdía", stendur í kynningunni og "filmens hårda osentimentalitet närmar sig smärtgränsen och betonar rigiditeten i fängelsesystemet" sagði dómnefndin.
Höfundarnir Michael Noer (f. 1978) og Tobias Lindholm (f. 1977) eru báðir menntaðir í danska kvikmyndaskólanum og hafa áður vakið athygli fyrir heimildamyndir, en R er fyrsta leikna myndin í fullri lengd.
Cracks
Til að fá smá jafnvægi í kvöldið og kaldranaleg áhrifin eftir karlasamfélag fangelsisins, skellti ég mér á Cracks, mynd sem gerist á heimavistarskóla fyrir stúlkur á fjórða áratug síðustu aldar. Myndin er eftir hina bresku Jordan Scott, byggð á skáldsögu eftir Sheila Kohler sem kannar einangrað samfélag stúlknanna. Líkt og í R þegar ný manneskja bætist í hópinn, breytir hún dæminu með tilveru sinni og það á dramatískan hátt. Við fáum engan happy end eða feel good sögu. Hinsvegar er fullt af fegurð í Cracks; fjallafegurð og grænir skógar eru mun mildari fyrir augað og hugmyndaflugið en fangelsisveggirnir í R. Stöðuvatnið fær líka flott hlutverk hjá Frú Scott, en sögsviðið hafa handritshöfundar flutt frá Suður Afríku til Írlands.
Jordan Scott er fædd 1978, leikkona, ljósmyndari og kvikmyndagerðarkona. Hún hefur unnið við gerð auglýsingamynda og Cracks er fyrsta bíómyndin hennar, frumsýnd í september 2009 á Toronto Film Festival.
5 Comments:
Þetta virðast mjög athyglisverðar myndir. Væri gaman að eiga kost á að sjá þær við tækifæri.
Kv. Bogga.
hljóta að verða sýndar á Ísandi ... nei annars nú ætlar ekki sjónvarpið að kaupa erent efni svo ... hm
Er ekki bíó á Bönduósi?
Ég held það sé mjög sjaldan sýnt í því þar sem vélarnar eru orðnar gamlar og lélegar og Skarphéðinn Ragnarsson eini maðurinn sem "kann" á þær skilst mér enda ekki margir aðrir komið nálægt þeim. Semsagt lokað bíó.
hm ... í mestalagi fjölskyldubíó sum sé
Post a Comment
<< Home