azul

My Photo
Name:
Location: Göteborg, Sweden

Tuesday, October 30, 2007

Leiðin til Lerum


Einu sinni í viku tek ég lestina spottakorn inn í landið, gegnum Jonsered fram hjá stöðuvatninu Aspen, um Aspedalen og inn í littla þéttbýlið Lerum þar sem ég þykist vera að læra spænsku. Ég læri auðvitað enga spænsku en leiðin er svo fín að ég vil ekki missa af henni. Seinast tók ég myndavélina með.

































Í Lerum

Hárgreiðslustofa og þvottahús í sama bláa húsinu
...





Og lestin stoppar tvisvar við Aspen.


*

Monday, October 22, 2007

Haustsónata


Til vinstri: Partille Slott í felulitum, séð frá brautarstöðinni 21.október.






Fyrir neðan: Anna Mattsson rithöfundur, við Jonsered járnbrautarstöð.













Linditréð á hlaði herragarðsins í Jonsered, það er kynnt sem elsta lifandi vera svæðisins (þ.e. í sveitafélaginu Partille sem Jonsered tilheyrir), trúlega frá sautján hundruð og eitthvað.







Á hverju hausti kemur það, fegurra en nokkurntíma -
haustið - fegururra en það sjálft bæði fyrr og síðar.
Það bregst ekki heldur í haust.


Á sunnudaginn var sá ég það loksins á kammertónleikum á Jonsereds herragarði
með nemendum úr listaháskólanum hér, sem léku dúetta og kvintetta. Ungur fiðluleikari - Brusk Zanganeh - af ættum Kúrda brilleraði þannig að hann lék hvern tón oní eigin tær og beina leið í hversmanns vitund (ímynda ég mér) og öruglega undirvitund um leið og hann sveif eins og hálfan meter fyrir ofan stólinn sem hann sat á annað hvert andartak og hvert skrifað tákn varð hans eigið í túlkuninni; eins og spuni beint frá hjartanu hvort sem hann var að herma eftir lestarhljóðum í Sónötu fyrir fiðlu og selló frá 2005 eftir tónsmiðinn Eric Tanguy; leika í Sónatínu eftir Arthur Honegger... eða klassískan Schubert í Strengjakvintett opus 163.




Þetta var eftir klukkutíma síðdegisgöngu með sögumanni um beykiskóginn hér úti í Jonsered og kaffi á herragarðinum í boði Gautaborgarháskólans sem stóð að þessari fyrirmyndar sunnudagssýningu allri. Anna Mattson var með mér og myndatakan hófst ekki að ráði fyrr en við héldum heim á leið, því skógurinn sem við gengum um er friðaður og tónleikarnir haldnir heilagir.

Haustið er uppáhalds árstíminn minn.
Heima var það svanasögur og norðurljós sem slógu í gegn. Hér eru það aðrir litir; hér eru það Sónötur.

Og svona í trúnaði: loksins þegar ég þurfti ekki lengur að reyna að gæjast innum glugga á læstum herragarði til að sjá hvort væri ekki örugglega parkettgólf í þessu draumahúsi sem stendur svona alveg útaf fyrir sig í sveitinni, þá kannaði ég húsakynnin hátt og lágt og það var ekki um að villast: Dansgólf í hverjum sal!

Anna á tröppum herragarðsins ... við stöðuvatnið Aspen.












Og á hlaðinu: ég og aldursforsetinn, Linditréð við Jónsereds herragarð.






Við vegkantinn á leið frá herragarðinum í Jonsered.

Við Paradísarklettinn í Partille.


Sunday, October 07, 2007

Af Bókastefnu í Gautaborg






“Allt sem þú þarft kemur til þín”

Grein í slípuðu formi birtist í Mbl. 5.okt. undir titlinum "Bókaverðir og sæluríkisprinsessur"

Fyrir tuttugu og einu ári síðan ég arkaði í fyrsta sinn á bókastefnu í Gautaborg, þá í fylgd með Ingu Huld Hákonardóttur og skrifaði langa grein fyrir Mbl. um nokkurra daga gönguferð. Það var 1986 og í annað sinn sem stefnan var haldin og Íslendingar enn ekki með í dæminu, það gerðist fyrst 1989.

Nú var tengdadóttir hennar Auður Jónsdóttir ein aðalstjarnan, og upphafsmaður stefnunnar Bertil Falck , varð framkvæmdastjórapabbi þegar Anna Falck tók við fyrir nokkrum árum.

Hér er minna slípuð grein um fáein atriði (um allt annað en Íslendinga!), með myndum.


*