My Photo
Name:
Location: Göteborg, Sweden

Sunday, April 11, 2010

Frá Pálmasunnudegi til Páskadags


Hvar var ég? Hvað er ég eiginlega alltaf að flækjast? Þarf ég ekki að vera heima líka ... Stundum botna ég ekki í þessum ferðum mínum, ekki fyrr komin heim en ég sest og leita að farmiðum á netinu, fiska eitthvurt sniðugt tilboð, tangóhátíð með svefnpokaplássi o.s.frv. ... eins og ég gæti hreyfihamlast þá og þegar og þurfi því að nota hvert tækifæri sem gefst!


Eftir Berlínarferð í mars, að ógleymdu tangómarathoni (!) og heimsókn á Ibsensafnið m.m. í Osló í febrúar, lá leið mín til Kaupmannahafnar og síðan á 4 daga Crazy Chicken páskamaraton í Majorstuen í Osló.

Í Kaupin heimsótti ég Stínu vinkonu Ekblad, sem er að æfa á Folketeatern þessar vikurnar, bjó á Christianshamn, við draumagötuna við kanalinn: Overgaden oven vandet.
Á pálmasunnudagsmorgunn vorum við vaktar ... höfðum gleymt að breyta klukkunni svo Jan kom í morgunmat kl.o9 að okkar tíma. Gekk víst illa að vekja okkur ... hann var á leið á eigin frumsýningu og síðan til Berlínar.

Síðdegis örkuðum við eins og ráðsettar maddömur gegnum bæinn í svölu sólskinsveðri og skoðuðum útsprungnu vor og vetrarblóm í Botaniska garðinum á leiðinni í Statens musseum for kunst, þar sem við defndum okkur beint í danska gullaldarlist.

Hef aldrei bottnað í af hverju vintergæk eru gul blóm í Svíþjóð, en nú fékk ég það á hreint: það sem danir kalla vintergæk kalla svíar snædrop og það sem danir kalla erantis kalla svíar vintergäck.

Um kvöldið lukkaðist mér loksins að heilsa upp á Hany og Bryndís sem voru gestgjafa á Tangozoo á Nærrebro þá helgina, með kennsku og milongu. Þau eru orðin velþekkt og vinsæl í danska tangóheiminum : ).

Mánudagur í rólegheitum. Út að borða um kvöldið á thæstað við Kultorvet með Marianne og Stina sem loksins hittust almennilega ... Og fyrir heimferð á þriðjudag: hádegi með Stellu Kristni og Jóni!!! Stella og Kristinn voru að fara á tangóhátíð í Málmey, en ég norðurávið: Til Osló á Skírdag.

Þann 1 apríl tók ég rútuna síðdegissólinni með Amelie og svo beinustu leið á milonguna í Scenhuset í Majorstuen í Oslo. Það hús hafði bersýnilega verið einhverskonar kirkja. Eftir undurfagrar eikartröppur upp nokkrkar hæðir oppnaðist hinn bjartasti geimur, hvít máluð hvelfing og hvítir veggir með stórum gluggum með grænum flaujelsgardínum sem bugðuðust niður á jafngrænan panelvegg. Og þegar maður tók tröppurnar upp í fatahengi og hvíldarhorn með stórum púðum sem löguðu sig að líkamanunum um leið og laggst var á þá, þá blasti líka við orgelið, dæmigert gamalt kirkjuorgel, rammað inn í umhverfi sem gat minnt á Þingeyrakirkju, með handriðinu fyrir framan o.s.frv.

Við fengum lúxus gistingu í einbýlishúsi - eða ég hélt það allan tíman þar til húsráðandi fór að tala um pólverjana í kjallaranum, gott ef ekki tvær pólskar fjölskyldur - hjá skemmtilega klikkuðum geðlækni sem er hættur að geðlækna, dansar tangó og stundar líkamslækningar, skrifar smásögur og ljóð, ræktar garðinn sinn og börnin.

Frábært marathon, fín stemmning, góð tónlist, góður matur, gott fólk og skemmtilegt.

Páskadagurinn endaði með ljúfu matarboði hjá Eyjólfi heimspekiprófessor og fjölskyldu hans í Torshov, þar sem ég loksins fékk að hitta Kjartan Ottóson í eigin persónu.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home