azul

My Photo
Name:
Location: Göteborg, Sweden

Friday, June 26, 2009

Phnom Penh pósturinn

Dagskrá síðustu hátíðavikunnar í Phnom Penh birtist í The Phnom Penh Post daginn eftir að við komum úr hringsólinu um byggðir Kambódíu, ásamt símaviðtali við Anna Mattsson, tekið í rúgbrauðsrútunni meðan við brunuðum frá Siem Reap á sunnudegi áleiðis til Phom Penh. Hún sagði frá hátíðinni "Norðrið mætir Mekong" og ólíkum viðhorfum til ljóðsins. Það sem við erum að gera við ljóðið á vesturlöndum, allt frá upphafi modernismans, það er að segja skáldskapur sem ekki lagar sig að neinni hefðbundinni reglusemi, þykir almennt afar ófínt í Kambódíu. Þar vill maður halda í formið, þ.e. velja hverju sinni eitt af þeim 54 ljóðformum sem hafa varðveiðst og svo á helst að syngja, venjulegast er að leikari sé fegin til þess (mér skilst að kambódíanskir "leikarar" sérhæfðir annað hvort í tónlist eða dansi).

Ath: Myndtextinn í Phom Penh póstinum er ekki réttur, við Marianne erum þar með hóp menntskælinga í Battambang (sem tóku þátt í workshop i creativ writing) en ekki Siem Reap. Kennaraskólanemarir þar fengu þó einnig sinn skamt af workshop en þá voru það Hanna og Athena sem stjórnuðu.

Mánudaginn eftir lét PP pósturinn sér svo nægja að birta mynd af okkur Önnu, Mariönnu og mér - sem og kambódísku höfundunum frægu Ven Son og Pal Vannariak - í fólk í fréttum. Það var frá velheppnuðu föstudagskvöldi með upplestri á Reyum, með umræðum og ábætir þegar orðið var frjálst og ungskáldin tóku míkrafónin og fluttu ljóð sín. Sum sungu : ).

p.s. hlekkurinn á Phnom Pen póstinn á að virka en tekur dáldin tíma í að fletta sér upp.

Wednesday, June 24, 2009

kveðja frá KUALA LUMPUR

Ég er á flugvellinum í Kuala Lumpur þar sem kl. er að ganga sex síðdegis (einum tíma á undan Kambódískum tíma og 8 á  undan íslenskum) og kemst ekki lengra fyrr en um miðnætti, þá er eftir ca 12 flug til Stockhólms, síðan lestin til Gautaborgar síðdegis fimmtudag.

Í morgun kl. 8 yfirgáfum við (Hanna Hallgren, Jóanes Nielsen, Marianne Larsen og ég = 4 af 6 norrænum skáldum) Gullna Hliðið, þ.e. hótelið í Phnom Penh við 278 götu, sem líka er kölluð Gullna gatan, því flest við hana heitir gullna eitthvað. 

Ég á eftir að sakna þess að ganga út í þykku Kambódíönsku hlýjuna sem umlykur mann eins og mjúkur faðmur; svo notaleg og stundum sánaleg þegar komið er beint úr loftkældum vistarverum. Örugglega holl fyrir líkamann.

Ég á eftir að sakna tuk-tukanna sem þyrpast að manni í von um að vinna sér inn smá pening með túristakeyrslu þann daginn, og sumir hverjir fljótir til að kalla á mann með nafni. Tuk-Tuk (yfirbyggðir mótórhjólavagnar) eru nýir á nálinni í Phnom Penh, innfluttir frá Tailandi skilst mér, nokkuð sem ekki sást þegar Anna bjó hér (2001- 2004). Það var öðruvísi borg sem hún kom til, engin götuljós, engar malbikaðar götur, og þá voru kýr í miðbænum, og hún vaknaði hvern morgunn við hanagal (!). 

