azul

My Photo
Name:
Location: Göteborg, Sweden

Monday, March 31, 2008

Tangóhátíðin í Malmö 2008 og annað söguefni


Kirkjan sem varð tangóhöll:


Eftir sólarblíðu og útilíf við Sólarhliðið og nágrenni þess í höfuðborg Spánar, lenti ég í alhvítri Svíþjóð, seint þann 17. mars. En einum og hálfum degi síðar voru léttu fötin komin nýþvegin oní töskuna aftur. Mars náði nefnilega ekki bara að bjóða mér í vikuferð til Madrid, heldur líka á fimm daga alþjóðlega tangóhátíð í Málmey með fínum kennurum, síðdegisæfingum og milongum allar nætur, að ógleymdum öllum skemmtilegu gestunum: strax fyrsta kvöldið heilsaði Paul hátíðarstjóri mér og sagði: systir þín er komin. Tvö pör komu ofan af Íslandi og annað þeirra var Stella systir og Kristinn.

Málmeyjarhátíðin er í umsjá Maríu og Pauls som reka heila tangóhöll Tangopalatset, sem einu sinni var kirkja. Þau gerðu kirkjuna upp og breyttu í tónleikahöll og dansskóla fyrir fáeinum árum.


Hliðarhopp:

Viltu meira! spurði Thierry Le Cocq í hádegismatum og rúllaði risa þykjustucannabisrettu handa mér, útaf að ég var öll á lofti með tónlistinni sem Constantín spilaði, kannski var það rokk kannski hipphopp, ég fauk útá gólfið við hvað svo sem það var.

... þetta atriði minnti mig á þegar ég var ung og alltaf stoppuð í tollinum útaf að ég hagaði mér skakkt og var eithvað vitlaus í augunum svo tollverðir héldu ég væri með ólögleg efni, í mér, á mér og með mér, vildu alltaf fá að skoða dótið mitt ...

Matarhléin voru annars einu stundirnar þegar ætlast var til að fólk sæti frekar en dansaði á hinni ævintýralega ljúfu tangóhátíð um páskana. Svefntími frá því að milongum lauk kl. 04 þar til morgunmatur hófst í tangóhöllinni kl. 11. Annars tangó og aftur tangó, stöku sinnum salsa, bachata, swing og chacarera. Og þegar tími var kominn til að umturna kjallarasalnum, breyta honum úr matsal í danssal, eða úr danssal í svefnsal þá kom tónlist úr öðrum dansheimum, sem jafnvel tangókóngurinn frá Berlín, Constantín sjálfur, gat tekist á loft með og hipphoppað við.


Cortína hvað!:

Þú fékkst mig til að dansa svo fallega í nótt, þakka þér fyrir það, sagði einn af mínum uppáhalds dansherrum daginn eftir þriðju milonguna. Gat ekki hugsað mér fallegri viðurkenningu. Ekki eftir að hafa dansað klukkutímum saman um nóttina, óhlýðnast cortínunni ...

Það er annars orðin lenska hér í Norðrinu a.m.k. að brjóta klassísku regluna um að takmarka sig við eina töndu í senn("tanda" yfirleitt = 4 tangóar) , maður óhlýðnast cortínuni (lagstúfur sem gefur fólki tíma til að skipta um dansfélaga) og fer ekki fet af gólfinu frekar en vill, hámark að þykjast fara af gólfinu með því að mjaka sér útfyrir en halda svo áfram að dansa við sömu manneskjuna ef báðum sýnist svo.

Yfirleitt tel ég mér trú um að þetta sé dónaskapur, en nóttina eftir föstudaginn langa gerðist ég ein af þeim verstu og naut þess.


