My Photo
Name:
Location: Göteborg, Sweden

Thursday, April 15, 2010

Undarlegur dagur


Vigdís Finnbogadóttir er áttræð í dag. Okkar og heimsins fyrsti lýðræðislega kjörni kvenforseti verður af því tilefni ávarpaður af forsætisráðherra, háskólarektor og borgarstjóra, allt saman konur.


Eyjafjallajökull gýs eldi og ösku sem aldrei fyrr og stöðvar flug víðast hvar í Norðurevrópu.

Suðurlandið svart og grátt ... féð fær ekki að vera úti og fólk beðið að nota grímur útaf eitraðri öskunni.

Ég sæki um útgáfustyrk.

Fæ skilaboð frá norðmanni um að íslendingar hætti ekki að pína mann, fyrst fjármálin og svo askan. Einsog hann líti á náttúruhamfarir sem verandi af mannavöldum!


0 Comments:

Post a Comment

<< Home