Strætóar þekkjast ekki í Phon Penh en skellinöðrur og mótórhjól eru enn hin vinælustu farartæki. Cyklos hinsvegar á undanhaldi (reiðhjólaleiguvagnar), oftast sá ég þreytta eldri menn á sínum Cyklos, enda sagði Tararith sig dreyma um ap stofna Cyklósafn. Tararith er framkvændastjóri samtakanna sem stóð að hinni þriggja vikna ljóða og bókmenntahátíð sem við tókum þátt í og sem lauk með á laugardaginn með norrænni og kambódíanskri dagskrá frá kl. 07 að morgni til 05.  Öll síðasta vikan var ævintýri líkust og ekki hefði ég viljað missa af því að kynnast börnum og kennurum á þeim tveim stöðum sem við Marianne héldum workshopsi creative writing fyrir krakka sem áður höfðust við og unnu á hinum heilsuspillandi ruslahaugum, við að safna dóti til að selja, börn sem bjargast hafa þaðan og geta nú gengið í skóla. 

Kannski text mér að líma nokkrar ferðasögumyndir þegar ég kem heim : )


Pottþétt á eftir að sakna hans mister Phary með hendur sem sjá; nuddarans míns á the Seeing Hands í götu 288, nr 48. Þar eru allir nuddararnir blindir eða sjónskertir og menntaðir í japönsku Shi Atsu Treatment. Lúxus að geta leyft sér að taka tveggjatíma meðferð fyrir 2x6 dollara. Seeing Hands var eina nuddstofan sem Anna treysti, annars veit maður aldrei hvað maður er að styðja sem viðskiptavinur, sagði hún, hvað kann að leynast bak við pottþétta forstofuna. 


Ég á eftir að sakna fallegu handahreyfinganna sem einkennir Apsaradansinn og aðra hefðbundna kambódianska dansa. Síðasta daginn í Phon Penh heimsóttum við Jóanes og Marianne einn dansskólann: AAA  Apsara Art Association 
Það valdi ég framyfir að heimsækja pyntingaklefana í hinu alræmda S 21 fangelsi Pol Pots sem fáir komust lifandi frá og þar sem nú er Toul Sleng Museum með myndum af hinum látnu fórnarlömbum. 

Að hlusta á stofnanda skólans AAA, hina fyrrverandi konunglegu dansmey Vong Metry, segja frá hvernig hún bjargaði sér gegnum árin óttalegu á áttundua áratugnum þegar Pnom Penh var tæmd Apsaradansinn bannaður eins og önnur menning (1975 - 1979) og hún eins og aðrir rekin út á hrísgrjónaakrana til að þræla, maturinn afar takmarkaður ... hvernig þá var kostur að þykjast ekkert vita um menningu og listir o.s.frv. það reyndist fyllilega nógu dramatískt fyrir mínar taugar að hlusta á hennar orð. Nú er hún 56, undurfægur og vinnur annarsvegar að því að bjarga dansinum frá gleymsku og hinsvegar að því að bjarga börnum fátækra foreldra og foreldralausum frá götulífi eða því sem er verra. Um 80 börn allt frá 4 ára aldri eru í dans og tónlistarnámi í AAA og þaraf búa 25 í skólahúsinu.

Og svo á ég eftir að sakna krakkanna frá ruslahaugunum, sem tóku þátt í tímunum okkar og voru svo hugrökk, frumleg og fín skrifandi sögur ljóð og drauma.

Saturday, June 13, 2009

kveðja frá Siem Reap


Ég er loks farin a
ð átta mig á að húsin hér eru hús thótt ekki séu endilega veggir. Í borgunum eru húsin yfirleitt veggjuð og stundum steinsteypt, en um leið og komið er út fyrir borgirnar er thad svefnloftið sem stendur eins og á stólpum, jarðhaeðin er opin dagsstofa, matsalur, eldhús, staður fyrir ýmis storf fjolskyldunnar og thar er rúm afans og|eda ommunnar í theim húsum sem ég hef komið í. Thokin oft úr pálmabl0ðum ef ekki grasstráum a thá bárujárni eins og veggirnir víða í úthverfum í bland vid bambus og einhveskonar pappaspjold. Hreysin á thví sem eftir er af hinu fljótandi thorpi á ánni og í ósnum við vatnið Tonlé Sap, bera vitni um hugarflug og ótrúlega aðlogunarhaefni thessa flólks, en thad er saga útaf fyrir sig ...


