azul

My Photo
Name:
Location: Göteborg, Sweden

Tuesday, February 22, 2005

Qigong

Ég held að qigong helgarnámskeiðið sé bara það gáfulegasta sem ég hef lent í lengi; ein æfingin er nefnilega eins og stolin frá tangó - eða öfugt- og þar með efast ég ekki lengur um hollustu tangósins. Ég vissi ekki að það væri svona voða hollt að snúa uppá sig en það er einmitt uppánsúningurinn með vel lyftum brjóstkassa sem kemur heim og saman í báðum þessum mannbætandi hreyfingarmynstrum Qigong og Tangó. Og nú veit ég að þessar vindur eru ekki skaðlegar fyrir hliðarvöðvana í hryggnum, þvert á móti: gefa þeim lífshvetjandi styrk!

Marianne kom í leitirnar hress með Kúbuferð!

Það var jarðýta fyrir utan svefnherbergisgluggann minn sem byrjaði að æða um klukkan fögur á mánudagsmorgni, ég opnaði gluggann til að sjá hvað hún væri að gera og hún æddi í burtu með malarbing framan í sér austur eftir Galoppveginum mínum,(=Stökk- eða Þeysigötu) en þegar ég lokaði glugganum kom hún aftur og hávaðaðist þannig að ég gafst upp á eigin bræði og ákvað að jarðýtuhljóð væru hin ljúfustu og sofnaði útfrá því.

Saturday, February 19, 2005

Tango 3 á Club Continental

Ég dansaði tangó á fimmtudgskvöldið eftir c.a. fimm mánuða hlé. furðuleg tilfinning, líkt og fæturnir flæktust smá fyrir mér, og allskonar kúlur og aum undarlegheit undir þófunum. Samt var ég með hnausþykka skóbotna. Náði mér þó það vel á strik með Åke að hann bað mig vinsamlegast um að vera ekki með svona langar lappir! Og annar gítarleikarinn gaf okkur merki sem þýddi go for it ... Það var suðuramerísk tónlist hjá Club Continental á Pusterviksteatern við járntorgið með tríóinu Tango 3 ásamt hvítskeggjaða kontrabassaleikaranum og söngvaranum Fransisco Chinaloi (sem hefur m.a.leikið með Bebo Valdés) og prógrammið var tónlist frá flestum löndum Suðurameríku. Gítaristinn Lautaro Parra er frá Cile; gítaristinn og söngvarinn Diego Rodriguez frá Spáni og hinn undur fagri og flinki fiðluleikari Emilio Estrada frá Kúbu og leikur jöfnum höndum klassíska fiðlutónlist, jazz, swing og tango. Fín tónlist og fjölbreytt eins og gestirnir, með nokkurm tangóurum og álíka mörgum salseróum og einum elddasnara ... Tangó 3 var stofnuð í Stockhólmi fyrir bara þrem árum síðan.

Marianne fór til Kúbu í H. C. Anderssenafmælis leiðangur í boði kúbanska sendiráðsins. Hún ætlaði að vera í tíu daga og þeir eru liðnir en hún gerir ekki vart við sig enn.
Það er ýmist rigning eða frost og flughálka. Nágranni minn bankaði upp á og varaði mig við því að hálkan var auglýst í útvarpinu svo ég sleppti því að fljúga áleiðis út á flugvöll og tók bláan express í bæinn, eða kommunal límosínu eins og Sirpa Lena hefði kallað það. Les í mbl. um mikil glitský yfir Íslandi, perlumóðurský, sem gleður fólk og geri það háleitara.

Thursday, February 17, 2005

The lost day

Sorry; I lost one day and one night and two hours!
so 16 th February meens 17 th

morgunglæta

það sem gerir himininn bláan á þessum tíma sólarhrings eru borgarljósin og séð frá glugganum mínum eru þau þéttust í kirkjugarðinum. Yfir paradísarhæðinni hangir gráhvít slæða ... ég veit ekki hvað ég á að segja við heiminn svona snemma morguns; þetta er fyrsta tilraunabloggið mitt og það eina sem mér datt í hug í gær var að ég ætti að setja rögg á mig og stofna Partillepoesi og búa til ljóðahátíð í eigin bæ, já eða bæjarhluta eins og sumir vilja halda því fram að Partille sé og tala þá um gamla þorpið og umhverfi þess sem kransakommúnu ... utan um Gautaborg að mér skilst. Það er eins og hlutirnir gerist ekki með manni sjálfum í nema maður búi líka til kringumstæðurnar. Samt sendi ég nokkur ástarljóð til Kambodíu um daginn, svona til vonar og vara ef einhver skildi gera alvöru úr ljóðahátíð i Phnom Penh!!!

Í dag kemur Riku heim frá Buenos Aires og ég var að vona að frostið yrði búið að vera og snjórinn svo mér væri óhætt að rúlla á sumardekkjum út á Landvetterflugvöll til að bjóða hann velkominn til baka inn í kaldranalegan veturinn ... en það er fimm stiga frost og leiðin liggur ekki bara um bráðnaða hraðbraut; OK hálfur sólarhringur til stefnu!