azul

My Photo
Name:
Location: Göteborg, Sweden

Wednesday, June 15, 2005

Rósailmur - og "lost tango in Paris".

Rósirnar eru seinar með að springa út í ár en margar byrjaðar að ilma. Í gær fór ég og féll nærri í yfirlið af unaði ... Mats Persson leiktjaldamálari bauð upp á kaffi í Rósakaffinu og við könnuðum um leið þessar fjögur þúsund rósir sem Trädgårdsföreningen státar sig af; fjöldinn allur óutsprunginn fyrir kaffi en ... svo gáðum við betur.

Svo las ég frétt á tangóportalen undir yfirskriftinni "Lost tango in Paris"; um að búið sé að hrekja fólk frá dansstaðnum fræga við Signu. Það gerðist á miðvikudaginn var og ástæðan óljós, getgátur mjög á reiki.

Tuesday, June 14, 2005

Lukkulegur afleggjari

Get ég verið hætt að blogga? Ég fann eftirfarandi klausu sem átti að bloggast fyrir viku en hlýt að hafa sofnað áður svo hún límist hér með inn ásamt smá viðbót:

"Ég er í tangórúsi eftir þriggja sólarhringa törn og skoða á netinu hvar hægt sé að fara í næsta tangómaraþon. Ég dansaði herra á námskeiðunum en ég er lélegur kavalér og löt, vil heldur láta einhvern annan bera ábyrgð á ferðinni! Austurlukkan (Österlyckan) er sjarmerandi hundrað ára sveitasamkomuhús og milli dansa er sviðið vinsælasti dvalarstaðurinn - framyfir stóla við dúkuð borð - þar situr fólk og dinglar fótunum eða flatmagar í hvíldarstöðu, nuddar hvort annað ... á sjöttatímanum í morgunn var rauða tjaldið dregið fyrir og flestir sváfu utansviðs en nokkrir á sviðinu. Ég svaf á sviðinu allan morguninn í mínum poka. Um hádegið byrjaði dansinn aftur og stóð til kl. 17. síðdegis þennan endurvakta þjóðhátíðardag Svía.

70 manns í Lukkunni megnið af tímanum tangóarar og nemar af Gautaborgarsvæðinu og tangófólk frá Kaupmannahöfn, Amsterdam og Osló, Stockhólmi, Málmey, Lundi, Helsingborg, Tommelille Norrköping Uppsala... "
(Skráð á miðnætti 6.júní)


Nýi Þjóðhátíðardagurinn


6.júní er bláguli þjóðhátíðardagur Svía og var tekin allmennt í notkun í ár og gerður rauður á dagatalinu en til þess þurfti að stela þeim rauða degi sem var annar í hvítasunnu og gera þann dag svartan! Svo svartan að Svíarnir þutu heim til að vinna meðan hvítasunnutangóhátíðin í Kaupmannahaufn stóð sem hæst!!! (spáný hátíð sem tangófélagið í KBH stóð fyrir ... til húsa í Dannmarks Radió, útvarspshúsinu á Federiksberg).


Lukkulegi afleggjarinn


En júnílukkan ... ja allar lukkurnar í Österlyckan - samkomuhúsinu fræga hér útí sveit mín megin við Gautaborg – eru spírandi afleggjarar af því sem Tove Albinsson gerði á Skáni (oft undir nafninu La Pradera) þegar henni tókst að flytja inn hefð í anda Erics Jeurissson í El Corte í Hollandi. Þ.e. í stórum dráttum: Tangófólkið steymir að, tekur þátt í tangóworkshops eða horfir á og dansar daga og nætur, eldar mat og borðar saman, dansar og hvílist á ferðadýnum sínum í skúmaskotum eða á dansgólfinu. Og helgarnar hennar Tove i sveitaþorpinu Stångby skamt frá Lundi teygðu úr sér einu sinni á ári allt uppí tveggja vikna tangóhátíð undir nafninu Carpe Diem, seinast í ágúst sem leið. Nú er tangóskólinn hennar lokaður, La Pradera-helgarnar og Carpe Diemhátíðarnar saga, því Tove tók aðra stefnu í lífinu. En henni tókst dálítið sérkennilegt - eins og Daniel Carlson hefur bent á á sænska Tangoportalen - nefnilega að lokka fólk langt að, því um 70% gesta á Carpe Diem komu sunnan úr Evrópu. Allar aðrar norrænar hátíðir eru með heimafólk í meirihluta. Ó já, sú var tíðin, og til að sem flestir næðu að njóta dagana þá lagði Tove undir sig - auk gömlu járnbrautarstöðvarinnar í Stångby - eitt stk prestsetur með safnaðarheimili og eina íþróttahöll ásamt fótboltavelli ... fyrir tjaldbúðir og útiveru, eitt stk. leikhús í Lundi; í listasafni sem annars stóð nokkurnvegin yfirgefið úti á einum akrinum bauð hún uppá tónleika o.sfrv.
Svo Lukkan er lítil enn miðað við þetta, lét sér nægja garðinn fyrir grillveislu og bryggju nokkra við Gautelfur fyrir útidans á sunnudegi ... en hún fer þó vaxandi.