Í dag er fjór
ði upplestur norraena hópsins thessa viku (auk workshops) og sá thridji sem ég tek persónulega thátt í. Eða hvað! Nú virðist komið babb í bátinn, segir Anna við naestu tolvu hér á internetkaffinu. Framkvaemdastjóri menningarthorpsins thar sem vid áttum að koma fram ásamt kambódíonskm skáldum hringir á síðustu stundu og segir viðgerð í gangi einmitt á sviðinu sem okkur var aetlað! Hvort vid getum eki bara komin einhvern annan dag. Ha ha!! Og thad sem er búið ad undirbúa einmitt fyrir thennan lestur, ný variant af thýdingum, songvari komin frá Phom Penh ... og búin ad aefa hrísgrjónaekrulag við ljóð mitt Hljóðfaeri Vinda (um Baby Bandoneon) og undirbúa ljóðasonginn fyrir kambódíonsku skáldin.

En hva
ð svo sem gerist í dag, thá geymi ég minninguna um frábaera tíma á fimmtudaginn thegar Marianna, Jóanes og ég lásum á Kennaraháskólanum, hér í Siem Reap, fyrir um 150 nemendur frá upphafi og them fjolgadi bara thegar á leið, enda lásu (og sungu) allnokkrir nemendur í lokin og dagskráin endaði á tólistarverki sem leikið var á eitt einasta pálmablad.

Vid sátum á svi
ðinu - undir myndum af kónginum og foreldrum hans - allan tíman ásamt allnokkrum kambódíonskum skáldum, thar af tveir ungir og brosmildir munkar, nema skáldið í hjólastólnum komst aldrei thangad og las úr sínum stól á gólfinu. Anna var með, hún kynnti mig á sinni reiprennandi khmer og thýddi mína persónulegu kynningu og svor vspurningum. Ég las um tangó, fyrsta ljóðið í bókini Ég halla mér að thér og flýg eitt numer í senn sem Ak Haing las svo á khmer. Kennaranemarnir virtust vel kunna ad meta thad og skellihlógu thegar ég stalst til að míma smá undir thýðingunni. Ak Haing tók thví vel og í samleiknum varð ég trúður á hvítum kjól.

Í gaer var fari
ð í skoðunarferð um Ankor Wat og á morgun liggur leidin aftur til Phom Penh og beint í stíft prógram alla vikuna, workshops og upplestar til skiptis. Thá fáum vid Marianna og ég strax frá mánudagsmorgni, ad kynnast krokkum sem er verid ad bjarga frá tvi ad lifa á ruslahaugunum.

Það er á vegum PSE Steung Meanchey og fleiri hjálparstofnanna.

Sjá dagskrá vikunnar HÉR

Tuesday, June 09, 2009

Með kveðju frá Battambang i Kambodiu


Í ár dansa ég ekki tangó í Tylösand miðsumardagana eins og undanfarin ár, því ég er með á þriggja vikna ljóða og bókmenntadögum í Phnom Penh, Battambang og Siem Reap.

Það er mikið ævintýri að bruna um á rúgbrauði í Kambódíu með vinkonum, öðrum skáldum, þ.e.a.s. Önnu Mattsson, Marianne, Hönnu, Aþenu og Jóanes frá Færeyjum sem kann Tímann og vatnið utanað, enda sjómaður á Patreksfirði á árum áður. Við lesum upp hér og þar og höldum workshops í creativ vriting fyrir börn. Stundum skiptir hópurinn sér, eins og í gærmorgunn hér í Battambang þegar sum okkar lásu upp og tóku þátt í umræðum á kennaraháskólanum en við Marianne byrjuðum daginn með áhugasömum littlum hóp í menntaskóla hér í bæ.