Prins og tveir refir frá hátíð sem var - gamlir leikfélagar og nýir:

Og æ oní æ eitthvað óvænt, sýningarnar, gamlir leikfélagar sem birtus og nýir. Endurfundir t.d. eftir nærri 4 ár eins og þegar Paul prins frá Hollandi birtist og Paras konan hans ... Hann lék Litla Prinsinn á síðustu Carpe Diem hátíðinni i Stångby fyrir utan Lund sumarið 2004, og refurinn var þrjár konur. Ég, Paras og hollensk Margrét, lékum þrefaldan ref á rauðum buxum och rifumst um ástir Litla Prinsins. Þetta var dansað drama undir stjórn tveggja leikstjóra frá Berlín, með nokkrum prinsum og refum, rollum og öllu - Homer frá Bandaríkjunum lék kind með bjöllu - og sýnt á stærsu hátíðarmilongunni sem var haldin í gríðarstórum sal inni í Lundi.

*

Hubertus heitir einn uppáhalds dansleikfélaginn sem ég hef ekki heldur séð mikið til síðan Carpe Diem hátíðin og La Pradera helgarnar í Stångby voru lagðar niður(sjá neðan). Hubertus var skyndilega mættur á föstudaginn langa með tveggja ára dóttur sína, Olvivíu, og móður hennar amerísku konuna sína komna langt á leið með næsta barn. Hin fagra Olivía gerði vart við sig með yndislegu öskri þegar hún leit við í tíma hjá Thierry ...

Og nýir leikfélagar göldruðust fram, eins og danskfranski Oliver sem kallar sig “dansemusen” ef marka má áleturn á bolnum hans ... og reyndist elegant dansemus, þrátt fyrir stuttan tíma í tangónámi. Svo fær hann + fyrir óþrjótandi þolinmæði við að kenna mér bachata.

Hátíðinni lauk að morgni annars í páskum og eftir því sem rútan mjakaðist norðar, varð allt hvítara og hvítara. Fallega logndrífan lagðist yfir og allt um kring.

*

Til glöggvunar:

1) Carpe Diem var tangóhátíð sem óx og endaði sem 10 daga hátíð og trúlega sú alþjóðlegasta í Svíþjóð með mikinn hluta gesta víðsvegar úr Evrópu. Hátíðin dó þegar framkvæmdastjórinn Tove Albinsson, valdi fjölskyldulíf, barneignir og laganám framyfir tangóinn og varð Tove Glad. Hún lagði um leið niður tangóskólann sinn í gamla járnbrautarhúsinu í Stångby og "La Pradera" helgarnar við Prestsestrið; flutti yfir teinana í hús þar sem ástin hennar bjó og hvarf úr tangóheiminum sem hún hafði tileinkað sér af sögulegri ástríðu og framtakssemi.


2) Paras og Paul eru með tangóskóla í Hollandi, halda þar hátíðir sem ég ímynda mér að séu soldið í stíl við Carpe Diem. Heimasíðan er www.tangoatelier.nl


Friday, March 14, 2008

Jesús dansar tangó


... ekki bara búin ad heimsaekja hid órúlega Pradosafn, skoda naestu torg baedi lítil og stór konungleg og althýdleg, "gamla hluta" midbaejarins og thann konunglega, en líka búin ad fara á tvaer milongur í Madrid. Adra á midvikudagskvöldi thegar ég var enn á leid í mat og hina í gaerkvöldi á leid úr mat. Á leidinni á thá fyrri var ég spurd hvort ég vaeri ad vinna: trabajas? flaug út úr náunga nokkrum um leid og vid maettumst og mig fór ad gruna hvar ég vaeri. Milongan var stadsett í threngslalegu hverfi hinumegin vid Gran Via, frá Sólarhlidinu séd. Fullt af ungu yndislegu fólki thegar inn var komid, á La Milonga del Temporal á Calle Loreto Prado y Enrique Chicote, nr. 3. Margir gódir dansarar, fínt gólf og gód tónlist. Ég leitadist eftir fylgd heim um nóttina og thrjár stúlkur, Alexandra, Valería og Cynthia, röltu med mér nidur á Puerta del Sol. Allar atvinnudansarar, tangókennarar.

