My Photo
Name:
Location: Göteborg, Sweden

Saturday, August 21, 2010

Dansleikhúshátíð - Í fyrsta sinn


Í fyrradag kom ég heim úr minni þriðju Berlínarheimsókn í ár, tíu daga dvöl á Stargardenstrasse, og í gærkvöldi byrjaði níunda Dans og Leiklistarhátíðin í Gautaborg - Göteborgs Dans & Teater festival - með gestasýningu frá Berlín á Óperunni. Það var argentínski danshöfundurinn Constanza Marcas og danshópurinn Dorky Park með sýninguna Hell on Earth um ungt fólk í Neukölln, þar sem lífið gengur hreint ekki vandræðalaust fyrir sig ...


Þá sýningu fékk ég ekki miða á - Lis Hellström Sveningson skrifar gagnrýni í Gautaborgarpóstinn - hinsvegar lánaðist mér að sjá belgíska flokkinn Les Ballets C de La B með Primero Erscht - um þegar allt er "Í fyrsta sinn" og aldrei sér líkt eftir það - eftir Lisi Estaras á sviðinu í Pustervik í kvöld.

Grænt grasið og klarinettuleikarinn Yon var það eina á sviðinu sem ekki færðist úr stað ... í þessari stofu minningana með tveim dansandi konum og þrem körlum; einn í laginu eins og búttað smábarn = bústnasti dansari sem ég hef séð á sviði og afburða leikari, það kom í ljós bæði í mímik og þegar replikkur komu; dramatískur trúður sem stal athyglinni mörg augnablik.

Hvað man maður. Hvernig. Hvað gerir maður. Hvað gerðum við börn. Stillir sér á grasvöllin miðjan þegar strákur skokkar í hringi og verður miðdepill. Hm. Breytir engu, best að labba út úr hringnum. Halda sér utanvið. Svo er verið að flytja, alltaf verið að flytja eitthvað. Flytja húsgögn, flytja hvert annað, flytja texta. Á föstudögum erum við góð, á föstudögum elskumst við á föstudögum æpum viðá föstudögum erum við rosalega spennt á föstudögum étum við hvort annað á föstudögum sjúgum við blóðið úr börnunum á föstudögum leikum við stikk frí ...

Það var laugardagskvöld og þetta var hugljúf sýning.

Í allt er Les Ballets C de la B með þrjú verk á á þessari hátíð; hin tvö eru Out of Context - for Pina eftir Alain Platel och nýasta verkið Gardenia eftir Alan Platel, Frank Van Laecke & Vanessa Van Durme, verk sem frumsýnt var í Belgíu 25 júni í ár.

Hátíðin hefur verið haldin annað hvert ár síðan 1994. Hún stendur yfir 20 - 28 ágúst.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ég sé að þú hefur notið dansleikhúshátíðarinnar í Berlín.
Hlakka til að sjá þig þegar þú kemur til landsins. Kv. Þín systir Bogga

5:56 PM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

Takk fyrir komment! það var fínt í Berlín en reyndar er Dans&Leiklistarhátíðin hér í Gautaborg ...

Hlakka líka til að sjá þig ... kanski um helgina ef þú kemur suður : )
En hvenær eru svo réttirnar?

11:44 PM  

Post a Comment

<< Home