azul

My Photo
Name:
Location: Göteborg, Sweden

Wednesday, January 09, 2008

Hundrað ár; kvikmyndir og aðrar myndir


Í dag eru hundrað ár síðan Simone de Beauvoir fæddist. Hugsuðurinn sem hefur sett sín spor á líf manns, kannski alla tíð svo mikil áhrif sem hún hefur haft á okkar tíma heimspeki, hún einsog bjó til botninn í því hugsanabákni sem í dag er oft sett undir einn hatt og kallað femínismi til að einfalda málið þótt um aragrúa af feminísmum sé að ræða, meira eða minna vel skilgreindum.

Hún hét fullu nafni Simone Lucie-Ernestine-Marie-Bertrand de Beauvoir
, fædd 9. janúar 1908 í París; dáin 14. april 1986. Hún kenndi heimspeki, skrifaði bækur og lífsförunautur hennar var Jean-Paul Sartre.
Það fer ekki mikið fyrir henni í Minnisbók Sigurðar Pálssonar, sem ég var að lesa núna yfir áramótin og skv. nokkuð áreiðanlegum heimildum íslendinga í París existensíalismans, var mun erfiðara að beinlínis rekast á hana en hann ...

En ég er yfir mig þakklát sænska sjónvarpinu fyrir að sýna ólíkar kvikmyndir um hið sögufræga gáfupar þessa viku, þrjú kvöld í röð. Ein áhrifa mesta bók hennar Le Deuxième Sexe, Hitt kynið, kom út í fyrsta sinn árið eftir að ég fæddist!

http://www.expressen.se/kultur


Í dag var opinberað prógrammið fyrir kvikmyndahátíðina í Gautaborg 25. jan. til 4. febrúar nk. og allt verður á netinu HÉR

Myndin hennar Guðnýju Halldórs, Veðramót, er meðal þeirra sem ég hlakka til að sjá í kvikmyndaflóðinu frá 67 löndum. Og hvers konar kvikmyndaland ætli Mexíkó sé? minnst 12 myndir þaðan í ár! Namminamm, öll þessi tilhlökkunarefni ...

Og nú fer bara að birta það er allt í lagi þá missir maður síður af deginum. Eins og um áramótin: fyrst við að dansa alla nýjársnóttina hjá TABA milongu á Frederiksberg og sofa einn dag: á öðrum degi við að koma sér áleiðis í sumarhúsið hennar Marianne vinkonu, það var nærri horfið í myrkrið þegar við mættum á ströndina, svo fyrst á þriðja degi ársins sáum við sjóinn og húsið sem við sváfum í almennilega.
Hér eru fáeinar myndir, flestar úr ævintýrinu Þrjú að þeytast.

Já mig dreymir um langa óralanga mjóa daga ... með langar hlýjar nættur á milli sín.