Í nótt dansadi ég svo vid Jesús og vini hans, eftir frábaert kvöld med lúxus smaetlum á spánska vísu hjá Hrafnhildi og Pétri í Malasanahverfi, thar sem nafni minn Kr. Ólafsson var maettur og skemmti m. a. med sínum óthrjótandi nýsmídudu ordum og fródleikssögum. Milongan sem ég valdi ad heimsaekja á leidinni heim var vid Plaza San Pol de Mar, í salnum "Cha-3", thar var naeturklúbbslýsing, fólk á öllum aldri og menn budu upp jafn pottthétt og á síddegis milongu í Buenos Aires, líka ókunnugu mér! Einn theirra, roskinn madur grannholda, med slitid sítt hár og álíka skegg sagdist heita Jesús. Thad var samt ekki Jesús sem fylgdi mér heim thad kvöldid heldur einn af vinum hans, spánskur Jón sem dansadi eins og ekta milongoero ... th. e. a. s. ég fékk far á naesta torg vid vid mitt langlaedina ad Sólskinshlidinu thar sem allar spánskar leidir byrja.


*

Í kvöld tek ég stefnuna á torg Heilagrar Önnu, hér rétt hjá. Thar er argentínska parid Ezequiel y Maria Antonieta med föstudagsmilongu í Casa de Guadaljara.


Tuesday, March 11, 2008

Vid Sólskinshlidid í Madrid

Nú er ég í Madrid. Mér var bodid í mat í Madrid og er enn á leidinni en í morgun vaknadi ég í Madrid, ég tók eftir thví! Thannig taeki ég ekki til orda nema af tví ég skypadist vid Stellu systur áduren ég fór, kvad óraunverulegt ad ég vaeri á leid til Madrid og fékk svarid att taka bara vel eftir. Snjallt.

Ég lenti e. kl. 24 fékk fína leidsögn hjá spánskum Óskari, skólastrák sem skemmti mér í loftinu og alla leidina til Puerta del Sol; demdi mér svo út í lífid i dag og tók eftir ad ég bý ekki og sjarmerandi í senn. bara í hjarta borgarinnar, heldur liggja allar leidir á Spáni hédan, a.m.k. eru vegalendir midadar hédan í frá, tví á torginu vid Sólskinshlidid (Puerta del Sol) er skilti sem á stendur kilómetro cero, núll kílómetrar. Og dúndrandi mannlífid á öllum götum hédan í frá, svo flott borg tignarleg

... nú er bedid eftir thessari einu hóteltölvu; en sem sagt: var á röltinu 8 tíma í dag í blídunni og tók eftir ýmsu, gekk bara einu sinni á vegg og thad var glerveggur á kaffihúsi sem ég hélt ég vaeri ad fara inní en var med lesgleraugu og eftir ad hafa stangad vegginn tók ég tau af mér og komst inn. Tók eftir ad thetta virkadi sem fínasta skemmtiatridi ...

Kannski arka ég á Pradosafnid á morgunn, vil helst halda mig ofanjardar og ganga allt.

Med sólskinskvedju ad kvöldi fyrsta dagsins í Madrid.

K.

P.S. Verd á leidinni í matarbodid naestu daga.

Friday, March 07, 2008

Febrúar með 2 x tangómaraþon


Febrúar var fallegur og nú er hann farinn. Hann bauð mér ekki bara á kvikmyndahátíð með fínum myndum og mexíkönskum, veislum með vinum og Nik Powell, fundum, endurfundum og Íslendingum, heldur sendi mig þar næst rakleitt inn í Vetrarhátíð með maraþontangó á Íslandi.

Svo lauk hann lífi sínu í ár á aðfaranótt laugardagsins, vék þá fyrir Mars. Hann skildi við mig elskulega og örugglega í örmum einhvers, því veislan sem hann bauð mér í að lokum var hið Guðdómlega Tangomaraþon, í samkomuhúsi við heilsubrunninn Sätrabrunn í Svartárdal í Västmanland.