Flest kambódiönsk skáld syngja ljóðin sín eða kveða ... það eru til 63 slík lög og efnið ræður hvað lög má velja á milli, allt eftir því hvort um sorgarljóð, gleðiljóð eða lýsingu (t.d. landslagslýsingu) er að ræða. Á khmer málinu er ort samkvæmt hefðbundnum háttum, annað þekkist ekki, eða er litið á sem mistök. Í besta falli sem "sögu" þegar við útlendingar komum með okkar prósaljóð og frjálslegu form. Kambódíönsk ljóðskáld hafa 54 hætti að velja milli.

Í dag lásum við upp í cirkustjaldi, listaskóla fyrir 400 börn hjá frönsku samtökunum Phare Ponleu Selpak, (= Ljós listarinnar). Norrænir höfundar og Kambódíanskir skiptust á að lesa og þess á milli skemmtu cirkusskólabörnin og tónlistarskólabörnin.

Það var á Mánudaginn var sem við komum til Battambang eða Batt Dombong sem þýðir glatað prik. Og síðan hefur verið dekrað við okkur því aðstandendur hátíðarinnar hafa séð um að sýna okkur hvern kókoshnetubúgarðinn eftir annan. Skyndilega er maður komin í kókoshnetupartý á einu hlaðinu með bæði Buddha og nokkrar hænur og kýr bakvið fjölskylduna. Við drekkum safann beint úr nýhöggnum kókoshnetum og borðum jackfrut og annað lostæti. Engin takmörk virðast fyrir hvað fólk hér getur búið til af kókosréttum. Í gær fengum við t.d. sælgætisrétt í desert sem ég held hafi verið búinn til úr þremur tegundum af k.hnetum; gufusoðinn og borinn fram í bananapálmablöðum. Það var í hádegisboði heima hjá kambódíönskum rithöfundi og fjölskyldu hans.

Fyrsta kvöldið stigum við út úr rúgbrauðinu á leið úr kókosveislunni og brugðum okkur í skondið ferðalag í sólarlaginu, á farartæki sem kallað er lorry, það er einskonar sleði sem gengur fyrir eigin mótor og rúllast eftir til þess gerðum járnbrautarteinum. Þannig komumst við í heimsókn í enn eitt sveitaþorpið með veitingahús við sporin.

Í morgun, var farið með okkur í kynnisferð til Wat Eik, sem er fræg pagpda hér í nágrenninu eða á Eik Phom. Lítil drengur kom til okkar strax og við stigum út úr brauðinu, á að giska 10 - 12 ára. Það tók mig smátíma að átta mig á að hann var í vinnunni, ekki betlaravinnu, heldur seldi hann reykelsi þeim sem vildu og heimsóttu Bænahús Buddha. Hann tók auk þess fimlega að sér leiðsögumannshlutverk sem byrjaði á að benda á táknrænu myndirnar segja sögur þeim tilheyrandi. Ein var þó um hann sjálfan og Anna sem talar Khmer efaðist ekki um að hann segði satt þegar hann lýsti hvernig hann varð foreldralaus og lennti í að hætta í skóla - þegar pabbi hans dó - til að sjá fyrir sér og þrem yngri systkinum sínum. Mamman horfin til Phnom Penh í atvinnuleit. En við efuðumst um var að hann væri fjórtán ára eins og hann sagði, svo lítill vexti! Hann hét Kun og kom okkur á óvart þegar hann sagðist vilja að ég yrði mamma sín. Ég sem tala ekki einu sinni khmer!

Kun hafði heyrt talað um franska listaskólann og cirkusinn þeirra. Hann ljómaði þegar Anna nefndi Phare Ponleu Selpak. Það er bara svo langt í burtu, sagði hann.

Hér er klukkan að ganga miðnætti, 7 tímum meira en á Íslandi og háttatími er um kl. tíu. Í fyrramálið vekur haninn mig örugglega kl. 5 hann byrjar að gala þá þér í bæ.

Eftir morgunmat verður haldið til Siem Riep, um fjögurra tíma rúgbrauðsferð og næstu daga munu skiptast á upplestrar workshops og sightseeing, með heilum dag í Ankor Wat. Á sunnudag er áætlunin til baka til Phon Penh.