Valdís Óskarsdóttir á Kvikmyndahátíðinni
Þegar mynd Valdísar Óskarsdóttir, Sveitabrúðkaup, hlaut tvenn verðlaun (!) í Riga í Lettlandi síðastliðið haust, sem besta norræna myndin - þ.e. ekki aðeins samkvæmt dómnefnd heldur hlaut hún einnig áhorfendaverðlaunin - þá komst Valdís ekki til að taka á móti verðlaununum.
Í gær, nærri hálfu ári síðar fann Sonora Broka, stjórnandi kvikmyndahátíðarinnar í Riga, loks Valdísi og gat afhennt verðlaunin. Það gerðist á Norræna kvikmyndamarkaðinum þar sem Íslendingar kynntu myndir sínar, m.a. Valdís ásamt Davíð Óskari Ólafssyni að kynna myndina Kóngavegur, sem verður frumsýnd á Íslandi um páskana.
Sonora Broka og Valdís Óskarsdóttir
Í gær, nærri hálfu ári síðar fann Sonora Broka, stjórnandi kvikmyndahátíðarinnar í Riga, loks Valdísi og gat afhennt verðlaunin. Það gerðist á Norræna kvikmyndamarkaðinum þar sem Íslendingar kynntu myndir sínar, m.a. Valdís ásamt Davíð Óskari Ólafssyni að kynna myndina Kóngavegur, sem verður frumsýnd á Íslandi um páskana.
Sonora Broka og Valdís Óskarsdóttir
0 Comments:
Post a Comment
<< Home