azul

My Photo
Name:
Location: Göteborg, Sweden

Saturday, April 16, 2005

Hljóðfæri vindanna

Hver veit að það er hægt að senda flugpóst með bandóneon?

Ég hefði ekkert trúað því hefði ég ekki reynt það: ég póstaði bréf á Club Continental í Gautaborg til tangódansandi hjóna á Hjarðarhaganum í Reykjavík og það var komið til skila á minna en einum og hálfum sólarhring. Nánar tiltekið þegar bandoneonleikarinn Pablo Yanis opnaði hljóðfæratösku sína á æfingu í Iðnó í morgunn og bréfið flaug áfram á þá sem það var stílað á ...

ég hef þetta eftir áreiðanlegustu heimildum, þ.e. þeim sem bréfið var stílað á, svo það er bara að þakka Cuesta Arriba og hinu alræmda ólógiska og ómissandi tangóhljóðfæri.

Thursday, April 14, 2005

Frá Munchen til Pustervik

Um síðastliðna helgi varð ég vitni að því þegar Riku DJeiaði í fyrsta sinn í Þýskalandi; nánar tiltekið á föstudagskvöldið og aðfaranótt laugardags, við opnun á nýrri Milongu miðsvæðis í Munchen. Hann skiptist á við Ralph sem var gestjafi okkar fjögurra tangóvina sem komu fljúgandi til hans frá Gautaborg, Berlín og Pétursborg.

Þrátt fyrir tangóhátíðir í Belgíu og Hollandi um sömu helgi þá mættu 320 manns á nýju Milonguna í Munchen og fjörið stóð til kl. fjögur að morgni og vel það. Á laugardeginum ringdi og skoðunarferðin um miðborgina þróaðist í verslunarferð í hlýrri tónlistarbúð,- ég fann mér klassíska Biagi "Solos de Orguesta" í safnið -.
Á laugardagskvöldi í Munchen er um fleiri staði að velja og í kvöldverðarboði hjá spænskættaðri konu að nafni Mercedes var endanlega ákveðið að þyggja boð á eina hálfobinbera milongu við járbrautarteinana bakvið Lindwurmstrabe í listrænu húsnæði með fínni stemningu en stömu steingólfi ... á sunnudeginum gengum við hinsvegar á grænu grasi í enska garðinum.

Ég held ég hafi dáið í draumi í gær ... líklega í slysi í grafningunum hér í Partillecentrum! Bara sökk og sökk og hugsaði nú dey ég og ég vaknaði ekki.

Nú er enginn dagur, það er nótt en ég læt sem ég vaki og á morgun ætla ég að bíða eftir að Lópe komi á brunandi bílnum sínum og taki mig með út í sveit ... og ég ætla að stinga uppá að við brunum fljótt til baka til að hlusta á tangótríóið Cuesta Arriba á Pusterviksbarnum við Járntorgið, uppúr kl. 21:00. Sama tríó og verður í Iðnó á laugardaginn kemur.

Monday, April 04, 2005

DJ persónuleikar á tangótekum og heimahljómsveitirnar

La vitrolera Maggie er ein vinsælasta DJ á tangótekum í Svíþjóð og Danmörku og El Vitrolero Riku er einn vinsælasti Dj á tangótekum í Svíþjóð og fer hróður hans hraðvaxandi.
Hvernig persónuleikar speglast í tónlistarvali og uppbyggingu, er fróðlegt að átta sig á og mér fannst gaman að hlusta á lýsingar Maggie þegar ég bjó hjá henni um páskana. Hún lýsti línunni hjá Riku sem bogadreginni, hann rúnnar t.d. mjúkt af syrpu af nútímatangó með nútíma klassík, meðan Maggie vill nota andstæðurnar og renna sér bratt úr Narcotangó yfir í t.d. De Sarli eða Biaggi...

Og Maggie sem er frá Chile teiknar eigin smekk í loftið eins og skarpa fjallstoppa, en Rikus - sem er af Finnum kominn - meira eins og ávalar heiðar eða hóla ... Argentínska Silvía sem valdi tónlistina seinustu hátíðarnóttina var skæðust af öllum fimm hátíðar DJunum, með það að leika elektróniskan tangojazz langtímum sama þegar fór að líða á nóttina.

TangóDJar njóta virðingar og fá laun núorðið. Um helgina voru pantaðir tveir frá Gautaborg á stærstu milongur höfuðborgarinnar: Samira á Bristol og Riku á Pelé.

Nýja plata New Tango Orcuesta "bestario" hefur fengið fína dóma í dagens Nyheter þar sem Sara Norling dáist að hve leikandi létt hjómsveitin bræðir saman áhrif úr ólíkum áttum svo úr verður mjög persónulegt smáskrýtið og skítugt sánd með pláss fyrir melankólíu ... og "Helt utan ansträngning möts exempelvis 1700-tal och nu i den drillsmyckade "Elegy" som klingar likt en tangoversion av Bachs "Kunst der Fuge".

Við Maggie urðum sammála um að þó hljómsveitin leiki ekki á milongum heldur tónleikum þá væri vel reynandi að dansa eftir sumum lögunum.

Önnur gautaborgarhljómsveit er tríóið sem Daniel Turano stjórnar, en sem milongurnar hér tíma of sjaldan að ráða; liðin sú tíð þegar hann lék fyrir tangófólkið á Kaktus í hverri viku!!! það var á öldinni sem leið, nánar til tekið 1996 - 1997. Daniel er aregntínskur en settist hér að fyrir tuttugu árum, en það breytir ekki því að hann er víðfrægur tangopíanóleikari og einnig innan jazzins ... og það var sem jzzpianisti að hann heimsótti Ísland fyrir mörgum árum. Ég heyrði hann lýsa því á Krókstrandshátíðinni í fyrrasumar; hrifningu sinni af nokkrum haustdögum á Íslandi fyrir löngu. Undurfagrir dagar sem sifðu með honum enn og það á sumardegi við
Idefjord ...

Málmeyjarfólkið getur nú státað sig af tveim góðum dans-tangóhljómsveitum: Gotango; eins árs gömlu átta manna hljómsveitinni sem Paul Utter stjórnar og einkennist af flauelsmjúku og breiðu sándi og klassísku lagavali, og svo Tangarte annað áttamannaband, eldra í hettunni með argentínsku Passo-feðgunum, Juanjo á gítar og syngjandi pabbann Juan José. Þeir leika líka sígildan tangó sem er auðvelt að dansa við og gáfu út sína fyrstu plötu núna í vetur: Ecos de Tango.