My Photo
Name:
Location: Göteborg, Sweden

Monday, August 23, 2010

Out of context - for Pina


Níu dansar tínast inn á sviðið og afklæðast í allri mögulegri merkingu þess orðs. Fyrst fara þeir úr öllum fötunum nema nærfötunum; með falleg bökin beint í áhorfendur, áður en þeir snúa sér að okkur sveipaðir í rauð teppi og minna augnablik á austurlenska búddatrúarmúnka. Síðan fara þeir úr venjunum hverri af annari. Og hvað með það? dansa þau þá dýr eða dansa þau manneskjur? hvernig er munurinn?
Í hljóðmyndinnni baula beljur, lengi vel, dauft, síðan hljóð úr hálsum dansaranna, kannski í leit að samhengi, kannski í von um að geta sagt eitthvað ... nálgast þann sem næstur er, þann sem veldur ótta. Hömlulausar hreyfingar hafa mótast og virka meðvitað ómeðvitaðar, allt undir öruggri stjórn og þó frumlegt.

Dansararnir á sviðinu tjá allir eitthvað sterkt og persónuleg í verkinu Out of context - for Pina eftir Alain Platel.

Mér segir svo hugur að þetta verk númer tvö með dansleikhúsflokknum Les Ballets C de la B á Dans & Leiklistarhátíð Gautaborgar komi til með að standa uppúr sem einn af hápunktunum að þessu sinni.

Ég sá sýninguna í kvöld og að henni lokinni spjall við höfund og dansara. Alain Platel er sálfræðingur að mennt og var stofnandi dansleikhúsflokksins 1984, en lítur á sig sem einn af fimm danshöfundum hópsins fremur en "the boss". Í þrjá mánuði vann hópurinn að verkinu, sem er byggt á spuna, en verkið er tileinkað þýsku sviðslistakonunni og móðir dansleikhússins Pina Bausch (1940 - 2009) sem lést 30 júní í fyrra. Það var eftir minningarathöfn í heimabæ hennar Wuppertal, sem Alain Platel fann sig knúinn til að "gefa henni eitthvað".
"Áður en ég kynntist henni, leit ég á hana sem gyðju dansleikhússins, því það var hún. Síðan kynntist ég stórkostlegri og hlýrri manneskju, sem leit ekki á dansarana fyrst og fremst sem líkama með ýmsa möguleika, heldur fremst sem sjálfstæðar persónur með eigin vilja, drauma og óskir, sem hún gat lokkað fram í samvinnunni á sviðinu."



0 Comments:

Post a Comment

<< Home