azul

My Photo
Name:
Location: Göteborg, Sweden

Wednesday, November 30, 2005

"Nálægðin er frelsi ekki daður þegar við dönsum."




Setningin "Nálægðin er frelsi ekki daður þegar við dönsum", er úr sögunni Heimsins besti tangóari og mér dettur hún í hug þegar ég sé þessa mynd af mér dansandi á milongunni Las tardecitas við Espertantoplatsen í Gautaborg.

Mér dettur sú setning raunar oft í hug, kannski þökk veri Dinzel hjónunum sem kenndu mér snemma að tangó snérist um frelsi.

Ég er alltaf að fá fín komment á bókina mína Heimsins besti tangóari / El mejor Tanguero Del mundo. Seinast frá íslenskukennaranum/ hemspråksläraren hér bæ.
Hún hélt því fram að sagan hefði umturnað hugmyndum hennar um argentínskan tangó. Að hún hefði fram að því einkum séð fyrir sér standardiseraða dansinn sem er viðurkenndur keppnisdans. Nú sá hún liti og mynstur, sagði hún fann hitann í dimmri nóttinni og snertingu fram í fingurgóma. Sá fullt af suðuramerísku fólki fyrir sér samankomnu til að lifa tangóinn. Posted by Picasa

Friday, November 18, 2005

Carmencita Calderón er dáin


Carmencita Calderón var tangóstjarna í Buenos Aires fyrir og um miðja síðustu öld og hún dansaði enn 2002 þegar ég náði af henni myndinni hér til vinstri. Hún var að laga sig til með hjálp frá Graciela Gonzalez á hátíðarmilongu á Niño Bien i 2002 rétt áður en hún tók sporið. Ég var svo lánsöm að vera vitni að því þegar hún dansaði til skiptis við eina yngstu stjörnuna Javier Rodriguez och við Juan Carlos Copes.

Hún kunni enn að gantast, og fólk kunni að meta lífgleði hennar og þá tangósgögu sem hún bar með sér í líkama sem varð örlítið grennri og örlítið beygðari með hveru ári ...

Hún var fædd 1905 og náði að halda upp á 100 ára afmælið sitt. Hún dó 31. október síðastliðinn. Posted by Picasa

Carmencita varð þekktust fyrir samvinnuna við El Cachafaz, og það má sjá þau dansa saman í kvikmyndum frá fjórða áratugnum og í byrjun hins fimmta m.a. í "El Morocho del Abasto", "Cabalgata del tango", "Giacomo" frá 1939, og "Carnaval de antaño" frá 1940. Viðtal við Carmencitu er varðveitt í myndinni Blue Tango in Buenos Aires frá 2004 eftir Alexandra Prusa (kvikmynduð dagbók frá Buenos Aires þar sem Bryndís og Hany frá Reykjavík koma einnig við sögu!).
Carmencita og El Cacahfaz voru par á dansgólfinu en ekki utan þess. Hún hefur sagt frá kvöldinu þegar Cacahfaz dó, þau dönsuðu saman það kvöld. Frá 1939 til 1963 bjó Carmencita með öðrum þekktum tangodansara Carlos Almada.

Meira um Carmencitu