Á Vetrarhátíð og fyrsta tangómaraþoni Reykjavíkur:

Eftir fannhvítan morgun í Vesturbænum, laugardaginn 9. febrúar, með sundferð í logndrífu og gönguferð þegar stytt var upp hélt ég að toppnum væri náð í náttúrufegurð fyrir mig þann daginn en þá tók við stanslaus síðdegissýning á Tjörninni með glitrandi sól á lífið þar, á bæði alvöru snjókorn einsog samofin í sínu teppi yfir mestöllu vatninu og listaverkasnjókornið þar ofaná. Allt blasti við frá Iðnó þar sem söguleg hátíð hófst á hádegi og lauk formlega sólarhring síðar, fyrsta maraþon Tangófélagsins í samvinnu við Vetrarhátíð með rausnarleg atriði í boði fyrir alla í bænum! Námskeið, tónleikar og tangósýningar.

Og topparnir héldu áfram að toppa sig allan daginn og fram á morgunn. Einn þeirra var þegar Elísabet vinkona birtist undir kvöldið. Ég hafði ímyndað mér að upplagt væri að stefna vinkonum mínum á staðinn, og sent nokkur meil ... gleymi því gjarna að ég er sjálf ekki viðmælandi á milongum/tangóböllum, vil helst þegja og dansa eða þegja og horfa og dansa til að komast hjá orðum en samt vera til. Svo gleymi ég oft að argentínski tangóinn hefur ekki sama aðdráttarafl fyrir alla og að til er fólk sem þarf ekki að dansa. En hún Ella Stína blómarós mætti í fullum skrúða ... Það ætti kannski að fylgja sögunni að Íslandsferð mín syttist um meira en þriðjung vegna veðurofsa, sem tafði flugið hjá Iceland Express um c.a. sólarhring. Ég rétt slapp heim með vél sem flaug á föstudegi meðan veðurguðirnir fengu sér hádegisblund, en meðan ég beið á Kastrup var ég að missa af hverju stefnumótinu á eftir öðru, allt frá heitapottsfundi í ljósaskiptunum fimmtudagsins til kaffihúsaheimsókna með skáldkonum ... og á sunnudagskvöldi var ég aftur lent í Kaupmannahöfn.

*

Guðdómlega maraþonið við brunninn:

Já, hvað gerir maður við Sätrabrunn í sænskum Svartárdal? Maður dansar og drekkur vatn. Vatnið varð þekkt fyrir 300 árum og er næstum eins gott og úr íslenskri uppsprettu ...

Síðara maraþon mánuðarins á norðurslóðum nefndist maratón la divina við Sätrabrunn og stóð í 44 klst. frá föstudagskvöldi til sunnudagskvölds, með gestum sem ekki láta sig muna um að skreppa "bæjarleið" til að eiga helgi með leikfélögum í tangóheiminum. Fólk kom svífandi frá Sidney og Sikiley, Basel, Barcelónu og Berlín, París, Amsterdam, Moskvu, Pétursborg, London, Bergen, Kaupmannahöfn og ýmsum öðrum sætum Evrópuborgum að Reykjavík ógleymdri ... Jóhanna & Hallur og Bryndís & Hany birtust stundvíslega mörgum til ómældrar gleði.

Áður en yfir lauk var komin Mars og hann fylgdi mér heim. Síðan hef ég verið í leiðslu enda ætlar hann með mig bæði til Madrid og Málmeyjar áður en hann er allur.

P.S.

Ljósmyndarapar var á staðnum og hægt að skoða stemningsmyndir í svarthvítu hér.

Svolítið

Fyrsta ljóð mitt sem ég las upphátt hét Svolítið. Ég flutti það ásamt einhverjum orðfleiri ljóðum á Hótel Borg á fundi baráttukvenna í framboðshug, líklega snemma árs 1979. Ljóðið er svona:

Oft

þarf lítið til

aðeins eina

manneskju

aðra.

Svo

lítið?