My Photo
Name:
Location: Göteborg, Sweden

Sunday, April 11, 2010

Tangó í Berlín 10. -16. mars

Nú er mánuður síðan ég flaug til Berlínar í 6 daga ferð með Amelie Larssen; ferð sem ég vil ekki gleyma með 5 ólíkum milongum sem ég vil ekki gleyma ...

Svona leit hann út ráðleggingarlistinn frá tangóvininum herra bangsímon í Berlín þá dagana:


Miðvikudagur 10 mars Roter Salong

Fimmtudagur 11: villa kreuzberg
Föstudagur 12: "Tangotanzen macht schön" there is also salon urquiza (better and younger dancers there but i guess you will like the first one better)
Laugardagur 13: Studio Art.13 mayby after that Rixdorf
Sunnudagur 14: Tangoloft mayby after that Max und Moritz
Mánudagur 15: nothing big on mondays - mayby La BerlINESa
Þriðjudagur 16: Clärchens Ballhaus !!!

Og við fylgdum honum ansi vel, Amelie og ég á okkar rannsóknarleiðangri í tangólífi borgarinnar. Það var sum sé þann 10 mars síðastliðinn sem við lentum á Tegel flugvellinum og fundum flugstrætó og S - lest nr 41 - sem fer rangsælis meðan nr 42 fer meðsóls - áleiðis að Shönhauser Allé og dvalarstaðnum við Gaudystrasse nr 11 á Prenzlauer Berg.

Við Byrjuðum á því besta: Roter Salong við Rosa Luxemburg Plats, þar sem ég hafði ekki verið í 11 ár. Nú var nýbúið að opna staðinn aftur eftir nokkurt hlé og þangað koma margir bestu dansararnir, rétt eins og á Max und Moritz, sem við misstum raunar af, því við undum okkur á Tangoloft allt sunnudagskvöldið. Það var í léttu göngufæri frá Gaudystrasse og við nutum logndrífunnar í myrkrinu báðar leiðir.

Adressurnar á tangóstaðina var ég búin að fiska upp frá netinu - http://berlin.tango.info/milongas - en lesmál á landakortum reyndist svo smátt að ég hefði örugglega ekki fundið leiðirnar, hvorki á kortinu né í raunveruleikanum, hefði Amelie ekki verið með góð augu og auk þess smá reynslu af að leita uppi milongur í bakhúsum og skúmaskotum Berlínar. Hinsvegar virtist hún jafn óvitandi og ég um þá staðreynd að tvö kerfi eru í gangi á gætunúmerum; okkar venjulega með oddatölurnar öðru megin og þær jöfnu hinum megin, en líka einhver undarlegheit sem ganga útá að lágu tölurnar byrja í sitthvorum enda götunnar þannig að öðru megin götunnar fara númerin hækkandi en hinum megin lækkandi. Við fengum því extra göngutúr út á enda og tilbaka aftur þegar við vorum á síðasta snúning fyrir miðnætti að finna Villuna Kreuzberg, þar sem ég var búin að mæla mér mót við tvo þýska tangóvini.

Að við vorum seinar fyrir þenna fimmtudag var hinsvegar útaf Dimma staðnum, The Dark Place, sem við borðuðum þriggja rétta lúxusmáltíð á, framborna af blindu þjónustufólki. Aldrei hef ég verið í svo svörtu myrkri, þeim hafði tekist að útiloka allar glætur, hvern einasta geisla, allir gestir með slökkt á móbílum og öðru lýsandi ...

Ég kunni fljótt vel við mig í myrkrinu, ekkert mál að hella sjálf í glasið. Hafði átt von á að þurfa að hreinsa fisk og ráðast á skeldýr í fullum skrúða en matseðillinn "frá hafi og vötnum" var auðveldur viðureignar eins og hinir sem voru á boðstólnum: Allt á diskunum má borða, var okkur tilkynnt þegar gengilbeinan blinda skellti þeim markvisst fyrir framan nefið á okkur.

Og eftir þrjá tíma í vissi ég að ég á ljós líka í svartasta myrkri. Ljós sem ekki bregst. Ljós sem kemur og fer. Ekki þetta venjulega sem kemur þegar myrkrið venst og maður byrjar að greina vissar útlínur, heldur það sem kemur þegar engar slíkar línur má greina. Hvítt ljós, gult, grænt og blátt ... líkt og norðurljós á sveimi umhverfis höfuðið. Kemur og fer..

Þriðjudaginn 16. mars flugum við aftur til Gautaborgar, og ég byrjaði strax að skoða næsta möguleika á Berlínarferð, helst í hlýju vori þegar ljúft er að vera á vappi á daginn ... já í maj, þá fer ég aftur!


3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Já ertu búin að panta far í maí. Greinilega skemmtileg frð og mikið um tangódans.

11:53 PM  
Anonymous Anonymous said...

Þín systir Bogga

11:53 PM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

jebb ... 17 - 25 maj : )

2:39 AM  

Post a Comment

<< Home